Grindavik - ÍBV

Við spiluðum við Eyjapeyja á laugardaginn í Reykjaneshöllinni og endaði leikurinn 5 - 2 fyrir okkur.  Við byrjuðum þennan leik með látum og vorum komnir í 2 - 0 eftir 7 mínútur með mörkum frá Andra og voru bæði mörkin mjög glæsileg eða eftir samspil upp allan völlin þar sem spilað var með einni snertingu.  Eyjamenn minnkuðu svo munin í sinni fyrstu sókn á 10 mínútu með góðu skoti stöngina og inn eftir að okkur mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu.  það sem eftir lifði hálfleiks stjórnuðum við leiknum og létum boltann ganga mjög vel á milli manna og sköpuðum okkur mörg góð færi en nýttum aðeins eitt þeirra þegar Scotty skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir að Andri hafði lagt boltann út á hann.  Staðan í hálfleik var því 3 - 1 og hálfleiksræðan hjá jankó var eftirfarandi,  "úúúúfff strákar þetta er frábært,palli og svenni inn og scotty og emmi út".  Við komum heldur ryðgaðir út í seinni hálfleikinn enda alltaf erfitt að halda út svona tempói  í langan tíma á þessum árstíma.  Eyjamenn komust aðeins betur inní leikinn og var jafnræði með liðunum en við alltaf líklegri til að bæta við mörkum og eftir enn eina hraða sóknina hjá okkur þá skoraði Svenni gott mark eftir góða fyrirgjöf frá Jobba.  Jobbi kórónaði svo frábæran leik með góða skoti á vítateigslínunni eftir samspil upp allan völlinn.  Ég held að við höfum sýnt það í þessum hvað við getum verið gríðarlega flott lið þegar allir eru samstilltir á að spila hratt og stutt, Ungu strákarnir Bogi,Alex,Jobbi og Ási voru líklega allir að spila sinn besta leik fyrir félagið og eiga þeir mikið hrós skilið eftir þennan leik. Afmælisbarnið hann Óskar sem var 19 ára á laugardaginn var mjög öruggur að vanda og aðrir leikmenn skiluðu sínu og gott betur en það.  liðið var eftirfarandi, óskar í markinu.  vörnin var ási,eysteinn,bogi og jobbi. miðjan var emmi,orri,jói og alex og frammi voru Andri og scotty.  Inná komu svo Palli,Svenni,Villi,Markó,Óli Daði og Magnús Þormar

 kveðja vinurinn


Reynir - Grindavik

ekki get ég nú sagt að við höfðum boðið upp á mikinn samba bolta í þessum leik, menn virkuðu mjög þungir eftir jólasteikurnar og engan vegin tilbúnir til að spila þennan leik.  Við unnum þennan leik 2 - 1.  mörk okkar í þessum leik skoruðu emli daði og andri en hann gerði það eftir frábæran undirbúning hjá palla en hann notaði glænýja skotbrellu sem virkar þannig að hann þóttist skjóta með vinstri en skaut í hægri löppina á sér og lagði þannig boltann fyrir sig á meðan varnarmennirnir stóðu agndofa eftir og svo sendi hann glæsilega sendingu á andri sem hreinlega gat ekki annað en skorað.  þess má geta að hann magnús markmaður varði víti í leiknum.  liðið var eftirfarandi  Magnús í markinu, vörnin var Vilz,eysteinn,ási og ray.  miðjan var scotty,jói,orri og Emil daði og frammi voru andri og palli.

Grindavik - Reynir

Vil minna á leik sem við eigum á morgun laugardag á móti Reyni Sandgerði í reykjaneshöllinni og hefst hann kl 16:00.  Við áttum að spila við aftureldingu en það var ekki hægt vegna þess að völllurinn er þakinn snjó og vil ég hvetja alla til þess að koma og kíkja á okkur.

kveðja vinurinnn


Æfingar á nýju ári

Þá er jólafríið góða búið og æfingarnar byrjaðar á fullu aftur.  Við æfðum í Reykjaneshöllinni í gær á nýja grasinu og var það alveg frábært, var kannski pínu sleipt á köflum en ekki ætla ég að kvarta yfir því.  æfingin í dag fellur niður vegna veðurs enda ekki skrýtið því maður þarf hreinlega að moka sig út úr húsinu og er þetta örugglega mesti snjór sem ég hef lent í hérna frá því að ég flutti fyrir 4 árum.  Fyrsti leikur hjá okkur á nýju ári er á móti Aftureldingu í mosó á laugardaginn klukkan 12 held ég og hvet ég alla til að mæta og skoða okkar lið því við höfum verið að spila ágætis bolta í þessum æfingarleikjum okkar.  þetta er fyrsti leikurinn okkar í smá leikjatörn en við spilum líka við Íbv og keflavík á næstunni.

Svo að sjálfsögðu stend ég við mín orð um jólaglöggið og er ykkur hér með boðið heim til mín á laugardaginn eftir leik í grill og game, spurning hvort ingvar komi jafn vel æfður og í síðasta game, en endilega kvittið ef þið ætlið að koma.  Makar eru velkomnir en endilega reynið að skilja þær eftir heimaGrin.

vinurinn


Fylkir - Grindavik

Það var galvaskur hópur sem mættur var í Egilshöllina á laugardagsmorgunin til að spila við Stjána vald og félaga úr Fylki.  Byrjunarliðið okkar var eftirfarandi.  Magnús Þormar í markinu, Ray,Eysteinn,Orri og Svenni í vörninni.Alex,Markó,Jói H og Óli Baldur á miðjunni og Emmi og Scotty frammi.  Bekkurinn var Villz,Milos og óskar.  Meðalaldur allra leikmanna Grindavíkur í þessum leik er um 22 ár og þó nokkrir leikmenn að stíga sín fyrstu spor með meistaraflokknum. Fylkismenn voru í við hættulegri í byrjun leiks en við áttum þó okkar spretti og átti til að myndi Emmi fínt færi en hitti ekki markið en smám saman náðum við að færa okkur framar og eftir fína sókn fékk scotty boltann úti hægra megin og lék á eina 10 fylkismenn og sendi boltann fyrir markið þar sem Alex kom og setti boltann í tómt markið.  En strax í næstu sókn náðu Fylkismenn að jafna með skoti fyrir utan teig sem við hefðum átt að koma í veg fyrir og 5 mínútum seinna skoruðu þeir annað mark með góðu skoti utarlega í teignum eftir klaufagang í vörn okkar.  staðan í hálfleik var því 2 - 1 fyrir Fylki en við þó síst lakari aðilinn í leiknum.  í seinni hálfleik gerðist lítt markverkt og var lítið um marktækifæri en áttum við þó það helsta er óli Baldur skaut í innanverða stöngina eftir góða sókn.  Villi kom inn fyrir Jóa og Milos fyrir Emma.  Í heildina getum við verið sáttir með margt en ljóst er að Fylkisliðið hefur greinilega spilað meiri fótbolta heldur en við og því komnir í betra form en ég held að við höfum sínt það að við getum mætt hvaða liði sem er á fótboltalegri getu og áttum við góðar rispur þar sem við létum boltann ganga vel og létum þá hlaupa og hlaupa á eftir honum en herslumunin vantaði  til þess að við kæmum okkur í góð færi.  Ég held að ég hafi átt tilþrif leiksins þegar ég var að sækja boltann eftir að hafa fengið högg á hnéð og ég dofnaði og dofnaði í löppinni og á endanum gat ég ekki stjórnað henni og féll glæsilega í jörðina við mikil hlátrasköll meðspilara minna.

kveðja Vinurinn


Grindavík - Reynir

í dag spiluðum við okkar fyrsta leik á undirbúningstímabilinu og var það gegn nágrönnum okkar úr sandgerði.  hópurinn okkar var nú ekki nema 15 leikmenn að ég held og fengu allir að spila.  Byrjunarliðið var óskar í markinu,Óli Daði, Orri, Ray og Svenni í vörninni og á miðjunni voru Óli Baldur, Palli, Markó og Alex og í sókninni var Emil Daði og Scotty. Villz, Viktor,Milos og Magnús Þormar voru á bekknum.  Við byrjuðum þennan leik nokkuð vel og héldum boltanum vel innan liðsins og komust fljótlega yfir með góðu marki Scottys að ég held.  eftir þetta var jafnræði með liðunum en við þó alltaf líklegri til þess að skora og fengum þó nokkur færi og átti Ray glæsilegt langskot og minnstu munaði að hann hafi hitt grindverkið fyrir aftan markið, glæsileg tilþrifSmile.  Við skoruðum svo annað gott mark og var þar að verki Emil Daði að mig minnir en ég bara man hreinlega ekki hverjir skoruðu og í hverri röð en maður verður bara að reyna.  Staðan var 2 - 0 í hálfleik og í seinni hálfleik skipti Jankó um leikmenn og komu ungu strákarnir bara nokkuð vel inní leikinn.  Við bættum við 2 mörkum sem Alex og Svenni skoruðu og urðu lokatölurnar 4 - 0 á baráttuglöðu liði Reynis.  Ég held að við höfum sýnt að við getum verið hörku fótboltalið þrátt fyrir að liðið okkar líti kannski ekkert sérstaklega vel út á pappírnum en þegar við erum tilbúnir til þess að gera það sem við gerum best sem er að láta boltann ganga hratt milli manna þá getum við verið erfiðir viðureignar.  Svo verð ég að minnast á tilþrif leiksins en þau áttu engin annar en Villz en hann fékk boltann undir mikilli pressu á kantinum, lék á hvern Reynis manninn á fætur öðrum og þeir áttu engan aðra kosti heldur en að sópa undan honum löppunum við endalínu, glæsilegur sprettur og heyrðist í stúkuni að annar eins sprettur hafi ekki sést síðan 87 þegar Rúnar Sigurjónsson geystist upp kantinn á móti Víðismönnum en nóg í bili.

kveðja Vinurinn


Lokaorð

Það er með miklum trega og erfiðleikum sem að ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Grindavík. Það var orðið nokkuð ljóst í lok sumars að ég var að þreytast mikið á keyrslunni sem spannar nú 3 ár og 7mánuði. Ég skoðaði alla möguleika á að halda áfram því að auðvitað hefði maður kosið að geta klárað sig í Grindavík og var jafnvel búinn að skoða þann möguleika að flytja aftur suður, en aðstæður leyfðu það bara ekki og því fór þetta svona. Eftir að hafa legið yfir þessu alla helgina og velt mér fram og aftur upp úr málunum varð þetta raunin. 

Ég hef spilað með mfl Grindvík síðan í júlímánuði 1994 og æft síðan 1991 sem að er jafnvel fæðingar ár leikmanna sem eru í meistaraflokki í dag. Maður hefur gengið í gengnum erfiða tíma og góða tíma og sem betur fer standa þeir góðu uppúr og það að hafa tekið á móti bikar fyrir liðið mitt núna í haust er nokkuð sem fer á sama stall og fæðing sona minna. 

Nú tekur við nýr kafli hjá mér sem er vissulega vissulega mikil áskorun. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýliða Fjölnis og vonandi næ ég að nýta reynslu mína úr Grindvík í að hjálpa Fjölni að verða að öflugum úrvalsdeildarklúbb. 

Ég geng nú sáttur og stoltur frá borði og vona heitt og innilega að Grindavík gangi sem best. Ég þakka öllu því frábæra fólki í kring um klúbbinn gott samstarf og eins stuðningsmönnunum sem sýna vonandi skilning á þessari erfiðu ákvörðun. Ég á eftir að hitta flesta leikmenn og þjálfara persónulega og þakka fyrir mig og svo hittumst við nátturlega á vellinum í sumar. 

Með vinsemd og þökk

Óli Stefán Flóventsson 

 


Fréttir af leikmannamálum!!

Það var mikið að eitthvað er að frétta af leikmannamálum liðsins.

 

Var að sjá þessa frétt á mbl.is.

 

Húni Kjerúlf 


Arsenal-Man Utd

Já það verður líf og fjör á morgun. Einn af kannski þremur til fjórum stærstu leikjum ársins þegar mínir menn taka á móti Rauðu djöflunum úr Manchester borg. Ég græt það nú svolítið að vera í London á þessum tíma en komast samt ekki á leikinn en ég fékk að vita að ég væri að fara þangað núna í vikunni þannig að fyrirvarinn var of skammur en maður finnur sér bara Nallapub og skemmtir sér þar með ekta Arsenalmönnum. Nú er það bara stóra spurningin "hvernig fer leikurinn??" Ég ætla að segja 2-1 fyrir Arsenal auðvitað og segi að Hleb skori fyrst áður en að Giggs jafni. Þannig verður staðan í hálfleik en þegar svona 7 min eru til leiksloka kemur Gallas fram í horni og skorar eftir frábæra sendingu Fabregas. Síðustu minutur verða svo magnaðar þar sem Man Utd sækir stíft en Almunia bjargar meistaralega í tvígang, fyrst frá Teves og síðan frá Rooney, við lítinn fögnum Lehmanns á bekknum.

Óli Stefán 


Allt og ekkert

Svona til þess að þessi síða detti ekki út verður maður að henda inn færslum svona af og til allavega. Núna er ekki mest að gera í boltanum hjá okkur þannig að ég læt það bara vera að bulla um hann núna. Enski boltinn er hins vegar alveg á fullu og stórleikir í hverri viku. Á sunnudag spiluðu mínir menn í Arsenal á móti Púllurum og var ég bara mjög ánægður með þá. Þeir sýndu bara að þeir eru komnir til að slást á toppnum og ekkert mehe með það. Svo verð ég að kommenta aðeins á búningana hjá þeim en þetta eru flottustu varabúningar sem ég hef séð þá spila í og svei mér þá ef þeir eru ekki bara flottari en aðalbúningarnir sem eru þó flottir líka.

Þessa dagana er bara allt of mikill frítími fyrir mann. Um sex þegar maður er vanur að vera að sprikla á fullu eru stundum dauðir tímar núna. Í gær gerði ég mér lítið fyrir og horfði á eina af uppáhalds myndum The Usual Suspects Ég fór síðan að spá í hvaða myndir þetta eru sem menn geta kallað uppáhals mynd. Orri er líklega með Hulk og Spiderman. Andri Steinn gæti ég trúað að haldi uppá myndir sem Meg Ryan leikur í og Gummi Bjarna Austin Powers myndirnar. Prufum að taka test á þetta og þið hendið inn allavega tveimur uppáhalds myndum ykkar. Mínar koma hér, The Usual Suspects og Shawsank redemtion

Óli Stefán


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband