Þjálfaralausir Grindvíkingar í Garðabæ

Á köldu föstudagskvöldi þann 24.nóv komum við saman á æfingu í Garðabæ. Þó að kalt hafi verið í P6227325[1]veðri var nú samt töluvert hlýrra en síðasta föstudag. Þegar æfingin byrjaði tóku menn eftir því að þjálfarann vantaði. Hann var þó ekki rekinn heldur skrapp hann helgarferð heim til Júgó. Kannski hann taki með sér kippu af leikmönnum til baka hver veit? Auðvitað, eins og reglur segja til um, þegar vantar þjálfara eða eða dómara eða bara eitthvað þá er sá elsti látinn í starfið. Nú hver er þá elstur eftir að Keli og Gestur fóru??? Jú þótt ótrúlegt sé þá er það austfirðingurinn knái Eysteinn Húni Haukson Kerúlf. Það er alveg óhætt að segja að hann hafi skilað þjálfarastarfinu með miklum sóma og úr varð þessi líka fínasta æfing. Eftir létta upphitun var tekin létt skotæfing. Að lokum tókum við spil og ekki bara venjulegt spil heldur eldri yngri spil. Þeir sem hafa verið í fótbolta þekkja allir stemmninguna í kringum eldri yngri. Þetta er ekki ósvipað stemmaranum á Arsenal-Tottenham og Liverpool-Everton leikjum. Það var engin breyting á því í kvöld. Við vorum sjö á móti sjö og til að gera langa sögu stutta þá unnu eldri á úrslita marki en þeir gerðu þetta ótrúlega erfitt fyrir sig. Gamlir komust tvisvar þremur mörkum yfir en seiglan í yngri var svakaleg og alltaf jöfnuðu þeir. Það kom sem sagt til úrslita marks og þar vóg reynslan þungt og eldri kláruðu þetta. Þeir félagar Eyþór Atli og Andri Steinn voru saman í yngri og geta nú rifist um hverjum þetta tap var að kenna

Á morgun er síðan Íslandsmótið innanhús og þar mætum við galvaskir til leiks. Eins og áður hefur komið fram hérna erum við ekkert að taka þetta mót of alvarlega. Að sjálfsögðu eins og alltaf þegar við spilum undir merkjum Grindavíkur leggjum við okkur alla í þetta en umfram allt reynum við að hafa sem mest gaman að þessu. Þetta mót verður innlegg í móralsbankann okkar en það er kannski hægt að koma því áfram að mórallinn hefur sjaldan eða aldrei verið betri og þannig höldum við því út tímabilið.

Nú er komin upp umræða innan hópsins hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því að búP6227417[2]a til alvöru stuðningsmannaklúbb. Öll helstu lið landsins eru komin af stað með þetta og ef við gerum ekkert í þessu núna koma Hvítu Riddararnir frá Sandgerði og hirða af okkur stúkuna næsta sumar. Við viljum leggja okkar af mörkum og hafa verið valdnir tveir leikmenn til að vinna í þessu með áhugasömum. Það eru þeir Orri Hjaltalín Óskarsson og Óli Stefán Flóventsson. Við viljum endilega biðja áhugasama að hafa samband við þá og saman búum við til alvöru stuðningsmannaklúbb.

Leikmenn meistaraflokks óska Guðmundi Andra og Rannveigu til hamingju með litla prinsinn þeirra

Óli Stebbi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hamingjuóskir Gummi og Rannveig!!!

 (loksins tók einhver af skarið og vann markvisst í að útvega nýjan leikmann)

 Hver tók þessa fallegu mynd af okkur í Eldri vera að fagna sigurmarkinu í gær?

 Kveðja,

 Coach Carter 

Eysteinn (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband