Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jankó lang efstur

Nú er ljóst að Milan Stefán Jankóvic er lang myndarlegasti Þjálfarinn í fyrstu deildinni.lb_janko_magnus[1] Jankó hlaut svokallaða "Rússnenska" kostningu eða 100% atkvæða. Ljóst er að þetta er gríðalegur heiður fyrir karlinn og einn ein skrautfjöðurin í safnið hjá honum. Þess má geta að skoðanakannanir Grindvík.blog.is þykja þær marktækust í bransanum ásamt Galup.

Næst ætlum við að spyrja í hvaða sæti Grindavík lendi næsta sumar í fyrstu deildinni.

Óli Stebbi


Jólafrí

Nú er komið formlegt jólafrí hjá okkur. Við erum búnir að æfa í einn og hálfan mánuð P6227417[2]og menn sammála um að þetta gangi vel. Í jólafríinu verðum við samt að skila af okkur þremur hlaupum í viku. Svo er það bara að missa sig ekki i matnum þá ættum við að koma flottir til baka í janúar. Firmamótið er líka á sínum vanalega tíma rétt fyrir áramót og allir sjálfsagt komnir í lið.

Á þessum einum og hálfa mánuði hefur Jankó verið aðalega með sendingar og móttökuæfingar og sást það vel í leikjunum sem við vorum að spila að þær eru fljótar að skila sér. Við spiluðum tvo leiki, við HK sem við töpuðum 3-2 og svo við Njarðvík sem við unnum 4-3. Jankó var nokkuð ánægður með leikina og sérstaklega að við værum allir að reyna að það sem hann leggur upp.

Við höldum síðan ótrauðir á sömu braut og þá er ekki spurning um að við eigum eftir að spila flott mót í sumar.

Úr því að við erum komnir í jólafrí þá verður minna um færslur á síðunni en endilega ef menn vilja tjá sig þá er um að gera að skrifa

Óli Stebbi

Við óskum öllum gleðilegra jóla og FARSÆLT komandi ár


Fjáröflun þann 29. des.

 Góða kveldið.

 Hjónaklúbburinn í Grindavík verður með skemmtun í Eldborg þann 29. des og okkur hefur boðist að sjá um að keyra fólk þangað og svo til baka, seinna um kvöldið.

 Setjið þetta inn í planið hjá ykkur.

  Verðið fyrir þjónustuna verður líklega 500 kr. á einstaklinginn.

 

 chauffeur

 

  Húni. 


Viðburðarík helgi að sunnudegi komin - Ramsey með sprett til baka

 Það hefur svo sannarlega verið í nógu að snúast hjá okkur Grindvíkingum þessa helgina.

 

 Á föstudaginn var spilaður æfingaleikur gegn Njarðvíkingum í Reykjaneshöllinni en þeir leika sem kunnugt er undir stjórn Grindvíkingsins góðkunna, Helga Bogasonar og hafa nú gert það síðan árið 2002, sem hlýtur að segja meira en mörg orð um ánægjuna með störf hans þar á bæ.

 Í liði þeirra má finna fleiri góðkunningja, en með þeim leika auðvitað kempurnar Albert Sævarsson, Alfreð Jóhannsson og síðast en ekki Gestur Gylfason, sem löngum "gerðu Grindavíkina fræga" hér á árum áður.  

 

 Leikurinn byrjaði rólega hvað færi varðaði en strax fór að bera á þeirri miklu baráttu sem alltaf hefur einkennt leiki þessara liða í Reykjaneshöllinni á undanförnum árum. Svo sannarlega örugglega ekkert grín að dæma þessa leiki, því ekki spöruðum við leikmennirnir heldur á okkur kjaftavaðalinn.

 Andri Steinn kom okkur í 2-0 með skemmtilegum afgreiðslum á fyrsta hálftímanum, og var gaman að sjá hvernig hann skapaði sér þau færi. Njarðvíkingar minnkuðu svo muninn úr aukaspyrnu skömmu eftir seinna mark Andra og hinn baráttuglaði Emil Símonarson kom okkur svo í 3-1 með skemmtilegu skoti fyrir utan teig sem á einhvern furðulegan hátt fór yfir Albert í markinu, sem var alls ekki illa staðsettur, og undir þverslána........Funny old game, football.... og gaman að sjá Emil stimpla sig inn með þessum hætti. Annars unnu hann og Andri varnarvinnu sína hreinlega eins og brjálaðir Færeyingar fremst á vellinum, sem gerði öðrum (og töluvert eldri) leikmönnum auðveldara með að skila sinni varnarvinnu.

  Jói húsvörður kom meira að segja um miðjan fyrri hálfleikinn og bauð háöldruðu miðvarðapari okkar Grindvíkinga og eldhressum framherjum þeirra Njarðvíkinga kaffi og teppi, til að halda á þeim hita, því eins og allir vita getur það verið mjög erfitt að standa lengi kyrr í hita sem nær ekki nema 15 gráðum......Eða að minnsta kosti fyrir þá sem alist hafa upp á Egilsstöðum eða í nágrenni.

 

 Jæja, Grindavík átti frábæran kafla um miðbik leiksins þar sem sannkallaður "Jankó-stimpill" var á liðinu. Allir á hreyfingu úti um allan völl og sendingar voru hiklaust sendar á bláa sokka um leið og þeir sáust og þannig gekk þetta oft í 20 - 30 sendingar og vonandi er þetta eitthvað sem við getum lagt áherslu á í okkar leik. Svo sannarlega allt í "þríhyrningum og slaufum" eins og maðurinn sagði forðum.

  Sérstaklega var gaman að sjá til Scott Ramsey en hann var mjög skapandi og gríðarlega frískur eftir að hann kom inná. Ekki ætla ég nú að útiloka það að hann hafi verið það líka áður en hann kom inná en ég er bara ekki til vitnis um það, þar sem ég virðist alltaf vera í byrjunarliðinu...En ég vona það að minnsta kosti ........að hann hafi verið frískur á bekknum líka.........en áfram með leikinn!!

 Já Scottie kom frískur inn og litu menn hvumsa og stóreygir hver á annan er Njarðvíkingar áttu sendingu upp í hornið og okkar maður tók 30 metra sprett...... TIL BAKA (!) og bægði hættunni frá. Höfðu elstu menn á orði að þetta hefðu þeir ekki séð Scottie gera síðan í leik með Reyni Sandgerði á sínu fyrsta ári hér á landi, en vilja þessir sömu menn reyndar meina að vegna þess hversu ungur hann var og óvanur íslenskum aðstæðum, hafi sá sprettur verið byggður á misskilningi.  

 

 Síðasta hálftímann eða svo slökuðum við Grindvíkingar allt of mikið á. Njarðvíkingar voru þá miklu betri og grimmari og minnkuðu muninn í 3-2 með þrumuskoti úr teignum og sóttu nokkuð grimmt upp úr því. Til allrar hamingju komumst við þó í eina og eina góða sókn og eftir laglegt upphlaup poppaði einn af ungu strákunum, Óli Stefán Flóventsson, upp hægra megin í teig Njarðvíkinga og hreinlega "gróf" knöttinn í mark Njarðvíkinga með hárnákvæmri ristarspyrnu. Verður sannarlega gaman að fylgjast með þessum gutta í framtíðinni. Leggið þetta nafn á minnið: Óli...Stefán...Flóventsson (með tveimur "essum").

 

 Njarðvíkingar neituðu að gefast upp, enda með afburða baráttujaxla í sínu liði og þeir minnkuðu muninn í 4-3 eftir mistök, sem voru......tja............sko.............maður bara..........PLÖÖÖÖ!

.....og það urðu lokatölur leiksins.

 

 Í gærkvöldi, laugardag, var svo leikmönnum og mökum boðið til glæsilegs jólakvöldverðar í Gula húsinu í boði stjórnarinnar, þar sem boðið var upp á hangikjöt og jafning eins og það gerist best. Þó þetta hafi vissulega verið frábært hóf þá sýndum við leikmenn ekki af okkur nógu mikinn persónustyrk þar sem við skiluðum ekki því verkefni sem okkur var ætlað. Bæta verður fyrir þetta við fyrsta tækifæri. Enginn er fullkominn og allt það.

 REEEEEEEYNDAR tóku tveir leikmenn sig til og reyndu að skemmta fólki af fingrum fram en það voru þeir D.J. Ási og gítarleikarinn Jón Ágúst (einnig þekktur sem Buddy Orbison) sem, hvor á sinn hátt reyndu að rífa upp stemmninguna með tónlistarflutningi.

 

 Annar þeirra stóð sig með hreinum ágætum.

 

 Einhvern veginn hefur mér bara aldrei þótt það við hæfi þegar maður er boðinn í mat, ég tala nú ekki um jólamat, að taka með sér sinn eigin geisladisk, skella honum í græjurnar og stilla volume takkann á 11, en það er nú bara mín skoðun. 

 

 Við leikmenn viljum nota tækifærið og þakka stjórnarmönnum og mökum þeirra fyrir þetta glæsilega boð sem ákaflega vel var að staðið á allan hátt.

 

 Þetta er Húni R. Kjerúlf.....Í Madrid 

DiegoMaradona

Scott Ramsey átti fína innkomu í gær

og lék á alls oddi á blaðamannafundi

eftir leikinn. 


Allt er breytingum háð.

Við vorum að fá þær fréttir að tvö af þeim liðum sem áttu að taka þátt í mótinu á morgun3_meistarafl2003[1] hafa dregið sig úr keppni og því dettur þetta mót niður. En flottasti þjálfarinn í 1.deild (samkvæmt skoðanakönnun) dó ekki ráðalaus heldur reddaði leik við Njarðvík kl 20.00 í Reykjaneshöllinni. Má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast og tilvalið að kíkja og sjá svona hvað koma skal þegar þessi lið mætast í sumar

Skemmtinefndin er á fullu að æfa og heyrst hefur að Ray ætli að troða upp aftur eins og hann gerði svo eftirminnilega í fyrra. Ray er nýkominn frá Filipseyjum og fékk hann rosalega kennslu á gítar þar og ætlar hann að taka lagið. Þeir sem vilja forsmekkinn geta séð hann á æfingu hér http://youtube.com/watch?v=O9mEKMz2Pvo

Óli Stebbi


Framundan.

Já það er mikið í gangi þessa dagana. Á morgun föstudag er þetta jólamót í Reykjaneshöllinni og CIMG3920[1] byrjar það kl 17.00 og verður eitthvað frameftir kvöldi. Á laugardag er síðan árlegt jólaglögg okkar í gula húsinu og byrjar það kl 20.00. Við mætum allir í okkar besta stuði með maka auðvitað. Boðið verður uppá léttar veitingar og skemmtiatriði á heimsmælikvarða. Spurning hvort Eyþór taki ekki gítarinn og söngmöppurnar með??

Illar tungur segja......

...... að það sé ekkert að gerast í skemmtinefndinni fyrir laugardaginn.

 

Það er náttúrulega bara ekki rétt. Ég þekki þá drengi sem tóku þetta að sér og þetta eru sómapiltar, allir sem einn.

Væri samt gaman ef orðrómurinn yrði kveðinn í kútinn hér í kommentakerfinu af þeim heiðursmönnum sem valdir voru til starfans.

 

Ég hef trú á ykkur.

 

Húni Kjerúlf. 

entertainment

Hér má sjá atriði frá jólasamkomunni í

fyrra. Ray Anthony fer með gamanmál. 


Skoðunarkönnun

Það er ljóst að ef það er eitthvað að marka okkur þá verður KR meistari næsta sumarkr_lid_2004[1]. Af þeim 44 sem tóku þá í þessari skoðunarkönnun þá segja 25% að KR verði Íslandsmeistari næsta sumar og 20% segja HK.

Við förum aftur að spá í fegurð þjálfara í næstu könnun og spyrjum nú hver þeirra sem þjálfa í 1.deild sé myndarlegastur og við skulum vera sanngjarnir og ekki endilega velja okkar þjálfara. Jankó verður líka ánægðari ef hann vinnur sanngjarnt.

Óli Stebbi


HK-Grindavík

Við spiluðum við HK í fífunni í kvöld og endaði leikurinn með sigri þeirra úr Kópavogsbúa 3-2. vikingur0605[1]Leikurinn var lagður upp með það sem við erum búnir að vera að æfa síðasta mánuð það er að segja stuttar sendingar og móttaka. Menn reyndu með misjöfnum árangri að spila stutt og opna svæði og framan af var það oft á kostnað varnarvinnunnar. Fyrsta mark HK var ódýr jólagjöf sem leikreyndasti leikmaður liðsins ákvað að færa Kópavogsbúum á silfurfati. Andri Steinn jafnaði leikinn með glæsilegu marki og á þessum tíma var spil liðsins að koma til. HKingar skoruðu þá tvö ágætis mörk með skömmu millibili og áður en hálfleikurinn var úti bætti Andri við öðru marki sínu og liðsins eftir fantagott upphlaup. Fjörugum fyrrihálfleik lokið þar sem menn gerði sig seka um mistök sem ég vil kalla desembermistök og kemur ekki til með að sjást þegar grasið verður grænna. Seinni hálfleikur var betri að okkar hálfu, varnarleikurinn mikið þéttari og sendingar gengu betur á milli manna. Liðið skapaði sér mörg ágætis færi og hafði nokkuð góða stjórn á leiknum. Við náðum þó ekki að jafna en margt jákvætt samt í þessum leik. Það voru margir að standa sig vel og eins og Jankó sagði eftir leik þá var hann ánægður með að menn voru að reyna. Undirritaður ætlar að taka sér það bessaleifi að velja Andra Stein og Palla menn leiksins.

 Óli Stebbi


Traustur vinur

Við leikmenn fjárfestum fyrir nokkrum árum í flottum CD player til aðislenski_draumurinn[1] hafa í klefanum hjá okkur og spila tónlist fyrir leiki og æfingar. Eysteinn bað okkur eitt sinn að skrifa á blað lög sem við vildum hlusta á og hann tók sig til og skrifaði þau síðan á disk sem var svo í tækinu á random. Eitt lagið vakti rosalega lukku strax og hefur verið spilað óhemju mikið en það er lagið Traustur Vinur. Það þekkja það lag allir Grindvíkingar enda mikið og gott lag með góðan boðskap. Ég var síðan að horfa á eina mestu snilldarmynd sem hefur verið gerð á íslandi síðan Nýtt líf var og hét, íslenski draumurinn. Hún er um hann Tóta sem er mikill snillingur og fótboltaáhuga maður, reyndar Valsari. Tóta gengur ekki allt í haginn í lífinu og er nýkominn úr fangelsi og fer að vinna sem málari með besta vini sínum honum Valla, sem leikinn er af Jóni Gnarr. Í einum kaffitímanum eru þeir að ræða málin og þá datt mér í hug þetta lag sem við erum alltaf að spila í klefanum Traustur vinur. Ég ætla að skrifa samtlalið þeirra og þið spáið í hvað heimurinn væri mikið auðveldari ef allir ættu svona traustan vin eins og Valli reynist Tóta.

  

Valli:   ..... og þá er bara eina svarið sjálfsmorð sem margir reyna sko

 

Tóti:   neineinei

 

Valli:  jújújú það er ekki spurning. Þú ert alveg búinn að missa niðrum þig sko. Þú átt bara þessa vinnu, skilurðu, sem Geiri aumkaði yfir og lét þig fá..... þú átt ekkert!!

 

Tóti: ég er góður málari sko

 

Valli: Pældu í því þú ert þrítugur og ert búinn að klúðra lífinu. Þú átt aldrei eftir að ná þér í konu því það lítur engin kona við þér, þú færð aldrei neina fyrirgreiðslu í banka, nafnið þitt er ónýtt, kennitalan þín er ónýt. Þú veist líf þítt er bara ónýtt skilurðu ............ En það er kannski ekki það versta því að peningar skipta kannski ekki máli þannig séð

 

Tóti: Þeir skipta nú einhverju máli

 

Valli: Jájá en það sem skiptir mestu máli er að þú ert búinn að missa sjálfsvirðiguna, þú ert búinn að missa álit fólks á þér þú veist fólk hugsar ekki lengur um Tóta sem þennan hressa og kraftmikla strák skilurði. Í dag hugsa allir um þig sem aumingja, þú ert bara aumingi í allra augum

 

Tóti: Finnst þér ég vera aumingi??

 

Valli: Neeei auðvitað ekki ég mér finnst þú ekkert aumingi, auðvitað ekki. En það eru bara margir sem ég hef heyrt segja það sko

 

Tóti: Að ég sé aumingi??

 

Valli: Já....... og svo þetta með hana Sól (dóttir Tóta) þú sérð hana aldrei aftur! En nátturlega það sem ég hef alltaf sagt Tóti minn að þegar eru svona erfileikar og svona vesen í gangi að þá er best að vera ekkert að hugsa um það skilurðu. Og alls ekkert að vera að velta því fyrir sér og velta sér uppúr því og svona. Það er bara vitleysa sko

 

Tóti: Ja.....ég er nú aðeins farinn að hugsa um þetta núna sko.

 

 

Óli Stebbi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband