Úrslitaleikur

Jæja félagar þá er komið að því að spila stærsta leik okkar í sumar. Það er ljóst að þetta verður verðugt verkefni og langt frá því að vera auðvelt. Þróttur R hefur hundelt okkur nánast frá fyrstu umferð og okkur ekki tekist að hrista þá af okkur enda eru þeir með öflugt lið og greinilega góðan þjálfara. Við höfum verið að spila vel að undanförnu og er ég alveg klár á því að ef við hittum á góðan dag þá vinnum við.

Þróttarar eru á fullu að undirbúa stemmningu fyrir leikinn og virðist fjöldi fólks ætla að mæta. Ef einhvern tímann það hefur verið þörf á okkar fólki þá er það núna. Nú ætti okkar stuðningsmenn að taka sig til og búa til þá stemmningu sem var í Keflavíkurleiknum þegar við héldum okkur uppi 2005. Fyrst hægt var að búa til svoleiðis stemmnigu fyrir bardaga um veru okkar í deildinni, þá ætti að vera hægt að gera það sama fyrir úrslitaleik um sigur í þessari deild. 

Fjölnir sigraði Njarðvík í fyrsta leik þessarar umferðar þanning að þeir eru á hælum okkar líka. Nú held ég að við ættum að bretta upp ermar, spýta í lófanna og hrista þessi lið af okkur í eitt skipti fyrir öll.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uu óli minn það verður enginn stemmingi eins og 2005 nema að við ur 2 flokk mætum og í BJÓR. en þvi miður verðum við bara f niorðan þannig að u verður að treysta á tryggva sigga birgis og bjarka.....

villi bró (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband