Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Þrottur.is

Já það er alveg klárt að þróttarar verða klárir á morgun. Það er að myndast mikil og góð stemmning hjá þeim. Spjallið hjá þeim er nokkuð virkt og eru okkur ekki vandaðar kveðjurnar hjá einhverjum stuðningsmanni þeirra. Annars hafa köttarar alltaf verið til fyrirmyndar og verða það örugglega á morgun. 

Við leikmenn eigum að mæta 12.45 í laugadalinn. Spurning um að okkar fólk mæti á svipuðum tíma á Ölver og hiti upp fyrir leikinn. Ef menn eru heitir fyrir því þá endilega komið því á framfarir í athugasemdum undir þessum pistli svo menn sjái hverjir ætla að mæta. 

Óli Stefán 


Andri Steinn

varð í gær faðir í fyrsta sinn. Hann og Helga ólu af sér stúlkubarn og heilsast þeim mæðgum vel. Við leikmenn óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju. Nú mætir Andri með fulla einbeitningu á morgun og skorar auðvitað til að geta fagnað á viðeigandi hátt.

Óli Stefán 


Úrslitaleikur

Jæja félagar þá er komið að því að spila stærsta leik okkar í sumar. Það er ljóst að þetta verður verðugt verkefni og langt frá því að vera auðvelt. Þróttur R hefur hundelt okkur nánast frá fyrstu umferð og okkur ekki tekist að hrista þá af okkur enda eru þeir með öflugt lið og greinilega góðan þjálfara. Við höfum verið að spila vel að undanförnu og er ég alveg klár á því að ef við hittum á góðan dag þá vinnum við.

Þróttarar eru á fullu að undirbúa stemmningu fyrir leikinn og virðist fjöldi fólks ætla að mæta. Ef einhvern tímann það hefur verið þörf á okkar fólki þá er það núna. Nú ætti okkar stuðningsmenn að taka sig til og búa til þá stemmningu sem var í Keflavíkurleiknum þegar við héldum okkur uppi 2005. Fyrst hægt var að búa til svoleiðis stemmnigu fyrir bardaga um veru okkar í deildinni, þá ætti að vera hægt að gera það sama fyrir úrslitaleik um sigur í þessari deild. 

Fjölnir sigraði Njarðvík í fyrsta leik þessarar umferðar þanning að þeir eru á hælum okkar líka. Nú held ég að við ættum að bretta upp ermar, spýta í lófanna og hrista þessi lið af okkur í eitt skipti fyrir öll.

Óli Stefán 


Eldri-yngri

Ekki áttu menn von á því að yngri mundu vinna í gær??? Það voru þrjár stórar ástæður fyrir því að það hefði aldrei geta gerst.

numero uno. Jankó var í  markinu hjá eldri og varði á köflum stórkostlega. Hvað eru menn eins og Jói Helga og Andri að reyna að skora hjá honum þegar þeir vita að þeir eiga ekki möguleika?

Numero........two. Gamli fór í senterinn og skoraði að sjálfsögðu sigurmarkið með stórkostlegum skalla eftir svakalega sendingu frá Nostone. (Við Eysteinn erum samtals 65ára strákar mínir)

Numero three. Það hefur ekki gerst frá því að Hjalli og Grétar Einars voru að æfa að yngri hafi unnið á æfingu.

Óli Stefán 


Óli hættur

Þó að ég sé harður Arsenal aðdáandi þá eru þetta leiðinlegar fréttir fyrir alla að Ole Gunnar Solskjær sé hættur vegna meiðsla. Maður hreinlega getur ekki annað en dáðst að ferli hans. Alltaf hélt hann tryggð við sína menn þó að margir vildu hann burt og ótrúlegri varamenn er ekki hægt að finna. Þetta er svipað áfall fyrir knattspyrnu heiminn og þegar Martin Kewon hætti hjá Arsenal. 

Óli Stefán 


Gullmoli dagsins

Fyrir þá sem skoða bloggið hans Eysteins þá vita þeir að hann kemur oft með gullsetningar frá þeim yngstu í fótboltanum en hann er að þjálfa þann aldursflokk. Það er á hreinu að þetta breytist lítið með árunum og hafa í gegnum árin komið þvílíkir gullmolar að ef maður hefði skrifað þá niður væri maður með efni í metsölubók. Í dag átti norðantröllið snilldarsetningu þegar hann var að rökræða við Paul á ensku. Paul var semsagt að skjóta á Orra með það að hann væri svo svakalega skapstór og var Orri nú ekki lengi að svara því með að segja "you don´t have money for saying that" sem á að vera á íslensku " þú hefur nú ekki efni á að segja þetta". 

Óli Stefán 


Góð staða

Mikið er rosalega gaman að skoða stigatöfluna þessa dagana. Komnir með 41 stig eftir 17 leiki er bara nokkuð vel af sér vikið. Menn voru eins og oft áður í sumar tilbúnir í slaginn í gær og uppskeran eftir því. Gaman fyrir "norðan tröllið" að setja hann á móti gömlu félugunum en pjakkurinn hefði alveg mátt setja í það minnst tvö önnur. 

Eftir viku er síðan algjör úrslitaleikur við Þrótt í Reykjavík og þann leik verðum við að vinna takk fyrir því það er ekkert annað en sigur í þessari deild sem kemur til greina.

Ég vil síðan þakka Sibba fyrir skemmtilegt videokvöld þar sem sýndur var besti Djúpu laugar þáttur sem sögur fara af. Stóribjörn er búinn að redda sumrinu hjá Jóa Helga sem hló mikið af stressinnkomunni minni.

Óli Stefán 


Loka spretturinn

Þá eru ekki nema 6 leikir eftir og við efstir með 38 stig. Þessi stigafjöldi hefur nú oftar en ekki dugað til að sigra deildina en það er nú aldeilis ekki núna. Við erum stigi á undan Þrótti sem hefur verið að þjarma að okkur í síðustu leikjum en við gefum ekki tommu eftir, það er á hreinu.

Næsti leikur verður ekkert slor og þarf maður ekki annað en að rifja upp fyrri leik okkar við Þórsara á Akureyri til að staðfesta það. Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá áttum við ekki skilið að vinna þann leik því að þeir voru mikið mun betri en við í seinni hálfleik og stóð það oft á tíðum frekar tæpt að við fengjum mark á okkur. Í stað þess að fagna stigi sem maður hefði glaður gert þá tókum við 3 stig við mikinn fögnuð.

Við erum búnir að vera flottir í sumar á móti liðum sem eiga að vera lakari en við og aldrei höfum við vanmetið eitt einasta lið. Þetta verður ein enn þrautin sem við verðum að fara í gegnum og ef það tekst þá hef ég fulla trú að við klárum þetta mót með stæl og tökum dolluna góðu í september. 

Óli Stefán 


Golf

Golfið hefur oft verið svona annað sport okkar knattspyrnumanna og er ég einn þeirra sem hef fengið þessa bakteríu. Af 25 manna hóp okkar hugsa ég að 15-20 leikmenn hafi farið í golf í sumar. Auðvitað eru menn misgóðir í þessu og hjá okkur held ég að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að Gummi Bjarna og Orri séu skástir af okkur. Andri Steinn myndi fá mestu framfarir þar sem hann byrjaði í þessu í sumar og er kominn með sett sem kostar vel á annað hundruð krónu nýttr. Þar sem golfáhugi okkar er frekar mikill væri ég til í að skipuleggja golfferð úr á land einhvern laugardaginn áður en mótið klárast. T.d væri hægt að skella sér í bústað á Flúðum og spila tvo 18 holu hringi. Hvernig myndi þetta leggjast í ykkur? Ef menn eru til í þetta endilega látið vita og gerum eitthvað í þessu.

Óli Stefán 


Æfing í dag

Kl 17.30 eftir gott helgarfrí. Von er á góðri æfingu frá karlinum þannig að það er betra að taka spariskóna með. Ég var að spá hvort við ættum ekki að klára stigaleikinn góða og skella á umferð þar til tímabili líkur? Við erum lausir við efstu menn af listanum þá Albert Ara og Eyþór Atla þannig að nú opnast möguleikar fyrir einhverja aðra að blanda sér í toppbaráttuna eins og t.d Mike og Jóhann.

Nú finnst mér líka alveg að detta tími á að gera eitthvað saman fyrir utan völlinn. Ég legg til að leikmenn komi með hugmyndir á æfingu sem skemmtinefnd tekur á móti og vinnur úr. Við höfum þrátt fyrir gott gengi í sumar verið óhemju slakir í þessu og ekki seinna að vænna en að fara að gera eitthvað í því.

Óli Stefán 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband