Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
þurfa að fara að mæta með myndavél á æfingu og taka þetta upp. Því ef þetta er til á myndbandi þá er ekki hægt að rengja þetta. Að þessum orðum sögðum þá ætla ég að láta hérna myndband fylgja sem þið getið metið og rökrætt fram og til baka.
Íþróttir | 11.12.2006 | 18:59 (breytt kl. 19:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú bíða menn og konur um allt land með fiðring í maganum yfir því hvað strákarnir í skemmtinefndinni verða með í pokahorninu í Gula húsinu um þarnæstu helgi.
Þeir eru víst alveg Á FULLU að undirbúa.
Spennó.
Húni Kjerúlf
P.s. Þetta er eina myndin sem náðst hefur af leynilegum æfingum skemmtinefndarinnar sem fara víst fram í kjallara pósthússins.
Orri reiknaði greinilega ekki með ljósmyndara þarna.
Íþróttir | 11.12.2006 | 13:12 (breytt kl. 13:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gunnar Már Gunnarsson snillingur og fyrrverandi hægri bakvörður okkar, er að aðstoða Jankó þessa dagana. Fyrir þá sem ekki vita er Gunni eini leikmaður Grindavíkur sem hefur átt skot í stöng í úrslitaleik bikarsins en það gerðist árið 1994 á móti KR. Ég spurði Jankó hvort ekki væri ráð að koma Gunna bara í form og nota hann næsta sumar en Jankó karlinn vildi frekar bíða eftir Degi syni Gunna, því hann hafði ekki trú á að Gunni kæmi sér í form fyrir næsta sumar. Eftir að hafa séð þessa mynd af Gunna þá skil ég Jankó bara þræl vel. Bíðum bara eftir Degi Inga ég held að það marg borgi sig
Óli Stebbi
Íþróttir | 11.12.2006 | 01:00 (breytt kl. 05:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já samkvæmt þeim sem tóku þátt í þessari skoðanakönnun okkar þá er Willum Þór myndarlegasti þjálfarinn í úrvalsdeildinni og Magnús Gylfa í öðru sæti. Þessir snillingar eru vel að þessu komnir enda fjallmyndarlegir báðir tveir. Næst sjáum við hvaða lið við höldum að verði íslandsmeistarar næsta haust.
Íþróttir | 10.12.2006 | 11:42 (breytt kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki var leikur í dag eins og fyrirhugað var. Ástæða þess er að faðir Ólafs Ólafssonar lést fyrir skömmu. Við vottum Óla okkar dýpstu samhúð. Þess má geta að Óli spilaðu með okkur hér áður fyrr og þjálfaði marga af strákunum sem eru að koma upp í meistaraflokk.
Leikurinn við HK stendur og er hann á á þriðjudag í Fífunni kl 18.15 og hvetjum við sem flesta að mæta og sjá hvernig liðin standa núna. Svo næstu helgi verður hraðmót í keflavík þar sem við spilum við suðurnesjaliðin. Spilað verður 11 á móti 11 og leiktími 27min
Við höfum æft af krafti og gaman að sjá það að böggið á suma er að borga sig og menn svara því í verki eins og á að gera. Æfingarnar hjá okkur verða til 20.des og byrjum aftur 10.jan.
Síðasta færsla hjá okkur eftir meistara Eystein Húna Hauksson var blogg dagsins hjá mbl.is. Eysteinn er með blogsíðu http://frequencykenneth10.blogspot.com/ og hvet ég alla til að kíkja á hana og lesa pistlana hans.
Óli Stebbi
Íþróttir | 9.12.2006 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undur og stórmerki áttu sér stað í Reykjaneshöllinni í kvöld er Andri Steinn Birgisson, oft kenndur við Beckham fjölskylduna, enn oftar kenndur á skemmtistöðum og verður líklega kenndur sem kúrs við Mannfræðiskor Háskóla Íslands eftir frammistöðuna í kvöld, lenti óvart í sigurliði á æfingu, en leita þarf aftur til maí mánaðar ársins 1998 til að finna hliðstætt dæmi á knattspyrnuferli þessa dagfarsprúða Grafarvogsbúa.
Andri Steinn fór gjörsamlega á kostum í kvöld og skoraði 2 fantagóð mörk í vægast sagt ótrúlega óvæntum sigri Vesti Athletic á Mislitum & Hove Albion, 4-3. Mislitir, sem skörtuðu stórstjörnum á borð við Húna Kjerúlf og Stefáni Flóvents og hafa ekki tapað leik á heimavelli í vel á fimmtánda ár, áttu sér aldrei viðreisnar er Andri Steinn hreinlega dansaði í kringum þá í allt kvöld.
Þögn sló á Jóa húsvörð er lokaflaut hins serbneska og gjörspillta dómara Milan Jankovic gall, þar sem hann hreinlega neitaði að trúa því að Andri hefði verið í sigurliði. Hann stóð svipbrigðalaus sem steinrunninn fyrir framan inngang salarins og var þar enn er síðustu menn voru að yfirgefa svæðið um stundarfjórðungi fyrir miðnætti. Ekkert þýddi að reyna að ná sambandi við hann og neyddust sumir leikmanna til að skilja eftir verðmæti þau sem þeir höfðu fengið að geyma í afgreiðslunni, sökum þessa.
Á meðan var Andri Steinn borinn grátandi gleðitárum samtals átta hringi í kringum völlinn á gullstól félaga sinna sem gátu ekki leynt furðusnortinni gleði sinni yfir þessum óvænta árangri, sem enginn hefði vogað sér að veðja á fyrirfram.
Andri Steinn var að vonum sleginn að æfingu lokinni: "Ja, ég er bara enn að ná mér niður eftir þetta og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Þetta bara féll fyrir mig í dag og.....já ,ég bara veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Ég bara hreinlega trúi þessu ekki!!."
En hverju þakkar Andri, sem greinilega átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum, árangurinn?
"Náttúrulega fyrst og fremst þrotlausar æfingar. Það er náttúrulega ekki spurning. Ekki get ég sagt að ég hafi aldrei misst trúna á að ég gæti endað í sigurliði því ég missti hana endanlega eftir að við töpuðum niður 2-0 forystu á þremur mínútum í lok síðustu æfingar. Það er kannski bara trikkið.....að missa trúna" sagði þessi geðþekki Grafarvogsbúi brosandi og blikkaði blaðamann hressilega áður en hann valhoppaði glaðlega í áttina að bíl sínum, blístrandi Dallas stefið.
Nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lýsti því yfir í sérstöku hófi sem haldið var eftir æfinguna að hér eftir yrði 5. desember opinber frídagur í Grafarvogi.
Hins vegar verður 3 mínútna þögn við Stúdentagarðana.
hbg@frettablaðið.is
Íþróttir | 6.12.2006 | 00:52 (breytt kl. 08:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | 5.12.2006 | 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður er farinn að hálf vorkenna Andra Steini. Ekki nóg með það að tapa nánast undartekningalaust á æfingum heldur þarf karlgreyið að keyra með mer og Eysteini á milli og hlusta á montræðurnar allar 45 min sem tekur að keyra á milli. Reyndar er hann að bjóða hættuni heim fyrir hverja æfingu með þessum yfirlýsingum alltaf. Í gær var æft í Reykjaneshöllinni og ekki er hægt að segja að það hafi verið fjölmennt. Annar flokkur var í verðskulduðu fríi eftir góðan leik við Afturelding á lau. Svo vantar líka nokkra góða menn sem eru í prófum eða í ferðalögum víðsvegar um heiminn. Þeir sem mættu gerðu samt ótrúlega gott úr þessari æfingu. Boðið var uppá sendingaræfingar og skotæfingar sem gengu vel fyrir sig. Í skotæfingunni var gerð keppni og voru tveir og tveir saman sem fengu fyrirgjöf sem átti að klára. Það lið sem var fyrst uppí tíu mörk vann og til að gera langa sögu stutta unnu þeir félagar Andri og Orri. ( til hamingju með það strákar mínir ) En svo kom að alvörunni og við skiptum í tvö lið. Andri og Orri lentu saman í liði og voru yfirlýsingarnar þannig að halda mætti að þeir hefði unnið meira ein einn leik á þessu tímabili. Nú þeir reyndar byrjuðu betur og komust tveimur mörkum yfir og var staðan þannig þegar 2 min voru eftir og þeir meira að segja farnir að tefja. Okkar lið setti þá bara í þriðja gír og smelltu þremur mörkum í lokin og auðvitað eitt bjöllumark bara svona til að gera þeim þetta erfiðara.
Eins og ég skrifaði áður um að það yrði leikur á þriðjudag þá var það misskilningur. Ekki það að það sé erfitt að skilja meistara Jeeenkó. Fyrsti leikur okkar verður semsagt á laugardag við Aftureldingu í Mosfellsbæ. Þriðjudaginn eftir spilum við svo við HK í Fífunni.
Óli Stebbi
Íþróttir | 4.12.2006 | 06:18 (breytt kl. 06:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag lékum við í 2.flokknum gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í faxaflóamótinu en leikurinn fór fram á nýjum gervigrasvelli þeirra heimamanna. Við mættum á staðinn og áttum í fyrstu erfitt með að átta okkur á því hvar þetta gervigras var en Áslaugur Andri taldi víst að þetta gervigras væri ekki lengra en 70 metrar. Ekki ljái ég honum það þar sem völlurinn var snævi þakktur og samkvæmt mínum heimildum var ástæðan sú að ekki væri ennþá búið að kveikja á hitanum í vellinum.
En allavega þá hófst leikurinn og var svolítill hrollur í mönnum en við komumst þó yfir snemma leiks þegar Óli Baldur afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir frábæran undirbúning Emils. Heimamönnum tókst að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan jöfn þegar menn gengu til leikhlés.
Síðari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri og spiluðum við léttleikandi einnarsnertingar bolta og fólk hefði vart séð mun á okkar spili og Barcelona....Allavega skilaði þessi spilamennska sér þegar Óli Daði stangaði hnitmiðaða hornspyru Óla Baldurs í netið og við komnir aftur með verðskuldaða forystu.
Heimamenn voru segir og tókst að lauma einu marki í viðbót en létum við engan bilbug á okkur finna og nú var röðin kominn að Markó sem líkt Óli D. stangaði knöttinn í netið nú eftir horn frá Jobba og vildu menn meina að tilburðir Markós í loftinu minntu á tilburði fyrrverandi leikmanns og fyrirliða Grindavíkur sem nú er þjálfari liðsins(ætli þeir séu skyldir?). Þegar þarna er komið var ekki mikið eftir en við vorum nú ekki alls kostar hættir en Jobbi rak svo sjálfur endahnútin á þetta með föstu og hnitmiðuðu skoti sem markvörður Aftureldingar átti ekki möguleika á að verja.
Úrslitin sem sagt 4-2 fyrir okkur og samkvæmt Jankó var maður leiksins Magnús Bjarni a.k.a Denni Crane og var hann vel að nafnbótinni komin þar sem hann átti ófáar vörslur og ekki var á nokkurn hátt hægt að skrifa þessi 2 mörk heimamanna á hann.
Ágætisleikur að okkar hálfu þó svo að auðvitað sé enn langt í land enda er aðeins desember mánuður og nokkrir ekki í sínu besta formi.
En ætli ég láti þetta ekki duga að sinni og vil ég óska sjálfum mér til hamingju með að að hafa verið á undan Andra Steini að fatta hvernig ætti að blogga...
Jón Ág. (Nonni)
Íþróttir | 3.12.2006 | 00:19 (breytt kl. 00:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælir herramenn.
Ég var að senda tilkynningu til Palla netmeistara um að koma auglýsingu um bóksöluna inn á heimasíðu UMFG. Þar setti ég nafnið mitt og síma en það sem kemur þar í gegn vegna þessarar auglýsingar rennur að sjálfsögðu í sameiginlegan sjóð.
Einnig setti ég inn línu þar sem ég bað alla sem hafa verk að vinna eða vita af heppilegum fjáröflunum, að hafa samband.
Haldið áfram að sjá hvort þið eigið ekki möguleika á að selja einhverjum þessa snilldarvöru og hafið einnig augun opin fyrir efnilegum harðfisk-smjötturum. Mr. Crane er að vinna að því hörðum höndum, að fá góðan díl.
Nú skalt þú gera eitt (ef þú ert leikmaður Grindavíkur, þ.e.a.s). Sendu netfang þitt og símanúmer á manonthemoon10@gmail.com ......NÚNA.
Topp-menn....allt saman.
Kveðja,
Húni Kjerúlf
Íþróttir | 2.12.2006 | 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |