Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Lokaorð

Það er með miklum trega og erfiðleikum sem að ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Grindavík. Það var orðið nokkuð ljóst í lok sumars að ég var að þreytast mikið á keyrslunni sem spannar nú 3 ár og 7mánuði. Ég skoðaði alla möguleika á að halda áfram því að auðvitað hefði maður kosið að geta klárað sig í Grindavík og var jafnvel búinn að skoða þann möguleika að flytja aftur suður, en aðstæður leyfðu það bara ekki og því fór þetta svona. Eftir að hafa legið yfir þessu alla helgina og velt mér fram og aftur upp úr málunum varð þetta raunin. 

Ég hef spilað með mfl Grindvík síðan í júlímánuði 1994 og æft síðan 1991 sem að er jafnvel fæðingar ár leikmanna sem eru í meistaraflokki í dag. Maður hefur gengið í gengnum erfiða tíma og góða tíma og sem betur fer standa þeir góðu uppúr og það að hafa tekið á móti bikar fyrir liðið mitt núna í haust er nokkuð sem fer á sama stall og fæðing sona minna. 

Nú tekur við nýr kafli hjá mér sem er vissulega vissulega mikil áskorun. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýliða Fjölnis og vonandi næ ég að nýta reynslu mína úr Grindvík í að hjálpa Fjölni að verða að öflugum úrvalsdeildarklúbb. 

Ég geng nú sáttur og stoltur frá borði og vona heitt og innilega að Grindavík gangi sem best. Ég þakka öllu því frábæra fólki í kring um klúbbinn gott samstarf og eins stuðningsmönnunum sem sýna vonandi skilning á þessari erfiðu ákvörðun. Ég á eftir að hitta flesta leikmenn og þjálfara persónulega og þakka fyrir mig og svo hittumst við nátturlega á vellinum í sumar. 

Með vinsemd og þökk

Óli Stefán Flóventsson 

 


Fréttir af leikmannamálum!!

Það var mikið að eitthvað er að frétta af leikmannamálum liðsins.

 

Var að sjá þessa frétt á mbl.is.

 

Húni Kjerúlf 


Arsenal-Man Utd

Já það verður líf og fjör á morgun. Einn af kannski þremur til fjórum stærstu leikjum ársins þegar mínir menn taka á móti Rauðu djöflunum úr Manchester borg. Ég græt það nú svolítið að vera í London á þessum tíma en komast samt ekki á leikinn en ég fékk að vita að ég væri að fara þangað núna í vikunni þannig að fyrirvarinn var of skammur en maður finnur sér bara Nallapub og skemmtir sér þar með ekta Arsenalmönnum. Nú er það bara stóra spurningin "hvernig fer leikurinn??" Ég ætla að segja 2-1 fyrir Arsenal auðvitað og segi að Hleb skori fyrst áður en að Giggs jafni. Þannig verður staðan í hálfleik en þegar svona 7 min eru til leiksloka kemur Gallas fram í horni og skorar eftir frábæra sendingu Fabregas. Síðustu minutur verða svo magnaðar þar sem Man Utd sækir stíft en Almunia bjargar meistaralega í tvígang, fyrst frá Teves og síðan frá Rooney, við lítinn fögnum Lehmanns á bekknum.

Óli Stefán 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband