Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Fjáröflun

 Jæja, lömbin mín.

 Nú skal safnað fé (og þá er ég að tala um peninga en ekki kindur, bara til að tryggja að Þorfinnur klikki ekki á ÞVÍ aftur eins og í fyrra. Það viljum við ekki að gerist, það tók Steinu fjóra daga að þrífa Gula húsið.)

 Hafið í huga hvort þið getið ekki selt einhverjum bækurnar um Íslenska Knattspyrnu og ef þið finnið kaupendur (og þá er ég ekki að tala um endur sem eru á launum, bara svo að Orri komi ekki með slatta af þeim eins og í fyrra (það tók Grétu SJÖ daga að þrífa Gula húsið eftir það, með yfirvinnu)) skráið þá niður hvaða árganga þá vantar og látið mig vita og svo pöntum við bara eftir því.

 Ekki er hægt að fá árganga 1981, 1982 og 1984.

 Heppilegt söluverð á stykkinu gæti verið 1500 kr. en menn ráða því alveg sjálfir og geta jafnvel gefið betra verð ef menn kaupa fleiri bækur.

 Þetta er gæðavara á frábæru verði en síðan á eftir að taka ákvörðun hvort allt fer í einn sjóð eða þeir verði verðlaunaðir sem bera sig eftir björginni. Fjáröflunarnefndin tekur þá ákvörðun og fer hún væntanlega alfarið eftir því hversu mikið þeir aðilar sem í henni eru selja, hlutfallslega.

 Munið það svo að þetta er fljótt að koma. Ef maður fær 1000 kall fyrir hverja bók, þá þarf maður ekki að selja nema fimm bækur og þá er maður kominn með 6000 kall!! 

 

P.s. Við þurfum að fara að safna saman símanúmerum og tölvupóstföngum allra leikmanna. 

Sendið mér email adressur og símanúmer á manonthemoon10@gmail.com

 

    Sé ykkur á morgun,

 

    Virðingarfyllst,

 

    Húni Kjerúlf 


Loksins loksins!!

Það hlaut að koma að því sem margir biðu eftir. Eftir að hafa verið taplaus 38 daga 7 klukkustundir 7 min þá gerðist það að Óli Stefán tapaði á æfingu. Þa15.nov.06 058ð gekk ekki neitt hjá þeim sem voru í vestum á meðan hinir gengu á lagið og skoruðu mörk úr öllum regnbogans litum. Reyndar var Helgi Már örugglega með 42. stiga hita og hálf meðvitundalaus og mannæturnar miklu voru nýbúnir að borða lagsangna a la oli þannig að þeir voru alls ekki svangir þetta annars ágætis kvöld. Lokatölur vesti 0 mislitir 3 og við ræðum þetta ekki meira.

 

Tíminn líður alveg ótrúlega hratt og það verður komið sumar áður en við vitum af. Jankó er nokkuð ánægður með gang mála en menn geta alltaf á sig blómum bætt. Það er mjög jákvætt að menn séu að reyna að vinna á æfingum og farnir að hata að tapa því það skilar sér í leiki. Höldum áfram á þessari braut og við komum vel undirbúnir til leiks í vor.

 

Óli Stebbi


Þannig fór um sjóferð þá.

Já það var hörku leikur sem boðið var uppá í átta liða úrslitum íslandsmótsins innanhús. Þar áttum við í höggi við Fram og vilja gárungarnir meina að þetta hafi verið leikur dagsins. Við komumst yfir  2-0 og þannig var staðan þegar um 5 min voru eftir þá náðu Framarar að jafna og endaði venjulegur leiktími þannig. Framlengt var og enn var 2-2 þrátt fyrir ótal færi okkar manna og meðal annars stangarskot Eysteins þegar 5sek voru eftir. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skella í vító sem fór þannig fram að skotið var þangað til annað liðið klikkaði. Þeir byrjuðu á að setjann en Eysteinn svaraði með svakalega öruggu víti. Nú aftur grísuðu þeir einu inn en þá var komið að þætti Andra Steins nokkurns Birgissonar. Hann skellti sér á vítalínuna og átti þetta líka hörku skot sem glumdi í stönginni. Það mátti heyra saumnál detta og svo stigu Framarar villtan stríðsdans. Við vorum ekkert að núa þessu um nasir Andra en það er alveg á hreinu að þessi drengur tekur ekki víti fyrir okkur aftur!!!

Óli Stebbi


Efstir eftir daginn í dag!

Já við gerðum góða ferð í borgina í dag. Átta galvaskir Grinvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu riðilinn sinn og eru þar með komnir í átta liða úrslit íslandsmótsins innanhús. Við spiluðum við Þrótt Reykjavík fyrst og unnum þann leik nokkuð sannfarandi 4-3. Það var sérstaklega gaman að vinna þann leik því Keli gamli vað að spila á móti okkur. Næst var það FH en það fór ekki jafn vel því við töpuðum þeim leik 4-1. Spurning hvor við höfum ekki bara verið að vanmeta þá. Vélin hrökk svo í gang í síðasta leiknum okkar og þar unnum við Sindramenn 11-1. Með því að klára þá svona unnum við riðilinn með jafnmörg stig og Þróttur og FH en með langbesta markahlutfallið. Átta liða úrslitin byrja síðan kl 11 í fyrramálið og þar mætum við Óðni Árna og félögum í Fram. Gaman að þetta hafi gengið svona vel því við erum sjálfsagt eina liðið í þessu móti sem æfir ekki neitt innanhús. Þeir sem spiluðu í dag voru Helgi M, Óli Stefán, Eysteinn, Eyþór, Andri Steinn, Palli, Þorfinnur, Alex og Scotty. Rúnar Sigurjóns stjórnaði okkur svo af stakri snilld. Spurning hvort Eggert Magnússon viti af honum í stjórastarfið hjá West Ham...

Óli Stebbi


Þjálfaralausir Grindvíkingar í Garðabæ

Á köldu föstudagskvöldi þann 24.nóv komum við saman á æfingu í Garðabæ. Þó að kalt hafi verið í P6227325[1]veðri var nú samt töluvert hlýrra en síðasta föstudag. Þegar æfingin byrjaði tóku menn eftir því að þjálfarann vantaði. Hann var þó ekki rekinn heldur skrapp hann helgarferð heim til Júgó. Kannski hann taki með sér kippu af leikmönnum til baka hver veit? Auðvitað, eins og reglur segja til um, þegar vantar þjálfara eða eða dómara eða bara eitthvað þá er sá elsti látinn í starfið. Nú hver er þá elstur eftir að Keli og Gestur fóru??? Jú þótt ótrúlegt sé þá er það austfirðingurinn knái Eysteinn Húni Haukson Kerúlf. Það er alveg óhætt að segja að hann hafi skilað þjálfarastarfinu með miklum sóma og úr varð þessi líka fínasta æfing. Eftir létta upphitun var tekin létt skotæfing. Að lokum tókum við spil og ekki bara venjulegt spil heldur eldri yngri spil. Þeir sem hafa verið í fótbolta þekkja allir stemmninguna í kringum eldri yngri. Þetta er ekki ósvipað stemmaranum á Arsenal-Tottenham og Liverpool-Everton leikjum. Það var engin breyting á því í kvöld. Við vorum sjö á móti sjö og til að gera langa sögu stutta þá unnu eldri á úrslita marki en þeir gerðu þetta ótrúlega erfitt fyrir sig. Gamlir komust tvisvar þremur mörkum yfir en seiglan í yngri var svakaleg og alltaf jöfnuðu þeir. Það kom sem sagt til úrslita marks og þar vóg reynslan þungt og eldri kláruðu þetta. Þeir félagar Eyþór Atli og Andri Steinn voru saman í yngri og geta nú rifist um hverjum þetta tap var að kenna

Á morgun er síðan Íslandsmótið innanhús og þar mætum við galvaskir til leiks. Eins og áður hefur komið fram hérna erum við ekkert að taka þetta mót of alvarlega. Að sjálfsögðu eins og alltaf þegar við spilum undir merkjum Grindavíkur leggjum við okkur alla í þetta en umfram allt reynum við að hafa sem mest gaman að þessu. Þetta mót verður innlegg í móralsbankann okkar en það er kannski hægt að koma því áfram að mórallinn hefur sjaldan eða aldrei verið betri og þannig höldum við því út tímabilið.

Nú er komin upp umræða innan hópsins hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því að búP6227417[2]a til alvöru stuðningsmannaklúbb. Öll helstu lið landsins eru komin af stað með þetta og ef við gerum ekkert í þessu núna koma Hvítu Riddararnir frá Sandgerði og hirða af okkur stúkuna næsta sumar. Við viljum leggja okkar af mörkum og hafa verið valdnir tveir leikmenn til að vinna í þessu með áhugasömum. Það eru þeir Orri Hjaltalín Óskarsson og Óli Stefán Flóventsson. Við viljum endilega biðja áhugasama að hafa samband við þá og saman búum við til alvöru stuðningsmannaklúbb.

Leikmenn meistaraflokks óska Guðmundi Andra og Rannveigu til hamingju með litla prinsinn þeirra

Óli Stebbi

 

 


Æfingin í gær.....

Já gleðin heldur áfram á æfingum okkar. Í gærkvöldi var æfing í Reykjaneshöllinni sem er reyndar á leikmenn06_hjortur[1]frekar leiðinlegum tímum kl 21.30. Hún byrjaði á því að Jankó sagði okkur að Gunnar Már, sem hefur verið að aðstoða okkur, hefði verið rekinn og Rúnar Sigurjóns ráðinn í staðin. Semsagt einn þungarviktarmaður í stað annars. Nú þar á eftir hófst æfingin á sínum hefbundnu flóknu en frábæru sendingaræfingum. Að sjálfsögðu var hápungtur kvöldsins síðan spilið. Það vakti athygli að Andri Steinn og Eyþór Atli voru ekki saman í liði en eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá er að myndast spenna á milli þeirra hér á spjallinu. Það verður bara að segjast eins og er að þá hafði Eyþór betur því fyrir utan það að vera í sigurliði þá skoraði hann líka mark ( reyndar potmark þó svo að hann komi til með að segja annað ) Andri var reyndar í svakalegri gæslu hafsentaparsins sem hafa fengið nafnið "mannæturnar". Hjörtur Pálsson markmaður var í fyrsta skipti á þessu tímabili í tapliði sem þíðir að það er bara einn ónefndur leikmaður sem eftir er taplaus. Gleðin á þessari æfingu var síðan fullkomnuð með úrslitum kvöldsins úr meistaradeildinni

P.s Til hamingju með afmælið Gunnar Már

Óli Stebbi


Mótin framundan

Ennþá rúllar boltinn og framundan er íslandsmót innanhús. Mótið verður í laugardagshöllinni á laugardag og svo úrslitin á sunnudag. Við erum með FH Þrótti og Sindra í riðli og komast tvö efstu liðin áfram í úrslit. Það verður að segjast eins og er að í dag er lögð mjög lítil áhersla á svona mót og Grindavík tekur ekki einu sinni æfingu innanhús fyrir mótið. 

Það var verið að setja upp leikjaniðurröðun fyrir næsta sumar og byrjum við á því að spila við Stjörnuna í Garðabæ og endum svo fyrir austan á móti Fjarðabyggð. Þetta á eftir að vera hörku mót og með því að fjölga í deildinni verður ákveðinn sjarmi yfir þessu. Við eigum eftir að spila við nágranna okkar úr Sandgerði og Njarðvik og það verða nátturlega svakalegar rimmur. Það er ótrúlegt að spá í því að undirritaður hefur aldrei spilað við þessi lið í Íslandsmóti og hef ég spilað með Grindavík síðan 1993. Mér skilst samt að þetta hafi verið svakalegir leikir í gamladaga þegar þessi lið mættust í gömlu þriðjudeildinni.

Á föstudag æfðum við í Garðabæ og það var ekki nema 9 gráður í mínus takk fyrir. Æfingin varð samt góð og endaði á spili þar sem betra liðið vann 6-0 og gefa tölurnar ekki rétta mynd af gangi leiksins því leikurinn hefði átt að fara 10-0. Á sunnudag fórum við í höllina í keflavík og þar var nú aðeins heitara. það var semsagt 24. gráðu munur á föstudagsæfingunni og á sunnudeginum en það er að jafnaði 15 gráður inni.

Endilega takið þátt í umræðunni með okkur og höfum jákvæðni að leiðarljósi og það væri líka gaman að fá að sjá fleiri í gestabókinni.

over and out

Óli Stebbi


Milan Stefán Jankovic

Ég hugsa að það þurfi ekki að kynna þjálfara okkar fyrir neinum Grindvíkingum en til gamans ætla ég aðeins að fara yfir ferilinn síðan hann kom til okkar. Jankó kom til okkar veturinn 1991 fullur eldmóðs að sanna sig í nýju og framandi landi. Hann kom hingað algjörlega ótalandi og kom úr vélinni og beint á 5 stjörnu hótelið í Fiskanesi. Honum var útvegað DBS reiðhjól sem var meira að segja þriggja gíra. Fyrsta ár hans var erfitt þar sem hann var án fjölskyldu sinnar og alvarlegt ástand í heimalandi hans Jugoslaviu. Jankó var samt ekki lengi að stimpla sig inn og varð fljótlega sterkasti varnarmaður landsins og einn besti fyrirliði sem við höfum átt. Árið 1998 hætti hann sem leikmaður.

 Jankó með Jónasi

Grindavík fékk fljótlega að njóta krafta hans sem þjálfari þegar hann hóf stör sem yngriflokkaþjáfari og náði hann góðum árangri sem slíkur. 1999 var hann síðan ráðinn þjálfari meistaraflokks. Strax á fyrsta ári sem þjálfari sást í hvað stefndi. Liðið þótti spila mjög góðan bolta en enduðum samt á því að spila úrslitaleik um sæti í deildinni. Á öðru áru var hann búinn að slípa liðið til og Grindavík fór beint í toppbaráttuna. Það ár spilaði Grindavík besta boltann en ákveðið reynsluleysi varð til þess að við enduðum “bara” í þriðja sæti en náðum þó Toto Evrópusæti eftir úrslitaleik við IBV í Eyjum. Eyjamenn höfðu ekki tapað í 38 heimaleiki í röð þannig að þetta var vissulega mikill sigur. Auk þess urðum við deildarbikarmeistarar eftir 4-0 sigur á Val á Laugardagsvelli. 2001 héldum við áfram að spila þennan flotta bolta sem einkenndi nú lið Grindavíkur en enduðum í fjórða sæti. Eftir það ár Tók hann sér frí frá meistaraflokksþjálfun en færði sig síðan um set og tók við liði Keflavíkur í tvö ár. Þar tók hann sig til og kenndi þeim að spila alvöru bolta, sem margir höfðu talið mission imposible. Hann kom þeim meðal þeirra bestu aftur og síðan að bikarmeisturum. 2005 tók Jankó síðan við hálf fátæklegu búi en hélt okkur enn og aftur meðal þeirra bestu. Árið í fyrra fór hann í 2. flokk og skilaði frábæru starfi þar. Nú er Jankó mættur aftur sterkari en áður. Maðurinn er með æðstu gráðu í þjálfun og þekkir okkur betur enn nokkur annar. Hann byrjar á grunninum eins og hann gerði 1999 og það skal ekki taka hann langan tíma að gera Grindavík að besta fótboltaliði landsins.

 

Óli Stebbi


Mín fyrsta færsla!!

Komið Siggi Jónsþið sælir ágætis liðsfélagar og aðrir lesendur þessarar stórbrotnu síðu sem nú hefur loksins komið á netið.  Hún hefur nú verið í bígerð í a.m.k. 6 ár og loksins er hún orðin að veruleika.  Vil ég tileinka þessa fyrstu færslu mína Sigurði Jónssyni fyrrum þjálfara okkar Grindvíkinga, því nú hefur hann ákveðið að halda í víking til frænda vorra í hinu ívið hommalega landi Svíþjóð.  Það veit það margur maðurinn að Sigurður Jónsson hefur löngum verið talinn hössler (dregið af enska orðinu hustler sem löngum er notað um mann sem umvafinn er kvenfóki) og mun hann nú líklega ekki eiga í miklum erfiðleikum með sænsku flikkurnar (dregið af sænska orðinu flicka sem einfaldlega merkir stúSænsk flikka!!lka) þar sem samkeppnin mun nú ekki verða hörð fyrir íslenskan víking í landi þar sem næstum sérhver “karlmaðurinn” flokkast í undirflokk í karlmennsku sem nefnist “kvenlegi-maðurinn”.  En nóg um það,  Siggi hefur ákveðið að taka við þjálfun hjá einum stærsta klúbb (dregið af enska orðinu club – sem gjarnan er notað um félagslið í íþróttum) Norðurlanda, Djurgården.  Fyrir hönd leikmanna sem spiluðu undir hans stjórn síðasta tímabil (mismikið þó (varð að koma þessu að)) vil ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi og vonandi mun honum takast betur upp þar en hérna í Grindavík, en það er annar hausverkur. 

 

Þetta er svona það helsta frá mér í bili, ákvað að henda svona inn einni færslu til að prufa þetta kerfi þar sem búið er að titla mig sem penna á þessari síðu.  Mér líst vel á þetta framtak og vonandi verður umræðan skemmtileg og málefnaleg. 

 

Með von um skemmtilegt tímabil

 

Eyþór Atli

 

Dómaraskandall !!!

Eyþór Atli

    Já það er heldur betur óhætt að segja að æfingin í kvöld hafi orðið til þess að nú verið Ingvar að panta dómara og línuverði á æfingar líka. Þegar við æfum í Reykjaneshöllinni þá endum við oftast á spila 11 á móti 11 og það verður að segjast eins og er að sum mörkin voru           Eyþór sterkur í kvöld              frekar tæp á rangstöðunni.  Jóhann sem annars var mjög góður skoraði tvö mörk sem voru frekar tæp þótt að kappinn sé fljótur og svo vilja menn meina að Óskar Péturs hafi verið rangstæður en það var bara bull. Annars var Eysteinn með þræl góða lausn á þessumáli, tveir elstu dæma þetta bara og ég held að það sé bara málið.
 

     Annars lítur þetta bara vel út hjá okkur og ungu strákarnir verða bara betri. Fyrir utan þá sem hafa verið að slá í gegn með 2.flokki síðustu misseri eru strákar eins og Óli Baldur og Markó að koma hrikalega sterkir inn. Svo má nátturlega alls ekki gleyma leynivopninu honum Magnúsi "Denny Crane" Péturs sem hefur tekið sig alveg svakalega á og eru 20 kg horfin síðan um páskana í fyrra. Frábært hjá honum og haltu áfram á sömu braut drengur.

Mfl karla æfir nú fimm sinnum í viku. Við erum tvisvar í Reykjaneshöllinni og einu sinni í Garðabæ í fótbolta. Svo æfa þeir sem búa í Grindavík tvisvar í Helgarsporti og á sparkvellinum góða á meðan þeir sem eru í bænum æfa í sporthúsinu. Svona verður þetta fram yfir áramót.

Að lokum vil ég minna menn á að skrá sig í gestabókina og ef menn vilja kommenta þá endilega gerið það en í guðanna bænum ekki vera með eitthvað neikvænisrugl því við strákarnir erum ekki að taka þátt í því.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband