Loka spretturinn

Þá eru ekki nema 6 leikir eftir og við efstir með 38 stig. Þessi stigafjöldi hefur nú oftar en ekki dugað til að sigra deildina en það er nú aldeilis ekki núna. Við erum stigi á undan Þrótti sem hefur verið að þjarma að okkur í síðustu leikjum en við gefum ekki tommu eftir, það er á hreinu.

Næsti leikur verður ekkert slor og þarf maður ekki annað en að rifja upp fyrri leik okkar við Þórsara á Akureyri til að staðfesta það. Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá áttum við ekki skilið að vinna þann leik því að þeir voru mikið mun betri en við í seinni hálfleik og stóð það oft á tíðum frekar tæpt að við fengjum mark á okkur. Í stað þess að fagna stigi sem maður hefði glaður gert þá tókum við 3 stig við mikinn fögnuð.

Við erum búnir að vera flottir í sumar á móti liðum sem eiga að vera lakari en við og aldrei höfum við vanmetið eitt einasta lið. Þetta verður ein enn þrautin sem við verðum að fara í gegnum og ef það tekst þá hef ég fulla trú að við klárum þetta mót með stæl og tökum dolluna góðu í september. 

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband