Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Fyrsta deildin

Það er ekkert of mikið fjallað um annars þessa ágætu deild. Þó rekst maður alltaf á eitthvað bæði í fjölmiðlum og eins á bloggi o.s.frv. Ég rakst t.d á þessa síðu á flakki mínu á netinu í dag. Glöggir menn þekkja kannski þann speking sem kallar sig Bobby graði.

Óli Stefán


Mér finnst rigningin góð, nanananana na na

Við náðum í 3 góð stig í Breiðholtið á föstudag. Leikurinn var ekki okkar besti hingað til en sigur engu að síður. Það sem mér finnst hafa breyst mikið í sumar er það að við erum að klára leiki sem við erum ekkert að spila vel í. Síðustu sumur höfum við jafnvel tapað leikjum sem við erum betri í og munar það um minna þegar upp er staðið. Markið hans Skotty stóð uppúr leiknum en ég hef aldrei séð svona svakalegt mark á ferlinum. Það er algjör synd að það hafi ekki verið sjónvarpsvél á staðnum því þá hefði þetta mark lifað um ókomin ár.

Á miðvikudag er hörkuleikur við KA í Grindavík. KA menn hafa aðeins verið að rétta úr kútnum þannig að það er betra að vera í stuði þá. Fyrri leikur okkar við KA var í ógeðslegum kulda og ógeði fyrir norðan og þá töpuðum við okkar fyrstu stigum. Spáin er ekki góð fyrir þennan leik heldur en það er á hreinu að nú spilum við til sigurs.

Nú er verslunarmanna helgin framundan og kærkomið helgarfrí. Við erum nokkrir ásamt konum sem ætlum okkur í Húsafell og halda þar golfmót innan liðsins um helgina. Ég var að tala við Sigga storm áðan og hann sagði mér að gera ráð fyrir rigningu um land allt þannig að þá er það bara regngallinn og regnhlífin góða.

Óli Stefán


Leiknir-Grindavík

Á morgun verður enn einn úrslitaleikur okkar í þessari deild. Við spilum við Leiknismenn úr Breiðholtinu á Ghettó ground kl 20.00. Það er ljóst að við verðum að fá 3 stig úr þessum leik því Þróttarar voru að vinna Stjörnuna 1-2 nú rétt í þessu og eru því aðeins einu stigi á eftir okkur. Það eru allir klárir nema Marinko sem er tæpur og spilar því ekki. Við erum sem betur fer ekki á flæðiskeri staddir og líklega kemur Nostone son of hawk inn í hafsentinn fyrir Magga. 

Ég var á leik Stjörnunar og Þróttara og ekki get ég nú sagt að þeir hafi átt þetta skilið Þróttararnir. Jöfnunarmark þeirra kom 5min fyrir leikslok. Þeir tóku aukaspyrnu þegar markmaðurinn var að stilla upp og skoruðu í tómt markið. Sigurmarkið kom svo á 92.min þegar Þróttur fær aukaspyrnu fyrir utan. Gefið var fyrir og þróttari kýldi boltann í stöng (viljandi) og þaðan fór hann á kollinn á Eysteini Lárussyni og hann þurfti bara að setjann í tómt markið. Þetta er að falla fyrir þá núna eins og hefur gert hjá okkur oft í sumar þannig að við verðum að vera á tánum.

Óli Stefán 


Reynir Sandgerði

                                Það ereynir3r óhætt að segja að vinir okkar úr Sandgerði rói lífróður þessa dagana. Gengið hefur ekki verið gott síðustu viku og þeir fengu þungt högg í síðustu umferð frá Fjölnismönnum. Við Grindvíkingar ættum nú að kannast við þessa stöðu og ekki er nú langt síðan FH tók okkur í kennslustund í kaplakrikanum 8-0.  Ég vil þó benda Sangerðingum á það að við féllum ekki það ár heldur stóðum þéttir saman allir og enduðum í sjöunda sæti þó að útlitið hafi nú ekki verið bjart um tíma. Nú í ár fellur bara eitt lið og ekki munar miklu á neðstu fjórum liðunum þannig að það er nú alls ekki of seint að rífa sig í gang . Það skiptir ekki máli hvernig maður fellur heldur  hvernig maður fer á fætur aftur.

 

Óli Stefán 


Völlurinn okkar

Það er ekki laust við að maður hafi fyllst stolti þegar maður sá í fréttum Ísland spila við Þýskaland í Grindavík. Völlurinn er svo fallega grænn og í algjöru toppstandi. Það eru ekki mörg úrvaldsdeildarlið sem státa af svona aðstæðum. Ekki nóg með það að aðalvöllur okkar sé í toppstandi þá verður það bara að segjast eins og er að hinir vellirnir okkst eru frábærir líka. Það var ekki auðvelt mál fyrir Begga vallarstjóra að fara í skóna hans Gylfa en hann má samt eiga það að hann er að standa sig frábærlega og hann á hrós dagsins.

Óli Stefán 


Deildin

Deildin fer að verða svona eins og menn spáðu því Þróttur og Fjölnir eru komin í annað og þriðja sæti. Allir leikir eru mikilvægir í þessari skemmtulegu deild og á föstudag er það Leiknir á Gettógránd. Á sama tíma er Þróttur að spila við Stjörnuna úti og Fjölnir við Fjarðabyggð úti. Þarna eru liðin fyrir neðan okkur að tapa stigum hvernig sem þeir fara þannig að það er gríðalega mikilvægt að klára okkar leiki. 

Ég rak augun í spjallið á umfg.is áðan þar sem það hefur heldur betur lifnað við. Spjallið hefur ekki verið virkt lengi en nú taka menn við sér þegar eitthvað neikvætt er í gangii. Guðmundur Andri ákvað að taka sér hvíld frá boltanum og ber okkur bara að virða þá ákvörðun hans. 

Að lokum vil ég óska þeim Elínborgu og Önnu til hamingju með sætið í u19 landsliðinu og að hafa staðið sig frábærlega þar. Ég las ansi skemmtilegt viðtal við þær vinkonur fyrir síðasta leik okkar. Þar héldu þær því fram að Jón Gísla væri betri kokkur en ég og vil ég hér með leiðrétta það. Ég er eðalkokkur og nýti mér Matarástina mína í hverri viku. Margrét kona Jóns sagði mér síðan að hann ætti í erfiðleikum með að rista sér brauð svo slæmur kokkur væri hann. Þá er það komið á hreint.

Óli Stefán 


Grindavík-Stjarnan

Á morgun spilum við við Stjörnuna úr Garðabæ hér í Grindavík kl 20.00. Þetta er gríðalega mikilvægur leikur fyrir okkur því að Þróttur og Fjarðabyggð eiga að spila og því ljóst að í það minnsta annað liðið tapar stigum.

Við fórum nokkrir í Njarðvík á dögunum og sáum þá spila við Stjörnuna. Njarðvík vann 3-1 en Stjarnan missti tvo leikmenn útaf þannig að tölurnar segja ekki allt. Stjarnan átti alveg sín færi en Njarðvík nýtti sín betur.

Ljóst er að þessir tveir leikmenn þeirra verða í banni en ég tók eftir því að miðjumaður þeirra ,sem mér fannst besti leikmaðurinn á móti okkur í fyrri umferð, var í banni en ég held að sá kappi heitir Halldór Orri. Einnig ber að hafa góðar gætur á einum besta framherja deildarinnar, Guðjóni Baldvinssyni.

Af okkur er það að frétta að Paul kemur til baka úr banni og munar það um minna fyrir okkur. Við Paul höfum verið tæpir af meiðslum en verðum líklegast báðir klárir. Guðmundur Andri hefur ákveðið að taka sér smá frí frá boltanum og vonumst við bara eftir því að sjá hann sem fyrst aftur. Helgi Már er einnig að koma allur til og er byrjaður að æfa alveg á fullu.

Eins og áður segði verður þessi leikur gríðalega mikilvægur fyrir okkur. Síðasti leikur okkar var kannski ekki sá skemmtilegasti en það kemur fyrir hjá öllum að ekki sé alltaf boðið uppá skemmtilegan leik. Aðalatriðið er að við töpuðum ekki og erum enn einir í topp sætinu. Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið til að mæta og hjálpa okkur í yfir þessa hraðahindrun.

Óli Stefán 


Tyrkjarán í Grindavík

Orri Hjaltalín gerði sig sekan um að ræna undirritaðan besta færi síðasta leiks þegar undirritaður var búinn að koma sér í frábært færi og átti ekki annað eftir en að setja boltann í netið. Þá mætti Orri, steig hann út, og gjörsamlega eyðilagði færið . Annað eins rán hefur ekki sést suður með sjó síðan Tyrkjaránið mikla átti sér stað 20.júni 1627 eða í 380 ár.

Þorsteinn náði að festa þennan merka atburð á filmu

 

 Búinn að koma sér inn fyrir vörn andstæðinganna

gr_kff18[1]

 

 

 

 

 

 

 

Bara eftir að setja boltann í netið

gr_kff19[1]

 

 

 

 

 

 

Orri mættur með varnarmann á hælunum í skotlínunna og rænir undirritaðan færinu

gr_kff20[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftirfarandi yfirlýsing barst rétt í þessu frá hinum umdeilda Orra Frey Hjaltalín

"Ég vil biðja Óla Stefán Flóventsson, Grindavíkurklúbbinn og alla aðdáendur knattspyrnunnar afsökunar á því að hafa rænt Óla besta færi sumarsins í leiknum síðasta sunnudag við Fjarðabyggð. Ég veit í sannleika ekki hvað ég var að hugsa og Óli átti þetta síst af öllum skilið því hann er drengur góður. Maður hefur nú ýmislegt gert af sér í gegnum tímann eins og slæm bloggskrif, asnaleg rauð spjöld og hundskammað alla í kringum mig fyrir mistök sem ég hef jafnvel gert, en þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert af mér hingað til. Ég vona bara að Óli Stefán finni það í hjartanu að fyrirgefa mér og ég skal borga þetta tvöfalt til baka. 

Orri Freyr Óskarsson Hjaltalín"

 

 

 

 

Óli Stefán 


Fair play

Mark Bjarna Guðjónssonar á móti Keflavík hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Umræðan 3[1]hefur að mestu verið neikvæð enda mjög leiðinlegt atvik og ekki mikið um fair play. Hins vegar gerðist nokkuð í leik okkar við Fjarðabyggð á sunnudag sem mér finnst að menn ættu aðeins að spá í líka. Atvik þetta gerist seint í leiknum þegar hægri bakvörður Fjarðabyggðar, Andri Þór Magnússon  kemst á móti Jobba og ætlar að gefa fyrir. Það vildi ekki betur en svo að boltinn fór í mjög svo viðkvæman stað á Jobba sem steinlá eftir. Boltinn hrökk síðan fyrir fætur Andra sem komst inní teiginn algjörlega einn en í stað þess að klára sóknina lítur hann á Jobba stoppar boltann og leggur hann síðan í innkast. Ég er svo ánægður með svona framkomu og ljóst að þarna var Andri að sýna ekta fair play og á allt mitt hrós skilð. 

Óli Stefán


Sektir

Undanfarin ár höfum við leikmenn verið með sektarsjóð í gangi. Við höfum til að mynda verið að sekta menn fyrir að koma of seint, nota síma í klefanum eða að síminn hringi, gleyma fatnaði eða búnaði á æfingasvæðinu og fleira. Við höfum notað peninginn í hin ýmsu mál t.d skemmtanir liðsins, kaup á græum í klefann. Í ár höfum við verið latir í þessu og eiginlega bara lélegir. Mér finnst t.d Helgi Már sleppa þræl vel í uppáhalds sektarákvæði mínu en það er að birtast í fjölmiðlum ótengdum fótboltanum því það dregur athyglina frá heildinni. Helgi Már er að verða faðir á næstu dögum með ungri snót úr Keflavík (sem ætti að vera sekt útaf fyrir sig). Það kom þessi líka fína grein í Séð og heyrt um daginn að þau væru að eignast Batchelor barn. Þarna á Helgi semsagt að borga sekt en ég get ómöglega munað hve há sektin var. Getur Orri (sektarstjóri)ekki komið með það hér svo það sé á hreinu?

Óli Stefán


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband