Nóg að gera.

Það er sko ekki logn hjá okkur frekar en hjá Sigga storm. Í kvöld verður stórsýningin Pabbinn í Grunnskóla Grindavíkur og síðast þegar að ég vissi gekk salan alveg hreint með ágætum. Sýningin hefur frengið mjög góða dóma enda sömu menn að verki og gerðu Hellisbúann.

Á fimmtudag er svo stórleikur við Val í Egilshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Það verður spennandi að spila við Valsarana en þeir hafa ekki verið sterkari í mörg herrans ár og ég spái þeim hreinlega titlinum stóra næsta sumar. Ekki verður heldur leiðinlegt að fá að taka aðeins á Jóa Helga.

Eftir þennan leik verður frí frá leikjum í tvær vikur og þá verður þungt æfingaprógram en það verða 12 æfingar á 15 dögum þangað til við förum út. Við förum út 4.apríl og verðum þar til 14.apríl og þar æfum við tvisvar á dag og spilum einhverja leiki.

Herrakvöldið er svo áætlað 30.mars sem er að mér skilst laugardagur.

Ég vil svo að lokum taka undir með Húna en hann er frekar ósáttur við það hvað menn virðast oft áhugalausir í mörgum af okkar fjáröflunum. Nefndin hefur eytt miklum tíma í undirbúning í vetur og menn verða að leggja meira í þá vinnu sem við höfum fundið til.

Óli Stebbi


Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið - Til leikmanna meistara - og 2. fl. karla

Jæja drengir.

 

Ekki hefur sala miða gengið jafn vel og vonast var eftir og nú þurfum við að klára þetta dæmi á morgun.

 

2. flokkur spilar æfingaleik annað kvöld en mætir í verkefni vegna þessarar miðasölu í gula húsið kl. 18:00 nema menn hafi MJÖG GÓÐA afsökun. Ef hún er til staðar, skulu menn hringja í síma 694-5215 og tilkynna hana NÚNA.

 

Þeir sem verða á æfingu í Grindavík klukkan 18:00 verða í gula húsinu, þar til sölu miða er lokið. Þeir sem hafa MJÖG GÓÐA afsökun fyrir að komast ekki í það hringi í síma 694-5215 og tilkynni hana NÚNA.

 

Mér er alveg sama hvað menn hafa selt og ekki selt, menn hætta ekki að hlaupa í leik þó þeir hafi skorað eitt-tvö mörk og ENNÞÁ SÍÐUR ef menn hafa skorað sjálfsmark.

 

E.H. 


KA-Grindavík umfjöllun

 Hér er að finna umfjöllun af leiknum í gær. Tekið af síðu KA manna

Fyrri hálfleikur:
Leikurinn byrjaði með miklum látum, Grindvíkingar áttu gott færi strax á fyrstu mínútu, þegar bakvörður þeirra lagði boltann út í skot, en það hitti ekki á markið. KA menn svöruðu að bragði, Svenni átti góða fyrirgjöf á Ibra, en skalli hans var vel varinn. Stuttu síðar áttu Grindvíkingar skot að marki, boltinn fór í höndina á Hjörvari en ekkert dæmt, og Grindvíkingar ósáttir með það.

Leikurinn var mjög hraður, og komust KA menn í ákjósanlega stöðu í næstu sókn en síðasta sendingin hitti ekki á mann. Mjög jafnt var á með liðunum í upphafi, en á 21. mínútu komust KA menn yfir. Almarr vann skallabolta á miðjunni, skallaði á Elmar sem sendi góða stungusendingu á Svein Elías. Hann skaut með fyrstu snertingu og kom KA mönnum yfir (1-0). Grindvíkingar sóttu mikið upp kantana en Sandor var eins og kóngur í ríki sínu í öllum fyrirgjöfum.

Grindvíkingar voru ekki lengi að svara, og á 27. mínútu komust þeir þrír gegn tveimur varnarmönnum. Orri Freyr lék á einn varnarmann KA og skoraði, en Sandor hafði hendur á boltanum og munaði engu að hann næði að verja (1-1).

Grindvíkingar komust aftur í skyndisókn eftir horn suttu síðar, en þá gerðu
varnarmenn KA vel, og lauk sókninni með slöku skoti yfir markið. Í lok fyrri hálfleiks átti Ibra góða sendingu á Svenna, en það munaði hársbreidd að hann næði að skalla boltann á markið. Grindvíkingar fengu gott skallafæri í síðustu sókn fyrri hálfleiks, en Sandor greip boltann auðveldlega eins og svo oft í leiknum en hann átti frábæran leik í markinu.

Seinni hálfleikur:
KA menn áttu fyrsta færi seinni hálfleiks. Á 50 mínútu þvældi Ibra varnarmann Grindvíkinga og var kominn í ágætt skotfæri, en annar varnarmaður Grindvíkinga komst fyrir skotið,
boltinn hrökk til Sveins, en skot hans var einnig varið í horn. Eftir hornið skaut Almarr fyrir utan teig, boltinn fór af varnarmanni og fyrir markið. Þá var hangið aftan í Ibra og réttilega dæmt víti. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega með góðu skoti í vinstri samskeytin (2-1).

Grindvíkingarnir létu þetta ekki á sig fá, og mínútu síðar komust þeir í dauðafæri eftir fyrirgjöf vinstra megin, en skotið fór í innanverða stöngina og útaf. Liðin sóttu bæði af krafti
næstu mínúturnar án þess þó að ógna markinu neitt sérstaklega.

Á 75. mínútu dró til tíðinda. Sveinn Elías vann boltann af aftasta varnarmanni Grindvíkinga, og komst framhjá markmanni þeirra, þegar hann kippti undan honum löppunum. Marínó, dómara leiksins, þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta og dæmdi hornspyrnu. Sveinn hefur líklega
látið einhver misfögur orð falla, því eftir spjall við línuvörð leiksins dró hann upp rauða spjaldið og rak Svein í bað.

Grindvíkingar sóttu af krafti, en náðu þó ekki almennilegu skoti á markið. Arnór Egill, sem var nýkominn inná, átti ágætt skot á 85. mínútu en það hitti ekki á markið. Það var komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar Grindvíkingar fengu aukaspyrnu út á vinstri kanti. Scott Ramsey tók spyrnuna, Grindvíkingar fengu frían skalla á markið, óverjandi fyrir Steinþór sem var nýkominn í markið fyrir Sandor. KA-mennirnir í teignum vildu meina að Þorvaldur Sveinn hafi verið tosaður niður en ekkert var dæmt og markið stóð (2-2).

Niðurstaðan því afar svekkjandi 2-2 jafntefli en fyrsta stigið í hús. Næsti leikur er gegn Víkingum næstkomandi laugardag.

Óli Stebbi


Vantar þig miða á leiksýninguna?

Enn eru nokkrir miðar eftir á leiksýninguna "PABBINN" sem fram fer í grunnskólanum á miðvikudaginn.

Ef þú vilt tryggja þér einn slíkan, geturðu haft samband við einhvern af leikmönnum meistaraflokks, kíkt upp í gula hús eða sent tölvupóst á manonthemoon10@gmail.com.

Miðaverð er 3.500 krónur og hjón fá tvo miða á 6.000. 

Stuðningurinn er mikilvægur og það verður víst enginn svikinn af þessari sýningu.

Skoðið: www.pabbinn.is 

banner6

 

 

 

 

 

LEIKMENN meistaraflokks athugið!

Ef þið eigið óselda miða eftir er mjög mikilvægt að koma með þá á æfingu í kvöld.

 

E.H. 


KA-Grindavík

Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar manna við KA fyrir norðan og endaði hann 2-2. Orri og Andri Steinn skorðu mörkin en Andri jafnaði á síðustu mínutu leiksins. Jankó sagði í símaviðtali við Grindavik.blog.is að leikur okkar manna hafi verið ágætur og möguleiki að skora fleiri mörk. Hann var hins vegar ekki sáttur við varnarleikinn og ósáttur við að fá 2 mörk á okkur.

Óli Stebbi


Gömul færsla

Ég var að grafa upp gamla færslu þegar ég var að prufa bloggheiminn árið 2004 þegar Zelko var þjálfari sælla minninga. Á þessum tíma vorum við að fara æfingaferð til Belgrad og við æfðum oft tvisvar á dag svona eins og KRingarnir gera í dag. Ég ætla að skella nokkrum gömlum færslum hér inn næstu daga.

 

Miðvikudagurinn 17.mars 2004

15 dagar í Belgrad

 

Já góðir hálsar það eru ekki nema 2 vikur í brottför. Við (Grindavíkurliðið) erum semsagt á leiðinni til Belgrad að æfa og spila í 10 daga. Án efa verður stóra stundin leikurinn við Rauðu Stjörnuna frá Belgrad. Þetta er nátturlega eitt af stærstu liðum evrópu og á að baki glæsilega sögu. Önnur stór stund í þessari ferð verður nátturlega heimsókn til fjölskyldu Kela (Sinisa Kekic) en hún býr í 30min akstursleið frá hóteli okkar og það stendur til að halda veislu þar sem við fáum að borða og drekka eins og við í okkur getum látið. Það verður spennandi að kynnast þessari menningu sérstaklega í ljósi þess að það hafa í gegnum tíðina komið margir júgóslavar hingað og margir þeirra orðið mjög góðir vinir mínir.

Í dag var þriðja báráttan við Þorbjörninn háð. Og í dag hafði Þorbjörninn næstum því betur. Þegar um 20 metrar voru á eftir á toppinn var ég á mörkum þess að gefast upp en einhvernveginn náðu lappirnar að bera mig þennan spöl sem eftir var.  Ég lærði það í dag að vanmeta þetta þetta tignarlega fjall aldrei aftur. Ég skora á alla að prufa að hlaupa upp fjallið og þá held ég að menn viti hvað ég er að tala um.
Óli Stebbi

Stigaleikur 6

Jæja það fór þannig að liðið sem byrjaði á móti HK vann stigaleikinn í gær. Þessi úrslit þíða það að nú eru menn í einum hnapp um miðja töflu. Albert sem aldrei þessu vant skoraði í gær jafnaði Óla á toppnum þar sem Óli spilaði ekki í gær vegna meiðsla. Mikla athygli vekur að menn eins og Ray og Andri Steinn eru að vinna sína fyrstu stigaleiki og Mike fékk stig fyrir að koma í sigurliðið seint í leiknum en hann byrjaði í hinu liðinu. Leikurinn fór semsagt 4-1 og skorðuðu þeir Eyþór Atli, Abbi Skotty og Andri Steinn mörk sigurliðsins en hinn nýji leikmaður okkar Goran Vujic skoraði eina mark tapliðsins. Ef það er e-d vitlaust í töflunni í þessari færslu þá látið mig vita strax í athugasemdum.

Stigaleikur6
stig
Óli Stefán13
Albert13
villi10
Helgi Már10
Óli Daði10
Óli Baldur10
Eyþór10
Orri10
Gummi10
Jóhann7
Þorfinnur7
Einar Helgi7
Eysteinn7
Andri Steinn7
Jobbi7
Alex7
Hjörtur7
Skotty7
Palli6
Nonni4
Markó4
Siggi4
Ray4
Emil3
Jón Hauku3
óskar P3
Mike2
Ási1

 

 

Óli Stebbi

 

 


Nú er tækifærið

Í kvöld fer fram 6. stigaleikur ársins í Reykjaneshöllinni. Það dregur til tíðinda því það er orðið ljóst að stigahæsti leikmaðurinn verður ekki með vegna meiðsla. Búast má við því að hart verði barist um hvert stig. Búið er að stilla upp í lið en byrjunarliðið á móti HK spilar saman. Einnig verður gaman að fylgjast með nýjasta leikmanni okkar Goran Vujic. Hann kom á sunnudag og æfði með okkur í gær en hann lítur við fyrstu sýn bara þræl vel út, bæði sem leikmaður og útlitslega því hann er djöfull myndarlegur pjakkurinn enda viljum við ekkert slor í okkar lið. Ef menn og konur hafa áhuga á að kíkja þá byrjar æfingin 21.30 í Reykjaneshöllinni í kvöld.

Óli Stebbi


Staðan eftir 9 leiki í getraunaleiknum

óhætt er að segja að það sé komin mikil spenna í leikinn eftir leiki helgarinnar þvi það voru ansi margir sem hafa greinilega ofurtrú og íslendingaliðinu West Ham því það voru sárafáir sem tippuðu á útisigur í þeim leik...

smelltu á linkinn til að fá upp stöðuna


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Uppleið

Það kom að því að menn fóru að taka sig saman og spila eins og menn. Þessi leikur var sjálfsagt einn sá besti sem við höfum spilað í ár, fyrir utan Víkingsleikinn hugsanlega, en því miður fengum við ekkert út úr honum. Liðið byrjaði leikinn af krafti og var gaman að sjá að nú voru menn að vinna virkilega fyrir hvern annan. Oft á tíðum sást alveg frábær fótbolti þar sem boltinn gekk á fáum snertingum. Mörkin létu reyndar á sér standa í dag og er það það eina sem hægt er að setja út á liðið, að nýta ekki færin betur. Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum unnið þennan leik með 2-3 mörkum en það þýðir ekkert að gráta Björn bónda.

Liðið spilaði eins og áður sagði mjög vel í dag. Vörnin örugg sem og markmennirnir. Miðjumennirnir voru duglegir og studdu vel við sóknarmennina. Senterarnir voru flottir og það skiptir ótrúlegu máli fyrir varnarleik liðsins að þeir séu duglegir og það voru þeir svo sannarlega í dag. Bara óheppni að ná ekki að skora en það á eftir að koma fyrr en seinna

getImg[2]                                                                                                                                    Þar sem ég fékk að horfa á leikinn úr stúkunni í dag get ég lagt dóm á leikmenn og ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að Eysteinn Húni hafi verið maður leiksins. Gamli var úti um allt og alveg frábært að sjá vinnsluna í karlinum. Ég man bara ekki eftir að hann hafi tapað bolta í leiknum. Tökum hann okkur til fyrirmyndar og förum norður næstu helgi og komum heim með okkar fyrstu stig í þessari keppni.

Óli Stebbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband