Grindavíkur stuðningsmenn út um allt land

Mikið svakalega er ég ánægður með að þetta blogg nái alla leið norður á Akureyri og að okkar stuðningsmenn (út um allt land greinilega) nái aðeins að fylgjast með hvað er að gerast í kring um okkar lið. Baddi ef að sonur þinn erfir hæfileika þína þá kemur þú honum í Grindavík eins fljótt og auðið er.

Ég verð að nota þetta tækifæri og svara stuðningsmanni Grindavíkur þegar hann biður mig um að hætta að væla um að það sé svo erfitt að keyra á milli því við eigum eftir að fá leikmenn úr bænum til okkar. Málið er að ég er búinn að vera að keyra á milli í 4ár og hef gert það steinþegjandi og hljóðarlaust því að ég hef umfram allt viljað spilað með okkar ástkæra klúbb. Núna er ég bara að verða þreyttur á því og lái mér hver sem vill. Þegar maður er að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa spilað með mfl Grindavíkur frá árinu 1991 finnst mér að fólk eigi að fá að vita aðal ástæðuna. Ef að ykkur finnst það sýna fram á það að ég hafi ekki Grindavíkur hjarta þá verður það bara að hafa það. Svo er það annað mál að ég er ekki búinn að ákveða mig og gæti þessvegna tekið annað ár og þá bara tekið þessa leikmenn úr Reykjavík með mér í bílinn.

Að endingu má ég til með að skjóta á Andra Stein og Orra því þeir töluðu um að nú væri Arsenal búið að vera og myndu enda í 10 sæti í deildinni og ekki fara uppúr riðlinum í meistaradeildinni. Maður getur ekki betur séð en að nú sé besta Arsenal lið frá upphafi að hefja sitt skeið þó að ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum langt því frá orðnir meistarar. 1-2. sæti og allavega í undanúrslit í meistadeildinni í ár.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skil þig vel Óli minn, það tekur á að keyra svona á milli. Það er ekki fyrir hvern sem er að gera það, en auðvitar vonar maður að þú verðir um kyrrt. Hef ekki neina trú á að einhver sem að efast um að hafir ekki Grindavíkur hjarta, ef svo er þá veit sá hinn sami ekkert ;)

Helgi Már (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:11

2 identicon

óli, þið arsenal menn megið ekki missa ykkur i gleðinni yfir að hafa unni nokkra leiki, við utd menn munum enda á toppnum, sjáðu bara til:)

Denni (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:28

3 identicon

ég spáði arsenal í 4-5 sæti en þar sem tottenham eru bunir að skíta uppa a bak þá spai ég ykkur 3 samt flottir þessa stundina en maraþonið er rett ad byrja spurning hvort þetta verður svona gott i 7 mánuði í viðbót

andri steinn (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:10

4 identicon

rétt sem andri segir, efast um að arsenal haldi þetta út

Denni (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:54

5 identicon

Hvað er það í spilamennsku liðsins sem segir ykkur að þeir haldi þetta ekki út? Eru þeir bara heppnir? Eru þeir of gamlir? eru þeir of ungir? Er stjórinn reynslulítill? er lítil stemmning í hópnum? Ég get ekki fyrir mitt litla líf séð það að þetta lið sé að fara að gefa eftir. Allt saman ungir leikmenn sem eiga nóg eftir og eru mjög hungraðir eftir að efasemdarmenn eins og þið skjótið þá niður þó að einhver Henry hafi farið

sjö-an (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:57

6 identicon

ekkert eins og staðan er i dag en biddu bara

andri steinn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:18

7 identicon

Óli arsenal endar i 2 sæti, þeir hafa ekki tuagarnar að keppa á móti united, bara min skoðun

denni (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:05

8 identicon

Taugar?? Þeir eru einu ári þroskaðari en í fyrra og þá unnu þeir United tvisvar. Veit ekki af hverju þeir ættu ekki að hafa taugar í þá? En þeir eiga sjálfsagt ekki eftir að halda þessum dampi allt tímabilið en mikið svakalega eru þeir góðir í dag. 

sjö-an (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:21

9 identicon

reynir sandgerði var á toppnum eftir eina umferð í sumar

orri (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:34

10 identicon

Vel mælt síðasti ræðumaður!!!!

GB@. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:43

11 identicon

Grindavík var nú líkt við Arsenal í sumar, svipaður bolti.

sjö-an (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:41

12 identicon

hvad er ad fretta af lemahn er hann bara ad drulla yfir allt arsenal liðið maðurinn er náturulega bara vitleisingur....

andri steinn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 02:30

13 identicon

Eini maðurigeneral yfrir 10 negerastrakumnn með viti i þ

essum  hop.

Walby (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband