Ég mæli með..

að þið komið vel klædd á leikinn á morgun. Við getum þakkað arkitektum stúkunnar fyrir það að það verður skjól fyrir áhorfendur í austan áttinni. Hann er að spá vaxandi austan með rigningu þannig að vindurinn kemur í bak stúkunnar og svo er þetta líka fína þak yfir stúkunni þannig að ekki ætti að rigna á ykkur annað en okkur leikmenn. Hitinn verður um 7 gráður (ætli það sé tilviljun að það verði akkurat SJÖ stiga hiti???) þannig að það er um að gera að mæta bara í kraftgallanum í gulu utan yfir og taka kaffibrúsa með sem yljar ykkur ásamt snilldar spilamennska beggja liða.

Óli Stormur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær leikur í gær. Glæsilegur sigur. Til hamingju. Klárið nú bara Fjarðarbyggð og fáum bikarinn heim :D

PRÓ (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband