Flottur sigur

Það verður bara að segjast alveg eins og er að þetta er mun skemmtilegri barátta heldur en sú sem við höfum staðið í undanfarin ár. Sigurinn í kvöld var ekkert ósvipaður þeim sem við höfum verið að taka í síðustu leikjum. Ég held að við höfum náð að skora í öllum leikjum tímabilsins á milli 80.-90min sem segir okkur það að við höfum verið að æfa rétt í vetur. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að vera fara yfir það hvernig leikmenn stóðu sig í kvöld en verð þó að skella hrósi á ungu strákana okkar þá Óskar Péturs sem verður bara sterkari með hverjum leiknum og svo Jobbi karlinn sem spilar eins og hann hafi verið lengur en við gömlu karlarnir í þessu. Flott hjá ykkur strákar en það má ekkert missa sig heldur halda sig á jörðinni og bæta við. Næsti leikur verður við Þrótt á þriðjudag í bikarnum og við mætum svellkaldir í þann leik og hefnum ófaranna í fyrra þegar þeir slóu okkur út. Svo vil ég minna á myndirnar sem Hemmi tók úr leiknum í kvöld. Flottar myndir Hemmi

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já flottar myndir en endilega skoðið mynd númer 23 mjög vel, og þá sjáið þið hverjir eru karlmenn og hverjir ekki.

orri (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 13:49

2 identicon

hárrétt orri við felagarnir stöndum þetta maður er kominn upp á tær ad reyna ad skalla þetta yfir en hvad er jói model ad gera

andri (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:28

3 identicon

hvernig væri að setja inn bloggsíður leikmannana hér á þessa frábæru síðu

Stuðnngsmaður (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband