Efstir eftir daginn í dag!

Já við gerðum góða ferð í borgina í dag. Átta galvaskir Grinvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu riðilinn sinn og eru þar með komnir í átta liða úrslit íslandsmótsins innanhús. Við spiluðum við Þrótt Reykjavík fyrst og unnum þann leik nokkuð sannfarandi 4-3. Það var sérstaklega gaman að vinna þann leik því Keli gamli vað að spila á móti okkur. Næst var það FH en það fór ekki jafn vel því við töpuðum þeim leik 4-1. Spurning hvor við höfum ekki bara verið að vanmeta þá. Vélin hrökk svo í gang í síðasta leiknum okkar og þar unnum við Sindramenn 11-1. Með því að klára þá svona unnum við riðilinn með jafnmörg stig og Þróttur og FH en með langbesta markahlutfallið. Átta liða úrslitin byrja síðan kl 11 í fyrramálið og þar mætum við Óðni Árna og félögum í Fram. Gaman að þetta hafi gengið svona vel því við erum sjálfsagt eina liðið í þessu móti sem æfir ekki neitt innanhús. Þeir sem spiluðu í dag voru Helgi M, Óli Stefán, Eysteinn, Eyþór, Andri Steinn, Palli, Þorfinnur, Alex og Scotty. Rúnar Sigurjóns stjórnaði okkur svo af stakri snilld. Spurning hvort Eggert Magnússon viti af honum í stjórastarfið hjá West Ham...

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband