Grindavík-Stjarnan

Á morgun spilum við við Stjörnuna úr Garðabæ hér í Grindavík kl 20.00. Þetta er gríðalega mikilvægur leikur fyrir okkur því að Þróttur og Fjarðabyggð eiga að spila og því ljóst að í það minnsta annað liðið tapar stigum.

Við fórum nokkrir í Njarðvík á dögunum og sáum þá spila við Stjörnuna. Njarðvík vann 3-1 en Stjarnan missti tvo leikmenn útaf þannig að tölurnar segja ekki allt. Stjarnan átti alveg sín færi en Njarðvík nýtti sín betur.

Ljóst er að þessir tveir leikmenn þeirra verða í banni en ég tók eftir því að miðjumaður þeirra ,sem mér fannst besti leikmaðurinn á móti okkur í fyrri umferð, var í banni en ég held að sá kappi heitir Halldór Orri. Einnig ber að hafa góðar gætur á einum besta framherja deildarinnar, Guðjóni Baldvinssyni.

Af okkur er það að frétta að Paul kemur til baka úr banni og munar það um minna fyrir okkur. Við Paul höfum verið tæpir af meiðslum en verðum líklegast báðir klárir. Guðmundur Andri hefur ákveðið að taka sér smá frí frá boltanum og vonumst við bara eftir því að sjá hann sem fyrst aftur. Helgi Már er einnig að koma allur til og er byrjaður að æfa alveg á fullu.

Eins og áður segði verður þessi leikur gríðalega mikilvægur fyrir okkur. Síðasti leikur okkar var kannski ekki sá skemmtilegasti en það kemur fyrir hjá öllum að ekki sé alltaf boðið uppá skemmtilegan leik. Aðalatriðið er að við töpuðum ekki og erum enn einir í topp sætinu. Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið til að mæta og hjálpa okkur í yfir þessa hraðahindrun.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við njarðvíkingarnir (skrítið að segja þetta) vorum nú nokkuð mikið sterkari en þetta stjörnulið þarna um daginn óli minn, þeir voru með eitthvað vanmat sem varð þeim að falli, ég myndi segja að það sem þarf að passa í þessu er kantarinn sem var vinstra megin, hann kom af stað nokkrum góðum sóknum hjá þeim, en síðan er guðjón baldvins nokkuð sterkur, en að þú skulir segja að tölurnar segji ekki allt er bull og vitleysa, því þessi leikur hefði getað endað svona 7-2 fyrir njarðvík ;)

eyjobro (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:09

2 identicon

Ég veit vel að þið voruð töluvert sterkari en það voru sóknir sem þeir hefðu getað klárað betur. Var virkilega ánægður með ykkur og með svona spilamennsku gætuð þið laumað ykkur í evrópusæti;) 

Sjö-an (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband