Í.R.-ingar úr 2. deild komu og "heimsóttu" okkur í Reykjaneshöllina í dag og vannst öruggur sigur 4:0.
Scott Ramsay skoraði fyrsta markið með skoti fyrir utan teig eftir um 20 mínútur og Andri Steinn vann boltann af harðfylgi strax í næstu sókn á eftir og afgreiddi hann örugglega í netið og þannig var staðan í hálfleik, þrátt fyrir 3-4 virkilega góð færi af okkar hálfu.
Í seinni hálfleik var töluvert um breytingar en markaskorið var það sama, það er að segja að Grindavík gerði 2 mörk en Í.R.-ingar ekkert og því lokatölur samtals 4:0. Það sama má segja um seinni hálfleikinn, að nóg var af færum til að bæta við fleiri mörkum.
Goran Wujic gerði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Andri Steinn skoraði svo sitt annað mark þegar hann vippaði boltanum laglega yfir markvörð Í.R. eftir "ævintýralega" stungusendingu Alberts Arasonar.
Með fullri virðingu fyrir Í.R.-ingum, og þó ýmislegt jákvætt hafi sést á köflum, var liðið sem heild ekkert að brillera í dag og við eigum enn dálítið í land til að geta sagt fullum hálsi að við eigum virkilega heima í úrvalsdeild.
Hlutfall góðra hluta gagnvart slæmum í þessum leik var ekki langt yfir 50:50, stórglæsilegar sóknir inn á milli en á móti komu við og við sendingar og varnarvinna sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en kæru- og hugsunarleysi.
Fyrir slíku eru engar afsakanir til, það er einfaldlega ekki flóknara en það.
Það væri þó lítið fútt í þessu ef við hefðum ekkert að laga.
Byrjunarlið: Helgi Már, Ray, Albert, Guðmundur, Jósef, Eysteinn, Paul, Scott, Orri, Andri, Goran.
Inn í fyrri hálfleik: Alex fyrir meiddan Guðmund.
Inn í hálfleik: Páll og Áslaugur fyrir Eystein og Orra
Inn í seinni hálfleik: Þorfinnur fyrir Jósef, Óskar fyrir Helga og Emil fyrir Goran
Óli Stefán meiddur, Eyþór meiddur, Jóhann veikur, Mike meiddur.
Íþróttir | 25.3.2007 | 17:58 (breytt kl. 19:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Æfingin í dag, föstudag verður klukkan 19:30 á gervigrasinu í Garðabæ en ekki klukkan 20:30 eins og venja er.
Smellið á myndina fyrir neðan til að skoða betur. Ágætis húmor og minnir á nýju blokkina við gamla völlinn.
Íþróttir | 23.3.2007 | 15:30 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru tæplega tvær vikur í ferð og endaspretturinn í fjáröflunni um það bil að hefjast. Vonandi eru menn að vakna og gera klárt við Orra í sambandi við að skila inn peningum. Ég vil líka minna menn á að ef menn ætla að fá sér nýja skó að gera það fyrr en seinna því 13 ára reynsla af þessum ferðum segir manni það að vera ekkert að fara í ónotaða skó á fyrstu æfingu úti heldur vera búnir að hlaupa þá aðeins til í snjónum hér heima
Óli Stebbi
Íþróttir | 22.3.2007 | 12:30 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú þegar aðeins einn leikur er eftir af getraunaleik okkar hafa menn þjappast saman á toppnum og spennan orðin óbærileg, maður heyrir útum allan bæ að menn séu að missa svefn yfir þessu öllu saman...
Eyjólfur Magnússon, Bjarki Guðmundsson og Guðný Gunnarsdóttir eru efst og jöfn með 10 leiki rétta af 13, sem er náttúrulega ótrúlegur árangur, þar sem þátttakendur fá aðeins eitt tákn á leik.
Nú er það bara spurning hvernig leikur Liverpool og Arsenal fer og hver hlýtur utanlandsferðina.
Við minnum á að þeir sem fagna ekki jafngóðum árangri, eiga enn möguleika á að vinna góða vinninga í happdrættinu.
Smellið á linkinn til að fá upp heildarstöðuna.
Kveðja, Orri
Íþróttir | 20.3.2007 | 22:29 (breytt kl. 22:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, drengir. Kíkið á þennan tengil og takið hann til ykkar.
Verðum að fara að drífa í að gera þetta klárt.
E.H.
Íþróttir | 19.3.2007 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja það kom að því að maður tapaði. Það er reyndar hægt að segja að þetta tap hafi verið í takt við daginn hjá mínum liðum. Arsenal tapaði, mitt lið tapaði og svo tapaði Grindavík á móti Sköllunum í körfunni.
Æfing dagsins var í Reykjaneshöllinni og eftir góða upphitun völdu þeir Jankó og Dragó í lið. Það endaði með því að Jankó og félagar unnu 5-4 eftir mikil læti og dramantík. Við Paul erum síðan að spá hvort Orri og Andri ættu ekki bara að skella sér í körfuna því þar geta þeir komist í leik án snertingar. Allavega frekar pirrandi þegar menn sem monta sig af því að taka 100 í bekk liggja svo eins og ég veit ekki hvað út um allan völl við smá snertingu. En þeir unnu samt fer&skver og við tökum því bara eins og sannir karlmenn.
Staðan breyttist aðeins við þetta en Abbi komst á toppinn og nokkrir leikmenn settu við þetta óþægilega pressu á undirritaðan en það eru nokkrir leikir eftir þannig að margt getur ennþá breyst. Síðasti stigaleikurinn í þessari lotu verður úti í Tyrklandi og verður efsti maður eða eftstu menn verðlaunaðir um kvöldið.
stig | |||
Óli Stefán | 13 | ||
Albert | 16 | ||
Villi | 10 | ||
Helgi Már | 10 | ||
Óli Daði | 10 | ||
Óli Baldur | 10 | ||
Jóhann | 10 | ||
Orri | 13 | ||
Gummi | 10 | ||
Eyþór | 13 | ||
Þorfinnur | 7 | ||
Einar Helgi | 7 | ||
Palli | 9 | ||
Andri Steinn | 10 | ||
Jobbi | 7 | ||
Alex | 7 | ||
Hjörtur | 7 | ||
Skotty | 7 | ||
Eysteinn | 10 | ||
Nonni | 4 | ||
Markó | 4 | ||
Siggi | 4 | ||
Jón Haukur | 3 | ||
Emil | 3 | ||
Ray | 4 | ||
Mike | 2 | ||
Ási | 1 | ||
Óskar P | 6 |
Jankó 6
Óli Stebbi
Íþróttir | 19.3.2007 | 00:12 (breytt kl. 21:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábær æfing í morgun drengir. Gaman að koma suður í snjóbil og taka vel á því með félögunum. Dragó kann sko að láta menn taka á því og ég efast ekki um að við verðum í geðveiku formi í sumar með þessu framhaldi
Á morgun stendur til að taka stigaleik í Reykjaneshöllinni kl 17.00. Nú verða menn að taka á því svo að sumir stingi ekki alveg af. Svo er mikill pakki leikmanna með 4-7 stig þannig að það væri flott að komast úr þeim pakka.
Annað kvöld er svo annar leikur Grindavíkur og Skallagríms og ætlum við leikmenn meistarflokks í fótbolta að mæta í búningunum okkar og styðja félaga okkar til sigurs. Endilega sem flestir að mæta og koma okkar mönnum í undanúrslit.
Íþróttir | 17.3.2007 | 20:00 (breytt kl. 20:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
æfingin í Garðabæ er klukkan 19.30 en ekki 20.30 eins og venjulega. Vonandi eru allir með þetta á hreinu
Óli Stebbi
Íþróttir | 16.3.2007 | 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við spiluðum við Val í Egilshöllinni í kvöld og til að gera langa sögu stutta þá lögðum við þá að velli 1-0. Þetta er nátturlega stór áfangi hjá okkur því að fyrir utan það að sigra í fyrsta skipti í leiðinlega langan tíma þá héldum við markinu líka hreinu sem er frábært. Ég held að menn geti verið sammála um að þetta var sigur liðsheildarinnar og nú geta menn séð hvað hægt er að gera ef menn standa saman og leggja allt sitt í leikinn. Senterarnir Andri og Goran voru fáránlega duglegir en þegar við erum með svona framlínu þá verður vinnan fyrir aftan mikið mun auðveldari. Miðjan var að eiga sinn besta leik, Orri og Paul settu upp kennslubókardæmi hvernig kantmenn eiga að spila. Vörnin var mjög samstíga og tók það sem fór í gegn því að Valur átti ekki mikið af færum og verður það að teljast nokkuð gott á mótu tveimur af bestu framherjum landsins þeim Helga Sig og Gumma Ben. Markmennirnir Óskar og Helgi átti einnig flottan leik og frábært fyrir alla að það sé bullandi samkeppni um þessa stöðu eins og aðrar.
Jankó kom með mjög góðan punkt í hálfleik þegar hann spurði okkur af hverju við spilum ekki svona á móti minni spámönnum og er ég alveg ótrúlega sammála karlinum þarna. Það hefur loðað við lið Grindavíkur undafarin misseri að detta niður á spilamennsku andstæðinga okkar. Þetta er nokkuð sem á góðri íslensku kallast vanmat og tími til kominn að hætta því. Við höfum ekkert efni á að vanmeta eitt einasta lið og það kemur til með að reyna á þetta í sumar þannig að menn ættu að fara að vinna í þessu.
Flott vika að baki og töff tími fram að ferð
Óli Stebbi
Íþróttir | 15.3.2007 | 22:49 (breytt kl. 23:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í KVÖLD: DEILDABIKAR: VALUR - GRINDAVÍK EGILSHÖLL 19:00
Mikil og góð stemmning var á leiksýningunni Pabbinn í grunnskólanum í gær. Var ekki annað að sjá en gestir færu flestir hverjir sáttir heim enda verkið og flutningur Bjarna Hauks á því hreint ekkert slor.
Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar hann birtist í Grindavíkurtreyjunni í uppklappinu.
Óhætt er að fullyrða að þetta kvöld hafi gengið eins og í sögu og að allir sem sýninguna sóttu eða að henni stóðu hafi gengið sáttir frá borði. Hlátursrokurnar streymdu um salinn nánast samfleytt í tvo tíma og krónurnar streymdu í kassann vegna Tyrklandsferðar okkar meistaraflokksmanna.
Það tóku kannski færri eftir því að á meðan Bjarni Haukur fór á kostum á sviðinu fyrir allra augum, þá fóru Siggi Bakari og frú á kostum frammi á gangi, þar sem þau þeyttust um og skáru niður kökur og helltu upp á kaffi fyrir áhorfendur. Ekki er nóg með að þessi SANNKÖLLUÐU sómahjón hafi gefið okkur tíma sinn og orku í að sjá um þennan mikilvæga þátt, heldur tóku þau ekki krónu fyrir þær veitingar sem fóru ofan í sýningargesti í hléinu, heldur lögðu hverja einustu þeirra í ferðasjóð okkar meistaraflokksmanna.
"Að fá hluta af innkomunni? Fá borgaðan efniskostnað? Lágmarks tímakaup?
Ekki að ræða það."
Það eina sem Siggi bakari sagði í gær að hann hefði áhyggjur af, var að einhver í salnum hefði þær ranghugmyndir í kollinum að hann væri að reyna að græða á samkomunni.
Eins og það væri nú hrikalegur glæpur, ef svo væri.
Hvað er það sem fær fólk til að standa í svona löguðu? Staldraðu aðeins við þá pælingu.
Það er náttúrulega ekkert annað en mannkostir eins og gjafmildi og óbilandi stuðningur við sitt félag. Ekki getur sá sem þetta skrifar að minnsta kosti fundið aðrar ástæður fyrir störfum þeirra hjóna þarna í gærkvöldi.
Það er svona fólk sem gerir þetta félag okkar að því sem það er.
Siggi bakari er einn af þessum mönnum sem hiklaust er hægt að segja að búi yfir GULL-GRINDAVÍKURHJARTA, því það vita allir sem koma nálægt fótboltanum hér í bæ að þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem hann styður Grindvískt knattspyrnufólk með álíka hætti, auk ómetanlegra starfa hans fyrir unglingaráð í gegnum árin.
Og ekki man sá er þetta ritar eftir því að hafa séð hann við þessi störf öðruvísi en með bros á vör og er hann alveg tvímælalaust skólabókardæmi um einstakling sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar hvað varðar hugarfar og framtakssemi í félagsstörfum.
Verra mál er hins vegar að hann virðist aldrei geta farið úr þessari andsk...Arsenal treyju sinni.
Leikmenn og aðstandendur meistaraflokks karla vilja þakka kærlega öllum þeim sem sóttu sýninguna í gær og Bjarna Hauki og aðstoðarmanni fyrir samstarfið. Ekki síst þökkum við Jónasi Þórhalls, en hann á langstærstan þátt í innkomu gærkvöldsins auk þess sem fregnir herma að hann hafi harðneitað boðsmiða frá fyrirtæki sínu og ekki tekið annað í mál en að borga sig inn.
SÉRSTAKAR þakkir frá Siggi Bakari og frú, auk sjóaranna Ingvars Guðjónssonar og Jóns Gauta Dagbjartssonar, sem sáu um að "draga okkur að landi" og fengu þeir félagar að sjálfsögðu nokkur vel valin fýluköst í andlitið fyrir:)
ÁFRAM GRINDAVÍK!
Hérastubbur bakari
Í KVÖLD (FIMMTUDAG): VALUR - GRINDAVÍK EGILSHÖLL 19:00
Íþróttir | 15.3.2007 | 08:57 (breytt kl. 09:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
347 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |