Íþróttir | 23.4.2008 | 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það urðu tveir keppendur efstir og jafnir í getraunaleiknum.
Það voru þau Sigrún Hauksdóttir og Emil Daði Símonarson. En þau fengu bæði 9 rétta.
Það er því ljóst að haldinn verður bráðabani á milli þeirra tveggja og verður hann auglýstur hér á síðunni.
Það á einnig eftir að draga út happdrættisvinninga og koma upplýsingar um vinningshafa að því loknu hér inn.
Lokastöðuna má sjá með því að smella á linkinn hér að neðan.
Íþróttir | 11.4.2008 | 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þegar 4 leikjum er ólokið í leiknum er staðan nokkuð jöfn og ljóst er að það eru margir sem gætu sigrað þennan leik en hann klárast um næstu helgi og því kemur það í ljós hver verður hlutskarpastur og hlýtur titilinn tippkóngur Grindavikur 2008
smelltu á linkinn til að fá upp stöðuna
Íþróttir | 31.3.2008 | 13:02 (breytt kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er komið að Getraunaleiknum okkar. Fyrstu leikirnir eru um næstu helgi og er hægt að nálgast seðilinn hjá leikmönnum meistaraflokks. Í fyrra vorum við með um 2oo þátttakendur og er stefnan tekin á að endurtaka þann leik. Það var gríðarleg spenna í fyrra og voru 11 spilarar jafnir og þurfti að fá bráðabana til að knýja fram úrslit. Staðan verður sett upp hér jafnóðum og leikirnir spilast og væri það mjög gaman ef það væri hægt að fá góða stemningu og góða umræðu hér um leikinn. Vinningarnir eru mjög góðir og eins verður dregið úr happadrætti.
vinurinn
Íþróttir | 3.3.2008 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir hönd meistaraflokks vil ég þakka þeim öllum sem komu á herrakvöldið og sýndu stuðning sinn í verki við fjáröflun okkar fyrir utanlandsferðinni til Portugal í apríl. Vona að allir hafi skemmt sér vel og komast lifandi heim.
kveðja vinurinn
Íþróttir | 24.2.2008 | 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki var nú það nein frægðarför sem við fórum í Keflavík á laugardaginn til að spila við Blikana í okkar fyrsta leik í Lengjubikarnum. leikar enduðu með 5 - 1 tapi og skoraði Undra steinn mark okkar eftir hornspyrnu. Við spiluðum ágætlega fyrstu 60 mínúturnar í leiknum en eftir það þá hrundi leikur okkar eins og spilaborg og við gáfum þeim allt of ódýr mörk í lokin. Næsti leikur okkar er um næstu helgi á móti Selfoss í Reykjaneshöllinni og þá lofa ég betri spilamennsku hjá okkur. Liðið var eftirfarandi. Magnús Þormar í markinu, vörnin var Ray, Jobbi, Markó og Ási á miðjunni voru Scotty, Alex, Jói og Orri og frammi voru Palli og Andri. Inná komu svo Svenni, Óli Baldur, Óli Daði. Eysteinn og Bogi voru fjarverandi vegna veikinda og meiðsla.
kveðja Vinurinn
Íþróttir | 24.2.2008 | 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vil minna á að við höldum okkar herrakvöld á föstudaginn í slysavarnarhúsinu. hægt er að nálgast miða hjá Ingvari í gula húsinu. á meðal skemmtikrafta er Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og engin annar en Rögnvaldur gáfaði og ku hann vera mjög gáfaður. Daginn eftir spilum við svo okkar fyrsta leik í Lengjubikarnum á móti Breiðablik í Reykjaneshöllinni.
kveðja vinurinn
Íþróttir | 20.2.2008 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já við byrjuðum á mánudaginn á nýju æfingarprógrammi hjá þeim félögum jankó og dragan, æfingarnar samanstanda af styrktaræfingum og tempóhlaupum í nýju höllinni okkar. Það er ekki laust við að maður sé eitthvað hálfstífur og slappur þessa daganna eftir þessar æfingar. þeir ætla að koma okkur í flott form fyrir utanlandsferðina í apríl þannig að við ættum bara að geta spilað og haft gaman þarna úti í portugal og spurning hvort maður fái ekki að kíkja aðeins á golfvellina í leiðinni.
heyrst hefur......
jói helga sást í rúmfatalagernum að kaupa sér vettlinga
Eysteinn og Svenni eru búnir að stofna umræðuklúbb
Alex og Bogi fóru saman og keyptu sér klukku
Undrasteinn hefur sett markið á 30 stoddara í sumar
Íþróttir | 13.2.2008 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
við mættum Keflavik í æfingarleik í reykjaneshöllinni í gær og endaði sá leikur 0-0. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel og vorum ekki að gera það sem við erum bestir í en það er að láta boltann ganga hratt milli manna, en skjálftinn fór fljótlega úr mönnum og við fórum að vera yfirvegari á boltann og komust smátt og smátt inní leikinn og fengum nokkrar góðar sóknir en aðeins herslumunin vantaði til þess að skapa okkur góð færi. keflavík fékk 1 gott færi í fyrri hálfleik en það skot endaði upp í rjáfum, gott ef ekki að boltinn hafi losað boltana sem Ray festi upp í loft á síðustu skotæfingu. í seinni hálfleik vorum við mun betri og sköpuðum okkur nokkur dauðafæri og áttum klárlega að fá eitt víti en dómari leiksins var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu og rak Ragga Ragg og Hildi út úr húsi. en leikurinn fjaraði svo út og niðurstaðan markalaust jafntefli. það er ljóst að við hefðum að mínu mati átt að vinna þennan leik þó svo að það hafi vantað nokkra menn hjá okkur en keflavík spilaði á sínu sterkasta liði. liðið var eftirfarandi. maggi í markinu, í vörninni voru óli daði, orri, eysteinn, og ási. á miðjunni voru alex, markó, jói h og svenni og scotty og andri frammi. inná komu svo óskar, óli baldur, villz og milos.
kveðja vinurinn
Íþróttir | 5.2.2008 | 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjarðarbyggð hefur fengið góðan liðsstyrk því Grindvíkingurinn Guðmundur Andri Bjarnason hefur skrifað undir samning við félagið.
Guðmundur hætti hjá Grindavík eftir tímabilið og mun leika með Fjarðarbyggð næstu þrjú tímabilin.
Guðmundur Andri er 26 ára gamall og á að baki 67 leiki í Landsbankadeild karla og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum hjá Grindavík.
Hann lék 11 leiki með Grindavík í 1. deildinni í sumar og skoraði í þeim eitt mark. Auk þess lék hann tvo leiki með liðinu í VISA bikarnum.
Svo er það bara spurningin hvað Ray gerir í herbergismálum í portugal fyrst að Mundi er farinn.
en við leikmenn óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í framtíðinni.
kveðja vinurinn
Íþróttir | 1.2.2008 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
352 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |