Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Tap í Árbænum

Hann fór ekkert sérstaklega vel leikurinn í dag og við töpuðum 0-1. Liðið var að spila ágætis fylkir0604[1]varnarbolta en færin sem við fengum voru af skornum skammti. Reyndar fékk norðantröllið fín færi á að klára leikinn en honum voru því miður mislagðar fætur í dag. Nema þá þegar hann var sloppinn einn í gegn en þá var hann straujaður niður, ótrúlegt að enginn hafi séð það nema hann. Fylkir stjórnaði leiknum en fengu ekki nein færi til að tala um nema þá þegar þeir skoruðu. Eins og áður sagði þá vorum við að spila flottan varnarbolta en sóknarleikur liðsins var ekki að ganga sem skildi í þetta sinn. Ég er ekkert að hafa of miklar áhyggjur af því því að við eigum bara þannig leikmenn að það á alveg eftir að koma. Vörnin hefur hins vegar verið hausverkur í nokkur ár og er það ekkert nema gott mál að hún sé að smella saman.

Óli Stebbi


Skoðanakönnun

Það eru greinilega skiptar skoðanir á því hvor búningurinn sé flottari sá guli eða sá blái. Menn eru greinilega á því að þeir séu jafn flottir sem er gott mál. Guli er alltaf flottur og orðin vörumerki okkar grindvíkinga en sá blái er nátturlega stórglæsilegur og ég verð að játa það að ég kaus hann.

Óli Stebbi


Fylkir-Grindavík

Á fimmtudag spilum við okkar síðasta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Gegnið hefur ekki verið sem skildi en allt á uppleið samt. Við byrjuðum á því að spila við íslandsmeistara FH og steinláum 5-0. Næst spiluðum við við Stjörnuna og ekki fór sá leikur betur því þar töpuðum við einnig 5-0. Eftir Stjörnuleikinn var það HK og þar spiluðum við einn okkar besta leik og töpuðum mjög ósanngjarnt 0-1 þar sem þeir skoruðu úr eina færi sínu seint í leiknum. Leiðin lá norður og spilað var við KA í Boganum og þá loksins skoruðum við 2 en því miður var vörnin ekki að finna sig frekar en áður og við fengum á okkur 2 mörk. Loksins kom þetta hjá okkur og við unnum Val verðskuldað 1-0 og leiðin virtist vera uppávið en þá hrundum við aftur og töpuðum 6-2 á móti Kela og félugum í Víkingi. Eftir þetta fórum við til Tyrklands þar sem unnið var mikið í varnarleik liðsins og skilaði það sér heldur betur á móti tveimur rússnenskum liðum þar sem við vorum að fá kannski 4 færi á okkur í báðum leikjunum og þetta voru alls ekki slök lið, síður en svo. Nú á fimmtudag spilum við eins og áður sagði okkar síðasta leik í þessu móti og það er á móti Fylki. Í Fylki eru tveir leikmenn sem voru með okkur í fyrra þeir Kristján Valdimars og David Hannah. Leikurinn verður á Fylkisvelli  sumardaginn fyrsta og byrjar hann kl 14.00

Óli Stebbi


Tyrkland annar hluti

Eins og fyrsta vikan þá voru síðustu dagarnir frábærir. Við spiluðum við annað Rússneskt lið og þetta lið var eins og fyrsta liðið mjög öflugt. Leikar fóru þannig að við töpuðum 0-1 eftir að þeir skoruðu úr eina færi þeirra í leiknum. Það var nokkuð áberandi í þessum leik og sér í lagi þegar líða tók á leikinn að þreyta var kominn í mannskapinn. Menn voru þó mjög sáttir við spilamennskuna sér í lagi varnarleik liðsins sem hefur lagast mjög mikið í ferðinni.  Á lokakvöldinu fór svo fram árlegt nýliðaatriði sem tókst vel upp. Þeir Jón Ágúst, Siggi, Óli Baldur, Markó Goran og Abbi fóru á kostum og hláturinn var svo mikill að gestir hótelsins létu sjá sig við mikla kátínu. Þið fáið mikið hrós fyrir þetta kvöld nýliðar þrátt fyrir erfiða byrjun. Við tókum líka strandblaksmót sem var nátturlega frábær skemmtun en menn voru á einu máli með það að vonbyggði mótsins hafi verið Orri Hjaltalín og að tilþrif mótsins hafi Magnús  aka "Denny Crane" átt þegar hann tók þessa líka hávörnina á Orra. Tapliðið þurfti síðan að taka sundsprett í sjónum sem að þeir auðvitað gerðu. Andinn var frábær hjá okkur og þrátt fyrir minni háttar vandamál sem alltaf koma upp í svona ferðum og tókst ferðin mjög vel. Þessar ferðir eru nauðsynlegar bæði þjálfunarlega og eins móralslega því á Íslandi er undirbúningstímabilið bara alltof langt og erfitt í myrkri og snjó.

Andri og Ingvar flottir

tyrkland&barnamyndir 001

 Seinni leikur við Rússana

tyrkland&barnamyndir 041

 Ungu strákarnir að gera sig klára

tyrkland&barnamyndir 071

 Ingvar klikkar á víti í keppni fararstjórnar og sjúkraþjálfara

tyrkland&barnamyndir 075

 

Óli Stebbi


Tyrkland

Já það er óhætt að segja að veðrið leiki við okkur strákana í þessari ferð. Hitinn er á milli 20-30gráður og aldrei þessu vant þá fagnar maður hafgolunni. Ferðin hefur gengið mjög vel og eins og Eysteinn hafði orð á þá væri þetta okkar hugmynd af himnaríki ef að völlurinn væri aðeins skárri. Ég ætla að fara rétt aðeins yfir ferðina hingað til en vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að birta myndir fyrr en eftir ferð.

dagur 1Hópurinn mætir galvaskur klukkan 7 að morgni uppí Leifsstöð og í þetta sinn kom engin og seint sem hefur aldrei gerst áður. Eftir stutt veslerí og kaffiþamb var flogið af stað og framundan 5 og hálfur tími í flugi. Sumir sváfu flugið af sér og rumskuðu bara þegar það var lent í Antalya. Við komum á hótelið um 21.00 að staðartíma sem er 18.00 heima. Jankó fór yfir reglurnar og svo fóru menn í háttinnDagur 2Þessi dagur byrjaði nú ekki gæfulega fyrir Andra og Óla Stefán því þeir fóru að sofa án þess að breyta klukkunni og mættu því ekki í morgunmat og rétt vöknuðu á morgunæfingu sem var 09.30. Það voru pínulítil vonbrigði að sjá völlinn því hann var ekki eins góður og hann var í fyrra en engu að síður spilhæfur. Eftir fína æfingu var síðan sturtað sig og farið í hádegismat. Maturinn hérna er engu líkur og maður getur gjörsamlega valið úr nánast öllum matartegundum því hlaðborðin eru svakaleg. Síðan var nátturlega tölt á ströndina og menn byrjaðir að tana sig. Seinni æfingin er síðan alltaf 16.00 og ég held að menn séu sammála um að þarna hafi erfiðasta æfing ferðarinnar verið. Kvöldið var svo nokkuð notalegt bara og menn búnir að tengja flakkarana. Yfirleitt eru menn búnir á kvöldin og farnir að sofa um 23.00 en Jankó vill að menn séu komnir inná herbergi 00.00 sem að held ég hafi ekki klikkað hingað til.Dagur 3Nú klikkaði ekki nokkur sála á morgunmat og æfingarútínan gekk eins og í sögu. Á seinni æfingunni var síðan spilaður stigaleikur þar sem var stillt í nokkuð jöfn lið. Albert fór nálægt því að vinna þetta fyrsta stigamót ársins með því að vera í sigurliði og er kappinn nú með 19 stig og hefur aðeins einu sinni verið í tapliði sem er nokkuð gott. Að þessu sinni var sigurinn mjög óverðskuldaður og höfðu menn á orði að þetta hafi verið svipað ósanngjarn sigur og þegar Man Utd vann Liverpool  um daginn. Um kvöldið var tekinn póker sem Magnús “Denny Crane” Péturs sigarði glæsilega.Dagur 4Á laugardag fengu menn þær frábæru fréttir í morgunmatnum að það væri frí á morgunæfingunni. Ekki það að maður fagni því á hverjum degi að fá frí a æfingum heldur var það lúinn líkami sem fagnaði því. Menn voru búnir að taka vel á því og orðnir örmagna af þreytu. Þetta tækifæri nýttu menn í það að taka ströndina. Nú gátu menn farið í sjótæki eins og jet ski og banana sem menn gerðu. Seinni parts æfingin var síðan frekar létt og farið aðeins í taktík fyrir leikinn daginn eftir. Kvöldið var rólegt og menn farnir að undirbúa leikinn.Dagur 5 

Við fengum óvæntan glaðning í morgunmatnum því Jón Gísla formaður kom færandi hendi. Hann bauð mönnum pákaegg og menn stóðu síðan allir upp og lásu málshættina góðu. Morgunæfingin var létt og rétt farið yfir ákveðnar færslur fyrir leikinn. Leikurinn var síðan 1600 við 2deildarlið frá Rússlandi. Við fengum ágætan völl og veðrið lék við hvern sinn fingur og það má segja að það hafi nánast verið of gott því hitinn var svakalegur. Við unnum Rússana 1-0 með marki Gorans úr víti sem Andri fiskaði eftir góða sókn. Rússarnir voru svakalega skipulagðir og með gott lið og þegar líða fór á leikinn fóru þeir að liggja frekar mikð á okkur en vörnin hélt og sigurinn okkar.

 Dagur 6  

Þeir sem spiluðu leikinn tóku bara létt skokk á ströndinni um 9 en þeir sem spiluðu ekkert fóru að undir búa leik við Val. Í þennan leik fóru strákarnir úr öðrum flokki ásamt 3-4 reyndari mönnum. Valur stillti hins vegar upp svakalega sterku liði og voru allir þeirra sterkustu menn að spila.  Eftir fínan fyrrihálfleik var staðan 2-1 fyrir Val en í seinni hálfleik tóku þeir öll völd á vellinum og okkar ungu strákar réðu ekki við þessi stóru nöfn. Í þessum leik spiluðu Siggi Dodda og Jón Ágúst til að mynda sínn fyrsta meistaraflokksleik og stóðu sig vonum framar. Siggi átti eina flottustu löglegu tæklingu sem maður hefur séð þegar hann strauaði Helga Sig ,margreyndan landsliðsmann, er hann var við það að sleppa í gegn. Leikurinn endaði 6-1 og Númi Guðjóns skorðaði mark okkar manna úr víti. Gefið var síðan frí á seinniparts æfingu sem menn notuðu ýmist til þess að fara að versla en aðrir til að spila golf á þessum frábæra velli hérna.

 

Við hópinn hér úti bættust tveir leikmenn ,þeir Númi Guðjóns sem allir þekkja og síðan Bojan sem er 24 ára serbi. Hann er hafsent sem er 1,97 m á hæð og lofa þeir báðir góðu. Sreskó hefur unnið kraftaverk hér við að tjasla mönnum saman og svo sjá fararstjórarnir um að allt sé í góðu standi og hafa þeir Ingvar Jón Gísla og Bjarni Andrésar staðið sig eins og við var að búast frábærlega. Jankó og Dragan ,sem er aðstoðarmaður hans, eru með þetta mjög atvinnumannalegt hérna og það er hluti af svona ferðum að fá að lifa eins og atvinnumenn í 10 daga.

 

Óli Stebbi

 

Leitin að stöðugleikanum

Leit okkar Grindvíkinga að stöðugleikanum heldur áfram en eins og áhangendur liðsins hafa tekið eftir, hefur verið vöntun á honum í leikjum vetrarins og reyndar kemur í ljós að nokkuð hefur borið á skorti af þessu tagi undanfarin ár, ef rýnt er í sögubækurnar. 

Í fyrramál morgundagsins heldur liðið til Tyrklands eftir sterkar ábendingar um að þar sé stöðugleikann að finna, einhvers staðar í næsta nágrenni við Golf Hotel Sirene.

Samkvæmt dagatali því sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar afhenti leikmönnum í gærkvöldi, verður að leitað að meðaltali tvisvar á dag. 

Búast má við tíðindum af leitinni, hér á þessari dásamlegu síðu okkar, um leið og eitthvað fréttnæmt gerist.

E.H. 

turkish2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andri Steinn skemmti sér

konunglega í ferðinni í fyrra

turkish

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi varðmaður er talinn gæta

stöðugleikans, þar sem hann er að

finna.

Types-of-Midway(Turkish)

 

 

 

 

 

 

 

Tyrkneska liðið sem við sigruðum í fyrravor

var gríðarsterkt. Hér sjást þeir stilla sér

upp fyrir leikinn. 


Svar kvennahandboltans við Scott Ramsay?

Jújú, hvað er þetta video að gera hér á ÞESSARI síðu?........ Spyrja sjálfsagt 99% lesenda.

 

Horfið á það með fyrirsögnina í huga.

 

E.H. 


Hvað er að frétta?

Hin frábæra fótboltasíða Fotbolti.net hafði samband við okkur og bað okkur um að svara spurningum í lið hjá þeim sem heitir hvað er að fétta? Við auðvitað svöruðum eftir bestu getu en þú getur séð svörin hér

Óli Stebbi


Skotnir niður

felubirgi_small[1]Eftir að hafa verið að spila mjög vel síðasta mánuðinn vorum hreinlega skotnir niður af sprækum Víkingum í dag. Það þarf kannski ekki að hafa sérstaklega mörg orð um þennan leik því við viljum gleyma honum sem allra fyrst. Andri sjóðheiti og Goran sáu um að skora fyrir okkur í dag og á venjulegum degi þá á það að duga allavega til stigs. Varnarleikur liðsins var til skammar og þá er verið að tala um alla 11 leikmenn sem voru að spila.

Við erum núna búnir að taka mjög erfitt prógramm og spila 3 leiki á viku og nú er það að slaka vel á fyrir ferð. Mér skilst að það sé fundur á morgun eftir æfingu en æfingin byrjar 18.00 í Grindavík. 

Óli Stebbi 


Andrea Carnevale bætist í þjálfarateymi Grindvíkinga!!

Hinn heimsfrægi Andrea Carnevale er genginn til liðs við Grindvíkinga og kemur til með að sjá um sérþjálfun framherja okkar í sumar. Hann kom til landsins í gær og verður með Andra Stein, Goran og Orra á léttri æfingu á sparkvellinum í Grindavík kl. 13:30 í dag, sem hluta af undirbúningi fyrir leikinn gegn Víkingi sem hefst klukkan 17 í Egilshöll.

Carnevale, sem leggur víst mikið upp úr sálfræði framherja og hæfni þeirra til þess að sjá fyrir sér hlutina heppnast áður en þeir gerast,  lék um árabil með landsliði Ítalíu en er ef til vill þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Diego Maradona hjá Napoli á 9.áratug síðustu aldar. Hann hefur skrifað undir samning til haustsins, með möguleika á framlengingu um tvö ár, ef vel tekst tilimage003.

Carnevale, sem hefur lokið UEFA B-prófi í þjálfunarfræðum, kemur hingað til lands að tilstuðlan Davor Suker, sem er góður vinur Jankós og var mikið lagt upp úr því að hann kæmi til móts við hópinn fyrir Tyrklandsferðina.

Svo sannarlega mikill fengur þarna á ferð og greinilegt að það á að fyrirbyggja það að markaskorun verði vandamál í sumar. 

 

 

 

 

Carnevale á að baki 36 landsleiki

fyrir Ítalíu 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband