Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Spá

Spá fyrirliða og þjálfara liða í fyrstu deild er að byrtast þessa daga á www.fotbolti.net. Fyrirliðar og þjálfarar spá vinum okkar úr Reyni Sandgerði 12.sæti en auðvitað vonum við að sú spá rætist ekki. Spennandi verður að sjá hvar við verðum í röðinni en við vorum vanir því að vera neðarlega í spánni í úrvaldsdeildinni utan tímabilsins 2003 þegar okkur var spáð titlinum.

Óli Stebbi


2 vikur í fyrsta leik

                                                                              Já nú eru bara rétt 2 keflavik_8877[1]vikur í fyrsta leik og ekki laust við að menn séu aðeins farnir að spá í sumrinu. Þar sem við erum að spila í b deild í fyrsta skipti síðan 1994 þá er það svolítið skrítið fyrir okkur að vera að fara að spila við lið sem við höfum bara ekki spilað við áður. T.d hef ég aldrei spilað við Reyni S, Njarðvík, Leikni, Víking Ó, Fjarðarbyggð, Fjölni áður í deildarkeppni eða bikar. Við byrjum sjálfsagt á einum af 5 erfiðustu leikjum sumarsins því Stjörnumenn hafa verið að spila mjög vel í vetur og unnu okkur t.d í lengjubikarnum 5-0. Við erum með tvo sterka leikmenn í banni þá Ray Jónsson og Albert Ara þannig að róðurinn verður enn þyngri en ella. Fyrsti heimaleikurinn er síðan á móti Leikni úr Breiðholti og þriðji leikurinn er fyrir norðan á móti KA. Í svona móti er mjög mikilvægt að byrja vel og ef við förum í gegnum þessa leiki með allavega 7 stig þá verð ég nokkuð sáttur. Að lokum vil ég láta áhugasama um stuðningsklúbb vita af sofnfundi sem verður í vikunni en hann verður auglýstur vel hér á síðunni. 

Óli Stebbi


Gestabók

Það væri gaman að fá ykkur sem eruð að kíkja á þessa síðu til að skrifa í gestabókina. Ekki leiðinlegt að fá hugmynd um hver er að lesa þetta rugl okkar.

p.s Ekki þú vera að skrifa Gunnar Már, við vitum alveg að þú liggur yfir þessu dag og nótt 

Óli Stebbi 


Takkaskór

 Núna þegar grasið er óðum að grænka þá eru menn sjálfsagt að gera það upp við sig hvernig skómimages[1] þeir ætla að vera á í sumar. Þetta er nátturlega risaákvörðun því menn verða auðvitað að vera sáttir við skóna sem þeir spila í. Skómálin hjá okkur fótboltamönnum eru reyndar oft á tíðum frekar furðuleg og eru menn stundum ekki menn með mönnum nema skórnir séu þeim mun meira áberandi. Grindavík er á Umbro samning og eru skórnir frá þeim ágætir. Persónulega hef ég alltaf spilað í Adidas og þá Predator típunni. Einnig hef ég spilað í Copa mundial sem eru sjálfsagt vinsælustu skór frá upphafi. Núna á þessu tímabili er ég búinn að ákveða að breita til og færa mig yfir til erkióvinanna í NIKE. Þar fann ég þessa líka fínu skó sem kallast Nike Legend sem eru ekkert ósvipaðir Copa. Ég hef svakalega trú á þessum skóm en síðast þegar ég spilaði í nike þá var ég í Þrótti Nes og skoraði í þeim 7 mörk í 8 leikjum. Hvort það hafa verið skórnir, það verður bara að koma í ljós í sumar, reyndar var ég í fremstu víglínu í gamla daga en þeirri öftustu núna. 

Óli Stebbi 


Til leikmanna

Þeir sem eiga eftir að skila inn gjafabréfi með happdrættisvinningi......

Ekki seinna vænna að fara að drífa í því. 

Dregið á næstu dögum.

E.H.

gananoque1999bbqfundraiser2_500w_framed

Ingvar sá um að draga í fyrra.

Takið eftir svipnum á honum. 


Til hamingju Grindavík

skofla08[1] 25/4 verður hér eftir stór dagur fyrir okkur Grindvíkinga, ekki bara fyrir það að fyrra barn mitt var skráð á þennan dag, heldur að í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi. Þetta mun verða mikil lyftistöng ekki bara fyrir fótboltann heldur allt íþróttalíf okkar. Tímar í íþróttahúsinu losna og við fótbolta menn og konur fáum nú loksins skjól yfir höfuðið yfir vetrartímann. Húsið verður held eg 50x70 m og á að vera tilbúið um áramótin. Það er Grindin sem sér um að koma húsinu upp.

Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG tók þessa fyrstu skóflustungu og var það vel við hæfi. Gulli hefur í gegnum tíðina unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir okkur.

Til hamingju Gulli og allir Grindvíkingar

Óli Stebbi


Getrauna/tippleikur

Jæja þá er komið að bráðabana í tippleiknum góða. Það voru um 10 með 10 rétta þannig að næstu helgi fáum við þessa 10 til að tippa seðil og vonandi fáum við úr því skorið hver sigrar. Á sunnudag er síðan stefnt að því að draga í happadrættinu og birtum við nöfn vinningshafa hér á síðunni. Endilega fylgist með því að það er fjöldinn allur af góðum vinningum í boði.

Óli Stebbi


Framhaldið

Það er frí á morgun og æfing mið fim og fös, frí á laugardag og svo er stefnan að taka æfingaleik við úrvalsdeildarlið á sunnudag. Í dag eru akkurat 3 vikur í fyrsta leik og ekki laust við að það sé smá tilhlökkun í gangi. Við erum byrjaðir að æfa á grasi sem er nokkuð sem ekki mörg lið geta státað sér af og vonandi náum við smá forskoti á hin liðin þar. Reyndar er þessi fyrsti leikur okkar á gervigrasi þannig að það hjálpar okkur kannski ekki í þar Crying

Óli Stebbi 


Stigaleikur-önnur sería

Í dag byrjaði önnur þáttarröð stigaleiksins. Eyþór og Abbi unnu fyrsu seríuna með 19 stig og Eyþór var í sigurliði dagsins. Við æfðum í Reykjaneshöllinni vonandi í síðasta skipti í ár. Þetta var flott æfing og var tekið vel á því. Denni Crane var aðalmaðurinn og varði drengurinn á köflum fáránlega. Annars voru menn mishressir einhverra hluta vegna og sumir það slappir að þeir mættu hreinlega ekki:)

Stigaleikur

Eyþór 3

Paul  3

Scotty 3

Óli Daði 3

Magnús Bjarni 1

Helgi M  1

Orri 3

Ray 3

Markó 3

Goran 3

Ég gaf Helga Má og Denna stig en þeir skiptu í hálfleik þannig að þeir voru í sigurliði og tapliði

Óli Stebbi

 


Ný könnun

keflavik_8877[1]Nú ætlum við aðeins að taka púlsinn á ykkur sem ætlið að mæta á leiki í sumar. Við erum semsagt að vinna í því með nokkrum góðum mönnum að stofna stuðningsmannaklúbb. Stefnt er á að stofnfundur verði í kringum mánaðamótin. Klúbbmeðlimir koma til með að fá allskonar tilboð á leiki og góðan aflslátt á búningum og öðrum búnaði sem er nauðsynlegur í svona dæmi. Við viljum fá sem flesta í þetta með okkur, bæði kyn á öllum aldri. Gerum þetta að frábæru knattspyrnusumri sem ekkert okkar kemur til með að gleyma.

Óli Stebbi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband