Traustur vinur

Við leikmenn fjárfestum fyrir nokkrum árum í flottum CD player til aðislenski_draumurinn[1] hafa í klefanum hjá okkur og spila tónlist fyrir leiki og æfingar. Eysteinn bað okkur eitt sinn að skrifa á blað lög sem við vildum hlusta á og hann tók sig til og skrifaði þau síðan á disk sem var svo í tækinu á random. Eitt lagið vakti rosalega lukku strax og hefur verið spilað óhemju mikið en það er lagið Traustur Vinur. Það þekkja það lag allir Grindvíkingar enda mikið og gott lag með góðan boðskap. Ég var síðan að horfa á eina mestu snilldarmynd sem hefur verið gerð á íslandi síðan Nýtt líf var og hét, íslenski draumurinn. Hún er um hann Tóta sem er mikill snillingur og fótboltaáhuga maður, reyndar Valsari. Tóta gengur ekki allt í haginn í lífinu og er nýkominn úr fangelsi og fer að vinna sem málari með besta vini sínum honum Valla, sem leikinn er af Jóni Gnarr. Í einum kaffitímanum eru þeir að ræða málin og þá datt mér í hug þetta lag sem við erum alltaf að spila í klefanum Traustur vinur. Ég ætla að skrifa samtlalið þeirra og þið spáið í hvað heimurinn væri mikið auðveldari ef allir ættu svona traustan vin eins og Valli reynist Tóta.

  

Valli:   ..... og þá er bara eina svarið sjálfsmorð sem margir reyna sko

 

Tóti:   neineinei

 

Valli:  jújújú það er ekki spurning. Þú ert alveg búinn að missa niðrum þig sko. Þú átt bara þessa vinnu, skilurðu, sem Geiri aumkaði yfir og lét þig fá..... þú átt ekkert!!

 

Tóti: ég er góður málari sko

 

Valli: Pældu í því þú ert þrítugur og ert búinn að klúðra lífinu. Þú átt aldrei eftir að ná þér í konu því það lítur engin kona við þér, þú færð aldrei neina fyrirgreiðslu í banka, nafnið þitt er ónýtt, kennitalan þín er ónýt. Þú veist líf þítt er bara ónýtt skilurðu ............ En það er kannski ekki það versta því að peningar skipta kannski ekki máli þannig séð

 

Tóti: Þeir skipta nú einhverju máli

 

Valli: Jájá en það sem skiptir mestu máli er að þú ert búinn að missa sjálfsvirðiguna, þú ert búinn að missa álit fólks á þér þú veist fólk hugsar ekki lengur um Tóta sem þennan hressa og kraftmikla strák skilurði. Í dag hugsa allir um þig sem aumingja, þú ert bara aumingi í allra augum

 

Tóti: Finnst þér ég vera aumingi??

 

Valli: Neeei auðvitað ekki ég mér finnst þú ekkert aumingi, auðvitað ekki. En það eru bara margir sem ég hef heyrt segja það sko

 

Tóti: Að ég sé aumingi??

 

Valli: Já....... og svo þetta með hana Sól (dóttir Tóta) þú sérð hana aldrei aftur! En nátturlega það sem ég hef alltaf sagt Tóti minn að þegar eru svona erfileikar og svona vesen í gangi að þá er best að vera ekkert að hugsa um það skilurðu. Og alls ekkert að vera að velta því fyrir sér og velta sér uppúr því og svona. Það er bara vitleysa sko

 

Tóti: Ja.....ég er nú aðeins farinn að hugsa um þetta núna sko.

 

 

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband