Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Allt og ekkert

Svona til þess að þessi síða detti ekki út verður maður að henda inn færslum svona af og til allavega. Núna er ekki mest að gera í boltanum hjá okkur þannig að ég læt það bara vera að bulla um hann núna. Enski boltinn er hins vegar alveg á fullu og stórleikir í hverri viku. Á sunnudag spiluðu mínir menn í Arsenal á móti Púllurum og var ég bara mjög ánægður með þá. Þeir sýndu bara að þeir eru komnir til að slást á toppnum og ekkert mehe með það. Svo verð ég að kommenta aðeins á búningana hjá þeim en þetta eru flottustu varabúningar sem ég hef séð þá spila í og svei mér þá ef þeir eru ekki bara flottari en aðalbúningarnir sem eru þó flottir líka.

Þessa dagana er bara allt of mikill frítími fyrir mann. Um sex þegar maður er vanur að vera að sprikla á fullu eru stundum dauðir tímar núna. Í gær gerði ég mér lítið fyrir og horfði á eina af uppáhalds myndum The Usual Suspects Ég fór síðan að spá í hvaða myndir þetta eru sem menn geta kallað uppáhals mynd. Orri er líklega með Hulk og Spiderman. Andri Steinn gæti ég trúað að haldi uppá myndir sem Meg Ryan leikur í og Gummi Bjarna Austin Powers myndirnar. Prufum að taka test á þetta og þið hendið inn allavega tveimur uppáhalds myndum ykkar. Mínar koma hér, The Usual Suspects og Shawsank redemtion

Óli Stefán


Hvaða liði halda menn með í enska?

Þegar maður lítur á hóp okkar manna og spáir aðeins í því með hvaða liði þeir halda í ensku kemur ýmislegt í ljós. Ég t.d hefði getað sagt án þess að vita með hvaða liði Gummi B heldur með eins með Andra Stein og Denna. Með mörgum United mönnum fylgir svona ákveðinn hroki og þeir hafa svosem efni á því útaf árangri síðustu ára en það að hringja og nudda öðrum uppúr tapi í leikjum sem united er ekki einu sinni að spila.... Púllararnir eru líka spes þjóðflokkur en þeir hafa alltaf þennan hroka án þess þó að hafa skila nokkrum árarngri síðastu áratugi. Reyndar unnu þeir meistaradeildina og koma til með að lifa á því næstu 50 ár eða svo. Það geta öll lið grísað á titil eins og sannaðist með Grikki á em fyrir fjórum árum. Dæmi um púllara í okkar liði eru menn eins og Palli, Helgi Már og svo meistarinn sjálfur Siggi í Vík. Við Arsenal menn þekkjum hins vegar okkar takmörk. Umfram allt reynum við að hafa gaman af leikjum enda varla annað hægt því að þannig bolta spila þeir bara. Það sem einkennir líka Arsenal menn er það að þeir eru fyrstir til að samgleðjast öðrum. Dæmi um Arsenalmenn í okkar liði eru menn eins og Jói Helga Þorfinnur og Óli Stefán. Segir þetta sig ekki sjálft??

Óli Stefán 


Grindavíkur stuðningsmenn út um allt land

Mikið svakalega er ég ánægður með að þetta blogg nái alla leið norður á Akureyri og að okkar stuðningsmenn (út um allt land greinilega) nái aðeins að fylgjast með hvað er að gerast í kring um okkar lið. Baddi ef að sonur þinn erfir hæfileika þína þá kemur þú honum í Grindavík eins fljótt og auðið er.

Ég verð að nota þetta tækifæri og svara stuðningsmanni Grindavíkur þegar hann biður mig um að hætta að væla um að það sé svo erfitt að keyra á milli því við eigum eftir að fá leikmenn úr bænum til okkar. Málið er að ég er búinn að vera að keyra á milli í 4ár og hef gert það steinþegjandi og hljóðarlaust því að ég hef umfram allt viljað spilað með okkar ástkæra klúbb. Núna er ég bara að verða þreyttur á því og lái mér hver sem vill. Þegar maður er að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa spilað með mfl Grindavíkur frá árinu 1991 finnst mér að fólk eigi að fá að vita aðal ástæðuna. Ef að ykkur finnst það sýna fram á það að ég hafi ekki Grindavíkur hjarta þá verður það bara að hafa það. Svo er það annað mál að ég er ekki búinn að ákveða mig og gæti þessvegna tekið annað ár og þá bara tekið þessa leikmenn úr Reykjavík með mér í bílinn.

Að endingu má ég til með að skjóta á Andra Stein og Orra því þeir töluðu um að nú væri Arsenal búið að vera og myndu enda í 10 sæti í deildinni og ekki fara uppúr riðlinum í meistaradeildinni. Maður getur ekki betur séð en að nú sé besta Arsenal lið frá upphafi að hefja sitt skeið þó að ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum langt því frá orðnir meistarar. 1-2. sæti og allavega í undanúrslit í meistadeildinni í ár.

Óli Stefán 


Líf og fjör

Nú er kominn svolítill tími síðan síðast og lítið komið inn hér eins og búast mátti við enda frí hjá okkur í boltanum. Síðasta föstudag var lokahóf ksí og mættu hvorki fleiri né færri en 3 leikmenn sem mér fannst nú frekar lélegt því öllum leikmönnum var boðið. Stjórnarmenn voru fleiri því þeir voru 5 ásamt konum og auðvitað mætti svo Jankó ásamt sinni spússu. Við Eysteinn og Skotty létum okkur ekki vanta og skemmtum við okkur bara þræl vel enda alltaf gaman á þessum hófum.

Ég hef mikið verið spurður um framhald mitt en ég er að klára samning minn við Grindavík núna í desember. Ég get alveg upplýst það að ég er að skoða hvað skal gera. Aðalástæða þess að ég er að spá í þetta er að ég bý í bænum og það fara í það minnsta 4 tímar á dag í hverja æfingu sem er að verða nokkuð þreytandi enda er ég búinn að flakka á milli í 3 ár. Ég er hins vegar ekki búinn að útiloka að taka annað ár í Grindavík en það verður bara að koma í ljós á næstunni.

Ég vil að lokum óska þeim Jobba og Óskari til hamingju með þeirra frábæra árangur í u19. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn á ferð og ekkert nema gaman að því. Jobbi var einnig valinn sá efnilegasti í fyrstu deild og er vel að því kominn. Eins óskum við Scotty til hamingju með það að vera valinn besti leikmaður 1.deildar. 

Óli Stefán 


Hvað endemis rugl og þvæla...........

......er það að leikmenn meistaraflokks séu ekki með tipp-klúbb starfandi ?!?!?!

Þar gætu menn lagt 500 kall í púkk á viku og skipst á að fá að ráða hvernig er giskað.

Auðvitað mæta menn svo í Gula á laugardögum til að upplifa þá mögnuðu stemmningu sem myndast þar þegar viðstaddir safnast saman við kertaljós og hlusta á Ingvar Guðjónsson segja sögur af sínum fyrri sigrum á þessu sviði.

Klúbburinn er hér með stofnaður og þeir sem vilja vera með skrá sig í kommentadálkinn.

Legg ég til að klúbburinn hljóti heitið: Jerry Brown

storytelleringvar

Hér sést Ingvar, síðastliðinn laugardag,

í Gula Húsinu,að segja frá því þegar hann

fékk 11 rétta með aðeins einni tvítryggingu,

haustið ´96.

Takið eftir hvernig hann fangar

athygli áheyrenda, með leikrænum tilburðum.

 

Húni Kjerúlf


Frábær ferð

Já það er óhætt að segja að við höfum ásamt mökum átt frábæra sjö daga á Tenerife. Hitinn nánast aldrei undir 30 gráðum á daginn og allt til alls á svæðinu sem við vorum á. Ég ætla að taka nokkurn skonar ferðasögu á næstunni en fyrst væri ég til í að fá myndir hjá ykkur til að setja hér inn þar sem hægt er að skoða. 

Óli Stefán 


Uppgjör tímabilsins

Þegar maður lítur yfir farinn veg þá held ég að við getum verið sáttir við árið. Eftir að við féllum þá varð nokkuð ljóst að nokkrir myndu yfirgefa okkur sem varð raunin. Við héldum samt góðum leikmönnum ásamt því að ungir leikmenn myndu fá tækifæri. 

Við byrjuðum að æfa um miðjan nóvember og þá var strax tekin stefna á það að vinna deildina. Við byrjuðum markvist að æfa það sem Jankó er þekktastur fyrir þ.e stuttar sendingar og halda bolta innan liðsins. Ég hef áður sagt að það þarf mikla þolinmæði í þá vinnu en ég held að allir séu því sammála að sú vinna skilaði sér vel.

Þegar að líða tók á veturinn fékk Jankó aðstoðarmann sinn Dragan að nafni. Sá mikli ljúflingur kom með flottar þrekæfingar inn í prógrammið og uppúr æfingaferð okkar til Tyrklands var ljóst að við vorum að komast í fanta form. Einnig tók Dragan varnarfærslur mikið til sín og vann í þeim sem ég tel að hafi skilað miklu til okkar enda bara eitt lið sem fékk færri mörk á sig en við.

Þegar að kom loks að fyrsta leik okkar við Stjörnuna voru menn fullir eftirvæntingar og spennustigið hátt. Við unnum mikið í því að vera rétt stilltir á móti liðum sem áttu að vera lakari en við á pappírnum og held ég að við höfum gert það frábærlega því að vanmat er einhvað sem ekki var til hjá okkur í sumar.

Við tókum strax forustu í deildinni og vorum á toppnum allt þar til að við töpuðum fyrir Þrótti úti seint í mótinu. En þeir eins og Fjölnir höfðu fylgt okkur eins og skugginn og spiluð bæði lið mjög vel í sumar. ÍBV var seint í gang en læddust upp töfluna og settu spennu í mótið í síðustu umferðum en náðu ekki alla leið.

Grindavík stóð uppi sem sigurvegari og tel ég okkur vel að því komnir. Það hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting í liðinu og allri deildinni. Allir hafa lagt hönd á plóg og komið Grindavík þar sem það á svo sannarlega heima, í efstu deild.

Ekki get ég hætt án þess að minnast á stuðningsmenn okkar. Við höfum séð það í sumar að við eigum frábært fólk sem stendur og fellur með síðnu liði. Alltaf mæta menn á leiki og meira að segja fylgdu okkur fólk alla leið á Norfjörð í síðasta leik. Samt vantar aðeins uppá söng og köll sem gefa leikmönnum oft þetta extra sem vantar. Öll lið í efstu deild er með hóp fólks sem sér um þennan þátt. Þetta þurfa ekki að vera margir heldur að það séu nokkrir sem halda utan um málin og stjórna söngvum og köllum. Við sáum það í leiknum á móti Reyni þar sem þeir mættu með flottan hóp, ekkert stóran endilega heldur flottan, sem sá um að stemmningin var frábær. Þeir vöktu okkar fólk og held ég að menn hafi verið sammála um að það varð úr mikil skemmtun. Okkar fólk toppaði hins vegar allt með frábærri móttöku þegar við komum með bikarinn heim og fær maður bara gæsahúð á því að hugsa um það. 

 Í vetur tók ég á mig að sjá um þessa blogsíðu ásamt fleiri góðum drengjum. Hún var fyrst og fremst hugsuð sem nokkurnskonar upplýsingamiðill fyrir okkur til að fylgjast með æfingatímum og stöðum því við vorum aldrei að sama stað tvisvar sinnum. Eins var maður að reyna að fá heitar umræður í gang þar sem menn gætu skotið hver á annan í léttu eftir æfingar. Ég held að þetta hafi tekist vonum framar og alltaf fleiri og fleiri sem hafa skoðað síðuna ásamt því að taka þátt í umræðunni. Núna eiga færslur eftir að minnka enda lítið um bolta næsta mánuð en ég vil nú ekki hætta með hana alveg því mér finnst að við ættum að nota hana næsta tímabil líka.

Ég vil þakka ykkur strákar fyrir frábært tímabil og við hittumst ferskir á flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðvikudag.

Óli Stefán 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband