Flottur sigur

Það verður bara að segjast alveg eins og er að þetta er mun skemmtilegri barátta heldur en sú sem við höfum staðið í undanfarin ár. Sigurinn í kvöld var ekkert ósvipaður þeim sem við höfum verið að taka í síðustu leikjum. Ég held að við höfum náð að skora í öllum leikjum tímabilsins á milli 80.-90min sem segir okkur það að við höfum verið að æfa rétt í vetur. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að vera fara yfir það hvernig leikmenn stóðu sig í kvöld en verð þó að skella hrósi á ungu strákana okkar þá Óskar Péturs sem verður bara sterkari með hverjum leiknum og svo Jobbi karlinn sem spilar eins og hann hafi verið lengur en við gömlu karlarnir í þessu. Flott hjá ykkur strákar en það má ekkert missa sig heldur halda sig á jörðinni og bæta við. Næsti leikur verður við Þrótt á þriðjudag í bikarnum og við mætum svellkaldir í þann leik og hefnum ófaranna í fyrra þegar þeir slóu okkur út. Svo vil ég minna á myndirnar sem Hemmi tók úr leiknum í kvöld. Flottar myndir Hemmi

Óli Stefán


Þróttur-Grindavík

Nú reynir virkilega á að við spilum vel á móti góðu liði Þróttara. Ég er búinn að sjá þá spila nokkrum sinnum á þessu ári og þeir eru með hörku lið sem á að fara beint upp. Ekki nóg með það að þeir séu með gott lið heldur eiga þeir eina bestu og skemmtilegustu stuðningsmenn landsins. Ég var aðeins að njósna á þeirra heimasíðu og þeir ætla að vera með sætaferðir hingað til Grindavíkur og ætla sér að mála bæinn rauðan og hvítan. Ég hvet því okkar góðu stuðningsmenn að mæta og láta virkilega í sér heyra. Flott væri ef annar flokkur okkar myndu mæta og sjá um stuðið og Jón Ágúst þú verður með gítarinn;) Við leikmenn komum til með að gera okkar til að leggja Þrótt á vellinum og þið sjáið um Köttarana í stúkunni. Áfram Grindavík

 ganga2[1]

Óli Stefán


Uppáhaldsleikmenn

Ég var spurður að því í viðtali nú á dögunum hvaða leikmönnum mér hafi þótt best að spila með í gegnum tíðina. Reyndar er þetta svolítið ósanngjörn spurning því vissulega koma margir til greina. Ég held samt að það sé hjá öllum leikmönnum, þegar þeir eru að byrja, einhver sem maður lítur meira upp til og hjálpar manni að verða að alvöru leikmanni en aðrir. Ég hef nátturlega spilað með endalaust mörgum snillingum og margið hjálpað manni en einn er það þó sem ég hélt mikið uppá og geri enn þó að hann sé löngu hættur en það er Hjálmar Hallgrímsson. Það var nátturlega snilld fyrir unga púpu að hefja sinn meistaraflokksferil með svona snillingi sem kenndi manni að berjast og það að hata að tapa. Nú ætla ég að skella á smá könnun á ykkur strákar en endilega komið þið með ykkar leikmann, sem þið hélduð uppá þegar þið voruð að byrja og mótaði ykkar feril, hér í athugasemdum.

Óli Stefán


Vellirnir frábærir

Ég held að það sé á hreinu að hvergi er betra að vera á sumrin í fótbolta en í Grindavík. Vellirnir að verða frábærir eftir erfitt vor. Þegar maður sér myndirnar af svæðinu sem Þorsteinn Gunnar tók úr flugvél verður maður enn stoltari af því að vera Grindvíkingur.

loftmynd3[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við eigum næsta leik á þessum glæsilega velli á föstudag kl 20.00 við Þrótt Reykjavík. Þeir voru að spila í kvöld og unnu KA 2-0 og þar með eru þeir í öðru sæti með 13 stig. Þessi leikur verður því toppslagur af bestu gerð og hvet ég alla Grindvíkinga að mæta og láta virkilega í sér heyra því að Köttararnir ætla að mæta með fullt af liði og þykjast ætla að gera stúkuna rauða og hvíta. Við látum það ekki gerast og mætum öll í gulu.

Óli Stefán


Góður sigur

        Það er seint hægt að segja með góðri samvisku að við höfum átt sigurinn á móti Þór skilinn. Reyndar vorum við ágætir í fyrri hálfleik og skoruðum 2 góð mörk og fengum ágætis hálffæri. Þeir fengu ekki mikið af færum svosem en markið sem þeir skorðuð í fyrri hálfleik var þannig að það var aukaspyrna utan af kanti og Lárus Orri skallaði frá vítateigslínu uppí skeitin fjær algjörlega óverjandi. Í seinni hálfleik duttum við of aftarlega og þeir tóku við stjórninni. Markið lá alltaf í loftinu hjá þeim þó að færin hafi ekki verið opin þá hlaut bara að koma að því að þeir jöfnuðu. Eftir markið bitum við aðeins til baka og á 90. mín fékk Andri Steinn víti og þar sem hann fiskaði það þá vildi hann ekki taka það og Goran var fljótur að ná í boltann og skora af miklu öryggi. Vel gert hjá honum en hann var ný kominn inná sem varamaður. Þór lagði nú allt kapp á að jafna og eftir góða skyndisókn skoraði síðan Goran aftur en hann slapp einn í gegn og kórónaði frábæra innkomu. Við höfum allir spilað betur í sumar en það er gríðalega sterkt að fara norður spila illa og vinna. Næsti leikur okkar er á föstudag við Þrótt í Grindavík. Þróttarar eru á mikilli siglingu og gætu náð okkur ef þeir vinna þannig að þetta verður einn af úrslitaleikjum sumarsins. Við eigum síðan leik við þá 5 dögum síðar auðvitað á útivelli eins og alltaf í bikarnum.

Óli Stebbi   


Mikið í gangi

Það er stutt á milli leikja þessa dagana. Við spiluðum við ÍR í gær í bikarnum og unnum 3-1 með mörkum frá Scotty Ray og Núma. Þetta var kannski ekki besti leikur okkar hingað til en það má segja að við höfum gert nóg til að komast áfram. Á morgun er síðan dregið í 16 liða úrslit og er það nokkið víst að við fáum útileik eins og svo oft áður. Ég held að við höfum ekki fengið heimaleik í bikarnum síðan á móti Fylki 2001. Deildin heldur síðan áfram á föstudag og förum við þá norður að spila við Þórsara. Þetta er leikur sem við verðum að vinna til að koma okkur vel fyrir á toppnum. Þó að stutt sé á milli leikja þá er hópurinn bara það stór hjá okkur að það á ekki að koma að sök. Ég veit um nokkra félaga sem ætla að rúlla norður á leikinn og er það nátturlega bara snilld og sýnir hvað við eigum flotta og dygga stuðningsmenn.

Óli Stefán


Bikarinn

 ibv_4006

Þá er komið að fyrsta bikarleik okkar á þessu ári. Við vorum dregnir gegn ÍR á þeirra heimavelli í Breiðholtinu. ÍRingar hafa verið að spila vel í deild fyrir neðan okkur og eru þeir 3.sæti. Þeir hafa meðal annars unnið Sindra 7-0 þannig að það borgar sig að mæta klár í slaginn. Gamli jaxlinn Ásgeir Elíasson þjálfar þá en hann hefur meðal annars gert Fram margoft að Íslandsmeisturum. Leikurinn byrjar kl 20.00 á Breiðholtsvellinum. Við leikmenn hvetjum alla að mæta og taka þátt í bikarslagnum með okkur þetta árið en eins og Jankó sagði þá er þetta eini möguleiki okkar á evrópukeppni á næsta ári.

Óli Stefán


Hin hliðin á stuðningsmanni Grindavíkur

Já áfram höldum við að skoða hina hliðina á stuðningsmanni Grindavíkur. Þegar Jósissa01[1]n Gauti svaraði spurningum okkar um daginn gleymdi hann að skora á einhvern og fór það svo að hann fékk bróður sinn Sigurbjörn "úraðofan" Dagbjartsson til að sýna á sér hina hliðina. Sigurbjörn er úr hinum gríðarlega sterka 75 árgangi og á hann nokkra leiki að baki í úrvalsdeildinni.

 

 

Fullt nafn: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson                     

 

Gælunafn:    Sibbi

 

Aldur: 31 árs


Giftur/sambúð: Giftur


Börn: 3 dætur, 2 blóð- og ein fósturdóttir.

 

Hvað eldaðir þú síðast? Grillaði, heppnaðist vitaskuld mjög vel enda um ansi slyngan grillara hér að ræða J

 

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, vel kryddað hakk og sveppi.  Annars gerir konan mín bestu pizzurnar og setur auk áður talinna áleggstegunda, skinku, lauk o.fl. á hana , alger snilld!


Hvernig gemsa áttu? Nokia 6eitthvað, hann er með myndavél ef það kveikir á einhverjum bjöllum.......


Uppáhaldssjónvarpsefni? Nú mun Jónsi brósi berja mig, The desperate housewifes!


Besta bíómyndin?  Kannski ég fái annað högg núna, Titanic stendur hreinlega upp úr, get horft á hana aftur og aftur.


Hvaða tónlist hlustar þú á? Ég myndi skilgreina mig sem popprokkara.  U2 hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi, The Police líka.  Þessar sveitir myndu flokkast undir rokk en svo finnst mér BeeGees t.d. alveg frábærir og í gegnum tíðina hefur margt af sveitaballapoppinu fallið vel í kramið hjá mér.  Reyndar var ég að uppgötva Pétur Ben en sumir myndu setja hann í dýpri kantinn í tónlistarlauginni.  Eftir þennan pistil er kannski nær að kalla mig alætu á tónlist.......


Uppáhaldsútvarpsstöð? Rás 2


Uppáhaldsdrykkur? Vatn úr krananum mínum sem búið er að stream-a, sem sagt sódavatn

 

Uppáhaldsvefsíða ? Teamtalk.com

 

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)?  Á þessi spurning líka við um stuðningsmenn??  Ef svo er þá er svarið nei.


Hvernig er best að pirra andstæðinginn?

Í stúkunni þá??  Syngja níðsöngva um þá.  Varð vitni að því á Anfield Road árið 2002 þegar ég sat ásamt 3000 félögum mínum í United og United aðdáendurnir sungu til ca. 45.000 Pool-ara að Pool-arar væru latir og ættu að fá sér vinnu.  Mér sýndist Pool-ararnir taka þessu frekar illa.  Annars er skemmst frá því að segja að United vann þennan leik 2-1 með mörkum frá Diego Forlan J

 

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Liverpool.

 

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Bryan Robson, svo varð það hinn eini sanni David Beckham J


Erfiðasti andstæðingur? MeiðslaGuðinn !


EKKI erfiðasti andstæðingur? Vignir Helga á æfingum, ótrúlega auðvelt að klobba hann J                


Besti samherjinn?
Vignir Helga

 

Sætasti sigurinn? Sigur í skólakeppni Háskólans í Reykjavík árið 2001, ég og mínir menn á 3.árinu fórum úr skólanum sem ótvíræðir sigurvegarar.  Ég man ennþá hve súrir og spældir Robbi og Binni t.d. voru J

 

Mestu vonbrigði? Á ferlinum var það klárlega að meiðast á móti Val á heimavelli árið 1996.  Í stúkunni hlýtur það að vera fallið í fyrra.


Uppáhalds lið í enska boltanum? The red devils.


Uppáhaldsknattspyrnumaður? Christiano Ronaldo


Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Það hlýtur bara að vera Eiður.

 

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Ætli það sé ekki Kolbeinn Sigþórsson.  Af grindvískum myndi ég halda að Jobbi sé fremstur en svo verður fróðlegt að fylgjast með Alex ásamt fleirum auðvitað.


Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Mér hefur alltaf fundist Óli Stefán bera mikinn kynþokka eftir að ég mætti honum í Djúpu lauginni hér forðum.

 

Fallegasta knattspyrnukonan? Fylgist bara hreinlega ekki nógu mikið með kvennaboltanum til að geta svarað hér.

Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég hef heyrt að tæklingin hjá Orra hafi verið nokkuð skrautleg um daginn á móti KA, spurning hvort Orri taki þennan titil bara.


Besti íþróttafréttamaðurinn? Andy Gray


EKKI besti íþróttafréttamaðurinn?       GUÐJÓN GUÐMUNDSSON!!!

 

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég held að Eyþór Atli hljóti að taka þennan titil....


Hefurðu skorað sjálfsmark? Það held ég bara svei mér þá ekki, held ég hafi ekki heldur lagt upp sjálfsmark.....

 

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég myndi held ég ekki ná að klúðra aftur því tækifæri sem ég fékk einu sinni á grasvellinum fyrir neðan stúkuna okkar.  Þetta var leikur á móti GG,  mig minnir í Suðurnesjamóti, boltinn kom rúllandi ca 25 cm frá marklínunni og enginn til að verjast honum en ég náði samt að sópa kvikindinu yfir markið.  Hláturinn í Gumma Jóns, frænda sem stýrði liði GG að mig minnir í þessum leik, er mér enn minnisstæður.....

 

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Ekki lengur.

 

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Fékk séns hjá Kóla þegar við fórum upp árið 1994 í leik á móti ÍR á heimavelli.  Skemmst er frá því að segja að ég nýtti sénsinn vægast sagt illa og var skipt út af í hálfleik fyrir Óla Ingólfs L

 

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Fylgist ekki mjög mikið með þeirri síðu en geri það kannski hér eftir.

Kíkir þú oft á Fótbolti.net?  Vísa í ofangreint svar.

 

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?

Aha!!!  Ég er með tvær reglur og takið nú eftir.

Nr. 1  Leikmaður má ekki skýla boltanum nema hann sé með vald á honum, þ.e. að hann sé búinn að koma við hann.  Óþolandi að mínu mati hvernig leikmaður getur haldið andstæðingi sínum fyrir aftan sig þangað til boltinn er kominn í innkast eða útspark t.d.  Þetta myndi opna leikinn þvílíkt held ég, að leikmaður bara einfaldlega megi ekki skýla boltanum nema hann sé með vald á honum.

Regla nr.2 á meira við í leikjum í efstu deild þar sem mikið er um upptökuvélar.  Reglan er þannig að eftir hvern leik eða 1x í viku t.d. komi saman aganefnd sem fer yfir öll vafaatriði varðandi leikaraskap og ef nefndin dæmir sem svo að leikmaður hafi reynt að blekkja dómara með leikaraskap þá fari leikmaðurinn sjálfkrafa í bann.  Ætli leikmenn myndu ekki hugsa sig um 2x áður en þeir myndu láta sig detta???  Þetta myndi ekki hafa áhrif á sjálfan leikinn, þ.e. að dómarar gætu ekki stuðst við upptökur en þetta myndi hafa áhrif eftir á í mati nefndar.  Þetta myndi útrýma leikaraskap held ég.

 

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Er búinn að sjá U2 í stórkostlegri ferð með "The golden left foot" m.a. og mun vonandi fara aftur með honum, Eiríki bróður, Ellu systur og mökum til Manchester í haust að sjá The Police og taka eins og einn United leik í leiðinni.  Við myndum jafnvel geta reddað okkur miða á kolbikasvörtu á leik með Leeds í 2. deildinni......

 

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Mér fannst alltaf hrútleiðinleg æfing sem Jankó kom með þegar 3 lið voru t.d. inn í ferning og áttu að halda boltnum á milli síns liðs, frekar fúlt þegar liðið manns var með boltann og auðvitað ennþá fúlara þegar maður þurfti að eltast við hann.  Þykist samt vita að æfingin sé góð.  Og auðvitað voru útihlaupin ekki með hátt skemmtanagildi.

 

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Lee Sharpe J

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Fyrir utan Grindavík get ég nefnt Manchester, Aberdeen, Svefneyjar, Grímsey og þjóðhátiðin í Vestamannaeyjum var alltaf skemmtileg J

 

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Fer algerlega eftir tilefninu.

 

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Sem stjórnarmaður, já eða varastjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFG þá nefni ég Pál Axel Vilbergsson.

 

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já heldur betur, hef mest gaman af því að horfa á körfubolta þegar ég er á vellinum hér á Íslandi en það toppar auðvitað ekkert að vera staddur á Old Trafford ásamt 76þúsund manns.

 

Hver er uppáhalds platan þín? Grindavík við elskum þig með Fjölskyldupoppinu......

 

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Útileikurinn á móti Stjörnunni um daginn en svo keypti ég auðvitað árskort af Ingvari frænda og leikurinn á móti Leikni var síðasti leikur sem ég sá.

 

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Copa Mundial

 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla?  Ég var aldrei á heimavelli í þýsku eða dönsku.


Stórtíðindi!!!!

Haldið þið að það hafi ekki bara verið dregið í happdrættinu í kvöld.

Það var enginn annar en hinn vel þekkti öðlingur Jón Gíslason, formaður knattspyrnudeildar sem sá um að draga út vinningshafana í einu glæsilegasta og jafnframt langdregnasta happdrætti Íslandssögunnar og gerði hann það af fádæma röggsemi og yfirvegun. Fór drátturinn fram í búningsklefa Grindavíkurliðsins við góðar undirtektir viðstaddra sem troðfylltu klefann. Var það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg vitni orðið að útdrætti í nokkru happdrætti.

Þó svo að Ingvar Guðjónsson hafi ekki átt miða í happdrættinu kom það nokkuð á óvart að hann skyldi ekki hljóta vinning í ár. Þó vann elskuleg eiginkona hans, Steinunn Óskarsdóttir einn vinning og er nú nefnd, með Orra Frey Hjaltalín Óskarsson í fararbroddi, og jafnframt forsæti, að athuga hvort þar gætu hugsanlega verið einhver brögði í tafli og hvort bendla megi Ingvar á einhvern hátt við eigu þess miða.

Einnig virðast fáir kannast við nafn þess sem aðalvinninginn hlaut og er nefndin einnig að athuga hvort þarna gæti verið um lymskulegt dulnefni af hálfu Ingvars "hins heppna" að ræða. 

Nánari fregnir af eftirgrennslan þeirri munu koma hér á síðunni, nánast í sama mund og nefndin skilar af sér skýrslu.

Jæja.... 

Vinningshafar eru eftirfarandi:

1. DVD mynd, snakk og Coca-Cola frá Aðal-Video, Grindavík:

Gunnar Daníel

2. Matur fyrir tvo á Northern Light Inn í Bláa Lóninu:

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir 

3. Matur fyrir tvo á veitingastaðnum Bada Bing (staðurinn hans Árna Björns), Hafnarfirði:

Hermann Ólafsson 

4. Matur fyrir tvo á veitingastaðnum Lukku-Láka, Grindavík:

Ekasit Thasapong 

5. Matur fyrir tvo og ein léttvínsflaska á veitingahúsinu B5, Bankastræti 5, Reykjavík:

Dagbjartur Willardsson

6. Fimm þúsund króna gjafabréf á Hársnyrtistofunni Hársel, Hafnargötu 11, Grindavík:

Tinna Guðrún Barkardóttir

7. 5 þúsund króna úttekt í Te & Kaffi, Egilsstöðum: 

Guðmundur Jónsson (ATHUGIÐ: EKKI er skilyrði að hann sæki vinninginn sjálfur)

8. 5 þúsund króna gjafabréf í öllum verslunum Fiskisögu og Gallerí Kjöts, Reykjavík:

Ólafur Þór Jóhannsson 

9. 5.400 króna gjafabréf á Sólbaðsstofunni Sælunni, Kópavogi:

Steinunn Óskarsdóttir

10. 5.000 króna gjafabréf í Nettó, Grindavík:

Óskar Hjaltalín (ekki þótti nefndinni ástæða til að rannsaka þennan vinningshafa frekar) 

 

Hér fyrir neðan má sjá mynd frá drættinum í fyrra, sem teiknuð er upp eftir ítarlegri lýsingu Ingvars Guðjónssonar og félaga hans og besta vinar Hjálmars Hallgrímssonar:

lottery2

 

 

 

 

 

 

 

 

 


11. 4.600 króna gjafabréf (allar vörur og þjónusta) á Hárgreiðslustofunni Möggurnar í Mjódd, Reykjavík:

Sigvaldi Hólmgrímsson 

12. Klipping hjá Hárhorninu í Grindavík í boði Önnu Kjartansdóttur:

Magnús Andri Hjaltason 

13. Fiskiaskja frá Þorbirni hf., Grindavík:

Gunnar Vilbergsson 

14. Umfelgun á fólksbíl hjá Nesdekk, Reykjavík:

Eggert Pálsson 

15. Mánaðarkort í Helgasport:

Hjálmar Hallgrímsson 

16.-18. 1 kg af besta harðfiski í heimi frá Stjörnufiski í Grindavík:

Sigurður Hilmarsson

Sigurður Hjaltalín (verður ekki rannsakað frekar, samkvæmt nýlegri yfirlýsingu nefndar)

María Svavarsdóttir

19. Tveir kassar af golfkúlum og tí frá Golfbúð Hafnarfjarðar:

Íris Edda Heimisdóttir 

20.-22. Frír aðgangur að Saltfisksetri Íslands í Grindavík ásamt víni og smakki fyrir tvo:

Þórarinn Ólafsson

Gunnlaugur Eiríksson

Guðrún Sædís Harðardóttir 

23. Gullkort á heimaleiki Grindavíkur, árið 2007  + sögustund með Ingvari Guðjónssyni í hálfleik og 15 mín. eftir leik - Athugið!! Aðeins er hér um EINN leik að ræða hvað varðar þjónustu Ingvars:

Árni Stefán Björnsson (Stækó)

24. 25.000 krónur í BEIN-hörðum peningum, frá Bókabúð Grindavíkur:

Bjarni Guðráðsson 

og finally........ 

25. FLUGFERÐ FYRIR EINN TIL ÁFANGASTAÐAR ICELANDAIR Í EVRÓPU:

Kjartan Þór Ragnarsson 

Vinninga má vitja á skrifstofu knattspyrnudeildar í Gula húsinu (sími 426-8605) frá og með mánudegi.

Leikmenn meistaraflokks Grindavíkur vilja óska vinningshöfum innilega til hamingju um leið og þeir þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt og ekki síður þeim sem gáfu vinninga.

Sjáumst á Grindavíkurvelli kl. 20 á föstudagskvöld.

Áfram Grindavík!! 

 

lottery

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari ljósmynd má sjá Jón Gíslason

(sitjandi (38)) draga út mat fyrir tvo á

Lukku-Láka. Til aðstoðar eru þeir Eysteinn

Hauksson (25) og Guðmundur Bjarnason (12).

Eftirlitsmaður fyrir hönd KSÍ, Íslenskrar

Getspár og Framsóknarflokksins

(fyrir aftan) var Birkir Sveinsson (30). 

Eins og sjá má var töluverð vinna lögð í

að gera umgjörð dráttarins sem glæsilegasta.

 


Heimaleikur á föstudag

41846_Alfred%20Johanns%20UMFN[1]

 Við spilum við Njarðvíkinga á Grindavíkurvelli næsta föstudag en ekki í Njarðvík eins og til stóð. Ástæðan er sú að búningsaðstæður á nýja vellinum þeirra verður ekki klár og því er völlurinn ekki leikfær. Nú er bara að nýta þann meðbyr sem við höfum haft í upphafi leiktíðar og leggja þá grænu af velli í Grindavík

 

 

Óli Stefán


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband