Deildin

Deildin fer að verða svona eins og menn spáðu því Þróttur og Fjölnir eru komin í annað og þriðja sæti. Allir leikir eru mikilvægir í þessari skemmtulegu deild og á föstudag er það Leiknir á Gettógránd. Á sama tíma er Þróttur að spila við Stjörnuna úti og Fjölnir við Fjarðabyggð úti. Þarna eru liðin fyrir neðan okkur að tapa stigum hvernig sem þeir fara þannig að það er gríðalega mikilvægt að klára okkar leiki. 

Ég rak augun í spjallið á umfg.is áðan þar sem það hefur heldur betur lifnað við. Spjallið hefur ekki verið virkt lengi en nú taka menn við sér þegar eitthvað neikvætt er í gangii. Guðmundur Andri ákvað að taka sér hvíld frá boltanum og ber okkur bara að virða þá ákvörðun hans. 

Að lokum vil ég óska þeim Elínborgu og Önnu til hamingju með sætið í u19 landsliðinu og að hafa staðið sig frábærlega þar. Ég las ansi skemmtilegt viðtal við þær vinkonur fyrir síðasta leik okkar. Þar héldu þær því fram að Jón Gísla væri betri kokkur en ég og vil ég hér með leiðrétta það. Ég er eðalkokkur og nýti mér Matarástina mína í hverri viku. Margrét kona Jóns sagði mér síðan að hann ætti í erfiðleikum með að rista sér brauð svo slæmur kokkur væri hann. Þá er það komið á hreint.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara áskorun á sjöuna að bjóða þessum stúlkum í mat og heilla þær þannig að þær svari svona spurningu´"rétt" næst !!! hmm

PRÓ (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:13

2 identicon

Hehe já það er spurning að gera það. Sérstaklega þar sem ég veit að Ingvar pabbi Elínborgar er með eintómt sjoppufæði heima. Pizzur og hamborgar í hvert mál hjá honum

sjö-an (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband