Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Æfingin á morgun byrjar kl 17.00 og á laugardag kl 12.00. Svo er leikurinn við Fjarðabyggð kl 14.00 á sunnudaginn. Vill einhver í Grindavík koma þessu til Orra svo hann klikki ekki einu sinni enn á þessu. Karlinn ætti nú að vera búinn að jafna sig á tapinu á æfingu í gær þannig að það ætti að vera óhætt að heyra í honum.
Óli Stefán
Íþróttir | 12.7.2007 | 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það vekur vægast sagt furðu mína að dómarar, eftirlitsdómarar og aganefnd KSI hafi ekkert séð neitt athugavert við leik ÍA og Keflavíkur í síðustu viku . Ég telst nú vera orðinn gamall í hettunni og lifað tímana tvenna en ég man ekki eftir annari eins uppákomu í og eftir þennan umrædda leik, ömurlegt.
Það sem mér finnst ömurlegast við þetta allt saman var að fyrir þremur árum síðan sá KSÍ sig neydda til að dæma Orra Hjaltalín í eins leiks bann og sekt fyrir eitthvað sem hann skrifaði í gríni inn á bloggið sitt. Þarna var Orri að fara langt yfir strikið að þeirra mati en uppákoman í og eftir þennan umrædda leik var bara fullkomnlega eðlileg.
Í sambandi við þetta þegar Bjarni Guðjóns skoraði þá var það nátturlega ömurlegt en ég held samt að hann hafi ekki ætlað að skora. Mér finnst samt ömurlegt að spyrna boltanum aftur fyrir endamörk þegar Keflavík gaf innkast hinu megin á vellinum.
Mér fannst líka ömurlegt þegar Gísli markmaður þeirra Skagamanna fékk rautt fyrir að setja öxlina í leikmann Keflavíkur þá var bara eins og að Keflvíkingurinn hefði verið skotinn af mjög stuttu færi, slík voru viðbrögðin.
Paul fékk ekkert ósvipað rautt spjald á móti Reyni. Ég ætla ekkert að afsaka Paul neitt en mér finnst samt að það eigi að taka á þessum körlum sem vísvitandi eru að hafa áhrif á dómarann með því að kasta sér með látum í grasið án þess að það sé nokkuð að, það er barasta alveg hreint skelfilega ÖMURLEGT
Íþróttir | 10.7.2007 | 23:10 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar við spiluðum við Reyni á fimmtudaginn síðasta var það 6.leikur okkar á 13 dögum. Þó að við höfum byrjað með stóran hóp þá hefur fækkað í honum jafnt og þétt og við svona leikjaálag þá verður auðvitað meiri hætta á meiðslum en við höfum heldur betur fengið okkar skammt af þeim. Sem betur fer fórum við samt stórslysalaust í gegnum þetta tímabil og erum við núna í 10 daga fríi útaf bikarumferðinni. Þetta frí er vel nýtt því að Jankó gaf mönnum 3 daga helgafrí og við sem eigum við smávægileg meiðsl að stríða getum níðst á meistara Srecko. Liðin sem eru í næstu fjórum sætum á eftir okkur komust öll áfram í bikarnum þannig að ekkert þeirra nær eins góðri hvíld og við. Þetta getur að mínu mati verið lykilinn af því að komast upp því að næstu tveir leikir eru við lið í öðru og fimmta sæti,Fjarðarbyggð og Stjörnuna, heima. Grindavík hefur ekki tapað á heimavelli síðan 26. júlí 2005 og við erum ekkert að fara að taka upp á því núna. Reyndar bárust okkur samt leiðinlegar fréttir í dag því Micael Jónsson sem spilaði svo frábærlega í fyrstu leikjunum verður ekki meira með á þessu tímabili því hann var að fá það á hreint að hann þarf aðgerð útaf slitnu krossbandi. Við félagarnir óskum Mike góðs bata og vonum að hann komi sterkari til baka.
Óli Stefán
Íþróttir | 9.7.2007 | 23:07 (breytt kl. 23:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er sko ekki leiðinlegt að vera Grindvíkingur í dag skal ég segja ykkur. Við komum okkur í frekar þægilega stöðu með sigri á grönnum okkar úr Sandgerði. Ég ætla svosem ekkert að fara í leikinn neitt frekar en samt að minnast á þann karakter og samheldni sem einkennir okkar lið í dag. Eftir að Paul karlinn fékk rautt þá í stað þess að gefast upp þá bættu menn við og vorum í raun mikið betri einum færri. Sandgerðingar fá rós í hnappagatið frá okkur fyrir frábæra aðstöðu og umgjörð í kringum leikinn. Stuðningsmenn þeirra eru til fyrirmyndar og ég hef fulla trú á því að þeir eigi eftir að festa sig í sessi sem alvöru fyrstu deildarlið. Það var einnig gaman að því að sjá svona marga Grindvíkinga á leiknum og ég held að það sé að myndast mikil og góð stemmning í bænum. Ég get svo svarið það að þetta er farið að líta það vel út hjá okkur að Raggi Ragg skellti brosi á inní klefa og var bara þræl jákvæður.
Óli Stefán
Íþróttir | 6.7.2007 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vignir er fótboltaáhugamönnum um allt land að góðu kunnur enda gerði hann garðinn frægan hér áður með tæklingum sem enn er talað um. Reyndar er hann hvað frægastur fyrir það að hafa verið í djúpu lauginni þar sem hann sigraði, en fáir áttu von á því vegna þess að þeir sem voru með honum voru einfaldlega taldir sigurstranglegri. Karlinn er búsettur í Glasgow þar sem hann er að ljúka námi en hann fylgist mikið með boltanum hér heima og kemur á leiki þegar hann er í fríi. Í ljósi þess að við erum að fara að spila við Reyni þá er gaman að sjá hina hliðina á Vigni því að öll rauðu spjöldin 5 sem hann hefur fengið á ferlinum voru einmitt á móti þeim.
Fullt nafn: Guðmundur Vignir Helgason
Gælunafn: Einhverra hluta vegna hafa nöfn eins og Jaxlinn - Köggull - Fallegur - Prinsinn - Tuddinn - Massinn - Naglinn - Kassinn - Gaurinn - Stykkið - Kóngurinn - Iceman osfrv. loðað við mig. En þar sem ég er nú fremur hógvær þá vil ég helst láta kalla mig Vigni.
Aldur: Löglegur í "old boys" en samt í hörku formi.
Giftur/sambúð: Hvað er þetta? Mér líður eins og ég sé að fylla út umsókn hjá Lánasjóðnum.
Börn: Og aðrir minna þroskaðir menn.
Hvað eldaðir þú síðast? Eldaði í gærkveldi fyrir elskuna mína. Hafði lítin tíma en týndi það til sem var í ísskápnum. Hafði glóðasteikta humarhala með ferskum hvítlauk, brytjuðum tígristönnum og brasilískum Amazon-furuhnetum í forrétt. Stráði yfir það feskri þéttskorinni basiliku og vætti með því að kreista olíu úr nokkrum ferskum ítölskum ólífum. Skolaði því niður með hvítu Pinot Gris Reserva. Í aðalrétt eldaði ég portvíns-marenaraðar súdanskar antilópulundir með djúpsjávar söltuðum jarðeplum og styrjuhrongafroðu frá Kaspíahafi. Drakk Chateau frá Bordeaux frá fyrri uppskeru 1982 með. Í eftirrétt hafði ég svo kæstan indverskan mango-kókóshnetuís með apríkósumauki og kólómbískum toffíbættum kaffibaunum. Endaði svo á léttum expressó. Annað var það nú ekki.
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Eru til menn sem fá sér alltaf það sama? Það fer allt eftir því hvað mig hungrar í hverju sinni.
Hvernig gemsa áttu? Nýju línuna frá samstarfsverkefni Samsung, Siemens, Nokia og iPod. 15 mg, 20 megapixela digital myndavélasíma með sítengdri breiðbands netvinnslu, kjarnorku örgjörfa og 30 milljón mismunandi hringitónum. Á svo hulstur úr krókódílaforhúð. Ekki að það skipti nú annars einhverju máli.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir og fræðsluefni. Bara kerlingar eins og Sibbi sem horfa á örvæntingafullar húsmæður.
Besta bíómyndin? Fékk eitt sinn Djúpan háls með Lindu Lovelace lánaða frá Sibba. Fannst hún nokkuð góð. Vel leikin og góð sviðsmynd.
Hvaða tónlist hlustar þú á? Allt frá The Clash til Emiliönu Torrini. Bob Dylan til Sigurrósar. Einnig Jonny Cash, Massive attack, Radiohead ofl. Fer nokkuð víða. Er núna að hlusta á "Till the sun turns black" með Ray Lamontagne. Hörkugóður.
Uppáhaldsútvarpsstöð? Hlusta helst á XFM Scot um þessar mundir.
Uppáhaldsdrykkur? Vatn við þorsta, vín með mat. Pint af bjór yfir boltanum og stundum gin sem sterkari vímugjafa.
Uppáhaldsvefsíða ? Tja, einu sinni lánaði ég Nökkva Má tölvuna mína og síðan þá hefur síðan bigtits.com verið föst sem "Home"-síðan mín og ég ekki getað breytt því þrátt fyrir að hafa mikið reynt. Samt er hún ekki uppáhaldsvefsíðan mín.
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)? Nei og er voða lítið fyrir að kyssa á mér fingurna, éta gras og góna út í loftið eins og svo margir fótboltakallar gera. En fer annars alltaf í sturtu eftir leiki, finnst það alveg nauðsynlegt.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Hvísla "mamma þín er MILF" í eyrað....... nei annars ég er ekkert fyrir svona lagað.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Vil ekki útiloka neitt en það væri erfitt að spila með erlendu landsliði með íslenskt vegabréf.
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Þegar ég var ungur og vitlaus þá var það miðvarðakletturinn Pálmi Hafþór Ingólfsson, sem þá var krullhærður og með sítt að aftan. Þegar ég varð svo 12 ára áttaði ég mig á því að ég gat sett markið hærra og leit upp til Alan Hansen hjá Liverpool.
Erfiðasti andstæðingur? Spilaði einu sinni á móti Atla Eðvalds þegar hann var í KR. Hann þótti sterkur í loftinu og því var ég settur á hann. Fyrsti leikur sem hann spilaði án þess að vinna skallaeinvígi.
EKKI erfiðasti andstæðingur? Spilaði einu sinni á móti Ásgarðsliðinu í firmakeppninni. Öðru eins samansafni af wannabís og galgopun hef ég aldrei mætt.
Besti samherjinn? Verð að launa Sibba greiðann og láta það koma fram hér að krossarnir hans voru magnaðir. Poisonous!
Sætasti sigurinn? Allir sigrar eru sætir. Meira að segja þegar við unnum Njarðvík 15-0 í 6. flokki. Þeir gátu ekki neitt.
Mestu vonbrigði? Man að í stöðunni 15-0 á móti Njarðvík þá setti ég hann í innanverða stöngina. Alger vonbrigði að skora ekki.
Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool og Wimbledon
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Varnarjaxlinn Gunnar Már Gunnarsson var í uppáhaldi. Sívinnandi og eitilharður í návígum. Óstöðvandi í loftinu. Maður að mínu skapi.
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Mér fannst ég aldrei fá þá viðurkenningu sem ég átti skilið.
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Án efa, Helgi Már Helgason. Ólafur Daði er einnig framtíðarmaður í boltanum.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Mér finnst Eysteinn eiga meiri athygli skilið fyrir heiðarlegt bros og fallegan limaburð. Svo er hann herðabreiður, hermannalegur í framgöngu og ekkert fyrir það að þvo sér upp úr brúnkukremi eða hárklístri eins og svo margar MTV fótboltagelgjurnar í deildinni. Náttúruleg fegurð að austan.
Fallegasta knattspyrnukonan? Ray finnst mér bera af.
Grófasti leikmaður deildarinnar? Er Davíð Garðarsson ennþá að spila? Nei annars.....
Besti íþróttafréttamaðurinn? Samúel Örn Erlingsson. Hann hefur góð tök á íslenskri tungu og svo er dóttir hans heit.
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Henry er alltaf jákvæður. Svolítið feitur þó.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Hef heyrt að nýi aðstoðarþjálfarinn sé ekki við eina fjölina felldur.
Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei, nei geri ekki svoleiðis.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fannst drepfyndið þegar Sibbi meiddist á móti Val árið 1996. -That´s it, game over, þetta var þitt tækifæri. Svona er víst boltinn.-
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei hef þarfari hluti við tímann að gera en að hanga í tölvuleikjum.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Minn fyrsti alvöru leikur var árið 1994 á móti ÍR í 2. deildinni (núna 1. deild). Spilaði leikinn á miðjunni og var fanta góður.
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Ekki eins góð og www.grindavik.blog.is/blog/grindavik/
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Nei, en kíkti þó áðan og áttaði mig á því af hverju þessi spurning er hér.
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ég vill harðari refsingar við leikaraskap. Húðstrýkingar að leik loknum þættu mér viðeigandi. En svo skil ekki af hverju tveggja-fóta-tæklingar voru bannaðar.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Sá einu sinni Geimfarana á sviði en myndi helst ekki vilja sjá þá aftur. Flestir orðnir full gamlir og feitir fyrir "comeback".
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Tilbreytingaleysi á æfingum gat oft farið í taugarnar á mér.
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Gordon Strachan var eitthvað að reyna að ná í mig um daginn eftir að hafa séð mig spila með vinnufélögunum. Ég nennti ekki að svara en númerið hans ætti að vera einhver staðar í missed calls.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Erfitt að segja, held að ég eigi eftir að finna hann. Því meira sem ég ferðast um heiminn þeim mun fleiri staði langar mig til að heimsækja
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnana? Full dónaleg spurning að mér finnst.
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Margeir Pétursson er slyngur.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já já. Strandablak kvenna er ein af þeim.
Hver er uppáhalds platan þín? Eru þessar spurningar frá 1970? Hlusta aðallega á diska núorðið.
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Sá Sevilla vinna Espanyol í úrslitaleik UEFA um daginn á Hampden Park í Glasgow. Ég sagði þeim að ég hafi eitt sinn spilaði í Evrópukeppninni; Helgason, don´t you remember? en þurfti samt að borga mig inn.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Hefðbundnum svörtum leður fótboltaskóm.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Mig minnir að ég hafi alltaf verið hæstur í öllum greinum þannig að þessi spurning á eiginlega ekki við mig.
Óli Stefán
Íþróttir | 5.7.2007 | 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það fór mikil einbeitning í gang eftir leikinn á föstudag á móti Fjölni. Eftir þann leik var mönnum skipað að taka sjálfa sig í naflaskoðun sem ég tel að menn hafi gert. Allavega mættu menn 100% klárir í leikinn í gær og borguðu skuld sína við stuðningsmenn með góðum leik. Áhorfendur stóðu sig einnig mun betur og með þessu framhaldi verðum við í flottum málum. Nú framundan er svakalegur slagur við vini okkar úr Sandgerði. Það verður að vera sama hugarfar í þeim leik því að ef að það er eitthvað sem ég get lofað þá er það að Reynismenn koma til með að gera okkur lífið leitt. Þeir eiga líka flotta stuðningsmenn sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að sjá hvað þeir standa þétt með sínum mönnum þrátt fyrir mótbyr. Leikurinn verður á fimmtudag í Sandgerði kl.20.00 og nú hvet ég sem flesta að mæta og gefa Hvíta hernum ekkert eftir í brekkunni.
Óli Stefán
Íþróttir | 3.7.2007 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |