Allt og ekkert

Svona til þess að þessi síða detti ekki út verður maður að henda inn færslum svona af og til allavega. Núna er ekki mest að gera í boltanum hjá okkur þannig að ég læt það bara vera að bulla um hann núna. Enski boltinn er hins vegar alveg á fullu og stórleikir í hverri viku. Á sunnudag spiluðu mínir menn í Arsenal á móti Púllurum og var ég bara mjög ánægður með þá. Þeir sýndu bara að þeir eru komnir til að slást á toppnum og ekkert mehe með það. Svo verð ég að kommenta aðeins á búningana hjá þeim en þetta eru flottustu varabúningar sem ég hef séð þá spila í og svei mér þá ef þeir eru ekki bara flottari en aðalbúningarnir sem eru þó flottir líka.

Þessa dagana er bara allt of mikill frítími fyrir mann. Um sex þegar maður er vanur að vera að sprikla á fullu eru stundum dauðir tímar núna. Í gær gerði ég mér lítið fyrir og horfði á eina af uppáhalds myndum The Usual Suspects Ég fór síðan að spá í hvaða myndir þetta eru sem menn geta kallað uppáhals mynd. Orri er líklega með Hulk og Spiderman. Andri Steinn gæti ég trúað að haldi uppá myndir sem Meg Ryan leikur í og Gummi Bjarna Austin Powers myndirnar. Prufum að taka test á þetta og þið hendið inn allavega tveimur uppáhalds myndum ykkar. Mínar koma hér, The Usual Suspects og Shawsank redemtion

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alæta á myndir en die hard serían rush hour og beverly hills ninja með chris farley eru ofarlega í huga

orri (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:24

2 identicon

tekk undir með beverly hills ninja chris var allgjör fagmaður annars er ég mest i jim carry allar myndir með manninum eru snild séstaklega the mask :)

andri steinn (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:33

3 identicon

Bestu myndirnar eru stór myndirnar Boondock Saints og Snatch mæli með að allir horfi á þessar myndir

denni (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 18:35

4 identicon

Sammála þér óli með shawshank redemption.. besta mynd í heimi.. Svo finnst mér líka eins og Denni djöfull... boondock saints..

Bogi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:59

5 identicon

Sammála með Boondock Saints, hún er í topp 2.....en engin mynd kemst þar sem Walk the line er með hælana....case closed!

Nonni (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:12

6 identicon

eigum við að ræða þetta eitthvað,ef við förum í aulahúmorinn þá tölum við um Baseketball, Old School og Napoleon Dynamite.  Ef við förum í heimildamyndir, sammála nonna með walk the line, þó svo að ég sé mjög ósáttur með þá mynd því kallinn gerir mörg mjög flott lög eftir að myndin endar og síðan er alltof mikið gert út á pilluát og bjórdrykkju,  síðan er Cocaine Cowboys snilldar mynd, sá hana ekki alls fyrir löngu og rifjaði hún upp fyrir mér margar minningar úr ameríkunni þar sem helmingurinn af því sem talað er um er bara liggur við á skólalóðinni sem ég var.  Síðan erum við komnir út í Braveheart, Scarface, Boondock Saints, Shawshank, Godfather. Þetta eru allt sígildar myndir en það var aftur á móti ein mynd sem kom mér verulega á óvart og það var mynd sem hét Arlington Road, kannski ekki margir sem kannast við hana en hún endaði svo rosalega skemmtilega, ekki alveg eins og a llar þessar amerísku. 
Síðan er líka gaman að sjá Sean Penn HELmassaðan í Mystic River og Ben Stiller myndirnar eru allar skemmtilegar í grínmyndapakkanum, Along Came Polly sígild, ásamt Dodgeball, Zoolander og fleiri góðum. Tala nú ekki um Wedding Crashers með Owen "Suicide" Wilson og Vince Vaughn. En þetta er bara svona smjörþefurinn af góðum myndum, ég gæti haldið hérna áfram í alla nótt. Takk fyrir mig ;)

eyjobro (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 04:46

7 identicon

Við töluðum um tvær en ekki 20 þarna álfurinn þinn. Arlington Road var það ekki myndin með Tim Robins? Einhver hriðjuverka mynd? Ef svo er þá er ég sammála því að hún var frábær. Ég á tvo uppáhalds leikara Al Pacino og Jack Nicholson og elska allar myndir með þeim en hvorug þessara mynda skartar þeim félugum. Myndin sem ég elska mest með Al er Scent og a woman og Jack á myndina A few good man. Annars eru flestar myndir með þessum snillingum mjög ofarlega á lista hjá mér

sjö-an (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband