Góður fótboltadagur

dotcomreport[1]Þessi sunnudagur endaði með því að verða hinn besti dagur. Fyrst vann Arsenal Man utd með marki á lokamínutu leiksins, reyndar súrt að sjá ekki seinni hálfleik en við missum alltaf af seinni hálfleik leikja sem byrja 16.00 útaf því að æfingin byrjar 17.00. Svo var það annar stigaleikur ársins sem var ekki eins jafn og Arsenal Man Utd leikurinn. Vestislausir unnu þennan leik frekar sannfærandi 4-1 eftir að hafa verið undir 1-0 í hálfleik. Mikki refur kom vestunum yfir eftir einu sókn þeirra í fyrri hálfleik. Óli Stefán jafnaði leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa laumað sér bakdyrameginn í sóknina. Jóhann stórfrændi Óla kom vestislausum yfir stuttu síðar með frábæru skoti úr teignum eftir mjög góða sókn. Emil skoraði síðan 3. markið eftir að hafa "stolið" boltanum af Ray og Helga M. Það var síðan Alex sem kláraði leikinn með skoti utan af velli. 4-1 sannfærandi sigur vestislausra og gaman að því að allir Arsenalmennirnir í liðinu skoruðu þ.e Óli Stefán, Jóhann og Alex.        

Stigaleikur
   Stig
Albert6
Jóhann6
Villi6
Óli Stefán6
Óli Daði6
Palli 6
Helgi Már3
Óli Baldur3
Scotty3
Andri Steinn3
Hjörtur3
Jobbi3
Alex3
Orri3
Gummi3
Emmi3
Helgi Már3

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta var nú nokkuð öruggt allan tímann enda frekar ójöfn lið.  talaði við jankó eftir æfinguna og bað hann um að skipta í jöfn lið fyrir næsta stigaleik og hann sagðist ætla að gera það þannig að manni dauðhlakkar til næsta leiks.

orri (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:52

2 identicon

þetta var nú nokkuð öruggt allan tímann enda frekar ójöfn lið.  talaði við jankó eftir æfinguna og bað hann um að skipta í jöfn lið fyrir næsta stigaleik og hann sagðist ætla að gera það þannig að manni dauðhlakkar til næsta leiks.

orri (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:52

3 identicon

það er líka spurning hvort við notum ekki bara vinstri í næsta leik ef það verður skipt svona aftur

sjö-an (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 17:24

4 Smámynd: andri steinn birgisson

óli minn held þú ættir ad einbeitta þér af því ad sparka með vinstri áður en þú ættlar ad fara ad nota hana af einhverju ráði,nei nei þetta var óvenju slakkur dagur en sorry vestis lið ad ég meiddist þegar við vorum 1-0 yfir ef ég hefði ekki þurft ad hætta hefði þessi leikur aldrei tapast!!!!!!

andri steinn birgisson, 22.1.2007 kl. 22:29

5 identicon

svo eru menn að tala um að það vanti allt egó í þig Andri minn, þarna þekki ég þig og með svona hugarfari tapið þið kannski bara með tveimur mörkum næst

Sjö-an (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband