Leikjaálag

Já það er óhætt að segja að það sé nóg að gera þessa dagana. Frá síðasta föstudagi þegar við spiluðum við Þrótt í deildinni og fram á mánudaginn næsta þegar við spilum við ÍBV þá erum við að spila 4 leiki á 10 dögum. Við spiluðum sem sagt við Þrótt í deildinni og unnum 2-1 æfðum sunnudag og mánudag spiluðum þriðjudag í bikarnum og töpuðum 0-1, frí í dag, æfum á morgun, spilum á föstudag við Fjölni í Grafarvogi, frí laugardag æfing sunnudag og leikur við ÍBV á mánudag. Við erum því að spila jafn marga leiki og við æfum á þessum tíma og svo er stórleikur við Reyni föstudaginn eftir ÍBV leikinn. Við nátturlega kvörtum ekkert yfir þessu en auðvitað tekur þetta á og gott að vera með stóran hóp. Að vísu hefur hópurinn þynnst jafnt og þétt síðustu vikur. Helgi Már er að byrja að skokka eftir meiðsli en ennþá er tími i hann. Mike er ennþá meiddur. Jóhann, Palli og Þorfinnur farnir í GG og Eyþór Atli hættur. Goran frá út tímabilið, Alex og Paul meiddir og ekki vitað hversu mikið sömuleiðis Scotty sem spilaði tæpur í bikarnum og gerði það illt verra. Þetta eru 10 leikmenn sem byrjuðu mótið en eru úti eins og staðan er í dag. Auðvitað er þetta ekki heimsendir og við erum ennþá með í lið. Það er líka gaman að segja frá því að í hópinn á móti Þrótti í bikarnum komu Emil Daði 18ára, Óli Daði 18 ára, Óli Baldur 17ára og Markó 16 ára. Ég vil að endingu hvetja menn til að mæta í Grafarvoginn á föstudag kl 20:00 og hjálpa okkur í gegnum þann slag. Vitað er að stuðningsmenn Fjölnis ætla að láta Andra Stein heyra það en Andri er uppalinn Fjölnismaður.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband