Arsenal-Man Utd

Já það verður líf og fjör á morgun. Einn af kannski þremur til fjórum stærstu leikjum ársins þegar mínir menn taka á móti Rauðu djöflunum úr Manchester borg. Ég græt það nú svolítið að vera í London á þessum tíma en komast samt ekki á leikinn en ég fékk að vita að ég væri að fara þangað núna í vikunni þannig að fyrirvarinn var of skammur en maður finnur sér bara Nallapub og skemmtir sér þar með ekta Arsenalmönnum. Nú er það bara stóra spurningin "hvernig fer leikurinn??" Ég ætla að segja 2-1 fyrir Arsenal auðvitað og segi að Hleb skori fyrst áður en að Giggs jafni. Þannig verður staðan í hálfleik en þegar svona 7 min eru til leiksloka kemur Gallas fram í horni og skorar eftir frábæra sendingu Fabregas. Síðustu minutur verða svo magnaðar þar sem Man Utd sækir stíft en Almunia bjargar meistaralega í tvígang, fyrst frá Teves og síðan frá Rooney, við lítinn fögnum Lehmanns á bekknum.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli þetta liggur klárt fyrir, vidic skorar 1-0 og síðan jafnar fabregas með frábæru einstaklings framtaki og síðan setur rooney hann seint i siðari halfleik og tevez innsiglir þetta í uppbótartíma, 1-3 fyrir mínum mönnum.

Denna djöfull (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:54

2 identicon

Þá held ég að Lemmi verði nú kátur hehe

sjö-an (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:41

3 identicon

ég ætla ad bíða með allar yfirlýsingar þó svo ég sé mjög yfirlýsingar glaður i garð minna manna t.d spáði ég okkur 3-0 léttum sigri daginn fyrir þróttaraleikinn en þar steinláum við,sem eg mann reyndar ekki eftir  þar sem eg var ny kominn ur fæðingu hja konunni og gleymdi gjörsamlega öllu. skóm, legghlýfum, boll ,og bara öllu :) áfram man utd

andri steinn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:18

4 identicon

þetta reikningsrugl er að gera mig brjálaðn, í hvert skipti sem maður ætlar að KOMMENTA þá þarf ég að fara að sækja vasareikninn, en óli, þetta verða allt mörk sem manuel almunia ræður ekki við, annars mun hann standa sig vel í leiknum, hef mikla trú á þessum markmanni

denni (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 04:33

5 identicon

jæja arsenal marði jafnteflið á loka mínutunum það sem mér fannst um leikinn þá var hann samt nokkuð jafn arsenal samt meirra með boltann og man u ad keyra á þá ronaldo og hleb sem eru svona að búa mest allt til voru báðir teknir úr umferð í dag og gattu ekki mikið ,en og aftur heldur fabregas áfram ad slá í gegn því markið hans var allgjör snild tók hann niður inn i teig a móti man utd nokkuð gott það.en svona aðeins til ad bögga olsen (óla stéfan) þá trúði ég varla mínum eiginn augum þegar ég sá arsenal fagna sem óða menn eftir leikinn jaftefli á heima velli og það var eins og menn hefðu bara unnið hm en baráttan er rétt ad byrja nóg eftir :) áfram man utd

andri steinn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:08

6 identicon

gleymdi ad commenta á almunia hann er nátturulega alllvvvveeeegg skellfilega leillegur í marki nu er lehman ánægður heheheh

andri steinn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband