Spá 9.sæti

Áfram heldur spáin á www.fotbolti.net og í dag er það 9.sætið. Vinir og okkar og frændur úr Njarðvík enda þar smkæmt henni. Persónulega held ég að þeir verði spútníklið sumarsins og endi mun ofar. Njarðvík spilar skemmtilegan bolta undir styrkri stjórn Helga Boga sem allir í Grindavík þekkja. Það sem er ekki alveg nógu gott fyrir okkur er að hann ásamt Alberti Sævars og Alla píp eru öllum hnútum kunnugir í Grindavík. Með Njarðvík spilar einnig Gessi gamli þannig að það verður langt frá því að verða auðveldir leikir gegn þeim.

Spá 10. sæti

Leiknir úr Breiðholtinu mun enda í 10. sæti ef spá fyrirliða og þjálfara liðanna í fyrstu deild rætist. Talað er um að Leiknir sé með ágætis lið en breiddin ekki mikil þannig að ekki má mikið útaf bregða hjá þeim. Ég veit að þeir eru með hörku framhefja frá Danmörku sem hefur verið að skora mikið hjá þeim undanfarin ár. Við spilum fyrsta heimaleik okkar við þá og það er eins gott að vera á tánnum og taka vel á móti þeim

Óli Stebbi


Sigur á Í.R. - Raggi Ragg í skýjunum

Var að koma heim af æfingaleiknum gegn Í.R. sem fram fór á frábærum gervigrasvelli þeirra Breiðhyltinga, sem hafa tekið þó nokkrum framförum undir stjórn Ásgeirs Elíassonar síðan við mættum þeim síðast í Reykjaneshöllinni.

  Paul kom okkur í 1-0 um miðjan fyrri hálfleik með frábæru skoti fyrir utan teig sem söng lag með Proclaimers efst í samskeytunum. Fljótlega eftir það jöfnuðu Í.R.-ingar en Alex tryggði okkur sigur er nokkrar mínútur voru eftir með skalla af 0,5 metra færi í 0,3 metra hæð, eftir að skot Andra Steins hafði verið varið í slána.

 Ekki ætla ég nú að tjá mig mikið meira um leikinn, enda kæmi sjálfsagt lítið af viti út úr því, þar sem ég er "meiddur í hausnum". Þegar Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi markvörður ÍBV og Fram og núverandi markmannsþjálfari Í.R.-inga heyrði af því, sagði hann umsvifalaust:

"Bíddu....eruð þið fyrst að komast að þessu núna!?"

 Annars er ástæða skrifanna fyrst og fremst sú að er ég sat á bekknum um miðjan seinni hálfleik, þá spurði ég Ragga Ragg, hvort það væri eitthvað til í þeim orðrómi að það væru að koma einhverjir nýjir leikmenn til liðs við okkur fyrir mót.

  Raggi svaraði af sinni alkunnu stóísku ró um leið og hann lýsti yfir skoðun sinni á genginu í leiknum:

 

  "Nýir leikmenn!?!?! Það er að koma LEST!"

ANNOYED

 

 

 

 

 

 

 

 

Raggi var ekki sáttur við gang mála á

bekknum í kvöld


Annoyed.JPG-thumb_212_150

 

 

 

 

 

 

Hér sést Orri eftir að

hafa misnotað DAUÐA-færi  

 

119b47-1999-04-22-msm99

 

 

 

 

 

 

 

Lestin var komin á Hofsós um

kvöldmatarleytið. 

 

Húni. 


Fundur stuðningsmanna

Jæja þá er komið að stofnfundi stuðningsmannaklúbb okkar. Fundurinn er á föstudag kl 20.00 í gula húsinu. Á þessum fundi verður farið yfir sumarið og hvernig fólk vill að klúbburinn starfi. Kosinn verður formaður og nafn á klúbbinn valið. Markmið þessa klúbbs verður það að skapa stemmningu í kringum leiki hjá okkur. Endilega þið sem hafið áhuga á því að taka þátt í þessu með okkur látið sjá ykkur.

p.s Ekki væri verra ef þið sem ætlið að mæta mynduð skrá ykkur hér í athugasemdum.

f.h meistaraflokks

Óli Stefán Flóventsson  og Orri Hjaltalín


ÍR-Grindavík

Á morgun 2.maí spilum við æfingaleik við ÍR í Breiðholtinu. Leikurinn byrjar kl 19.00 og þar sem það er enginn stórleikur í gangi á þeim tíma hvet ég fólk til að kíkja. Það má segja að þessi leikur sé nokkurn skonar geniralprufa fyrir fyrsta leik okkar við Stjörnuna og komum við til með að stilla upp líklegu byrjunar liði í þeim leik á morgun. Ray og Albert verða í banni í fyrsta leiknum og Eysteinn er búinn að vera lítils háttar meiddur en er að komast á fulla ferð, aðrir ættu að vera klárir. 

Óli Stebbi 


spá 11.sæti

Vikingur frá Ólafsvík lendir í 11. sæti samkvæmt spánni á www.fotbolti.net  Þar er talað um að þeir séu mjög varnarsinnaðir og séu með sterkan heimavöll. Persónulega veit ég ekkert um liðið en þekki aðeins þjálfarann sem er mjög góður. Ejub hefur þjálfað Sindra og Reyni Sandgerði áður og gerði frábæra hluti þar eins og hann hefur gert í Ólafsvík en hann fór með öll liðin upp um deildir. Víkingur kemur til með að vera sýnd veiði en alls ekki gefin

Óli Stebbi


Spá

Spá fyrirliða og þjálfara liða í fyrstu deild er að byrtast þessa daga á www.fotbolti.net. Fyrirliðar og þjálfarar spá vinum okkar úr Reyni Sandgerði 12.sæti en auðvitað vonum við að sú spá rætist ekki. Spennandi verður að sjá hvar við verðum í röðinni en við vorum vanir því að vera neðarlega í spánni í úrvaldsdeildinni utan tímabilsins 2003 þegar okkur var spáð titlinum.

Óli Stebbi


2 vikur í fyrsta leik

                                                                              Já nú eru bara rétt 2 keflavik_8877[1]vikur í fyrsta leik og ekki laust við að menn séu aðeins farnir að spá í sumrinu. Þar sem við erum að spila í b deild í fyrsta skipti síðan 1994 þá er það svolítið skrítið fyrir okkur að vera að fara að spila við lið sem við höfum bara ekki spilað við áður. T.d hef ég aldrei spilað við Reyni S, Njarðvík, Leikni, Víking Ó, Fjarðarbyggð, Fjölni áður í deildarkeppni eða bikar. Við byrjum sjálfsagt á einum af 5 erfiðustu leikjum sumarsins því Stjörnumenn hafa verið að spila mjög vel í vetur og unnu okkur t.d í lengjubikarnum 5-0. Við erum með tvo sterka leikmenn í banni þá Ray Jónsson og Albert Ara þannig að róðurinn verður enn þyngri en ella. Fyrsti heimaleikurinn er síðan á móti Leikni úr Breiðholti og þriðji leikurinn er fyrir norðan á móti KA. Í svona móti er mjög mikilvægt að byrja vel og ef við förum í gegnum þessa leiki með allavega 7 stig þá verð ég nokkuð sáttur. Að lokum vil ég láta áhugasama um stuðningsklúbb vita af sofnfundi sem verður í vikunni en hann verður auglýstur vel hér á síðunni. 

Óli Stebbi


Gestabók

Það væri gaman að fá ykkur sem eruð að kíkja á þessa síðu til að skrifa í gestabókina. Ekki leiðinlegt að fá hugmynd um hver er að lesa þetta rugl okkar.

p.s Ekki þú vera að skrifa Gunnar Már, við vitum alveg að þú liggur yfir þessu dag og nótt 

Óli Stebbi 


Takkaskór

 Núna þegar grasið er óðum að grænka þá eru menn sjálfsagt að gera það upp við sig hvernig skómimages[1] þeir ætla að vera á í sumar. Þetta er nátturlega risaákvörðun því menn verða auðvitað að vera sáttir við skóna sem þeir spila í. Skómálin hjá okkur fótboltamönnum eru reyndar oft á tíðum frekar furðuleg og eru menn stundum ekki menn með mönnum nema skórnir séu þeim mun meira áberandi. Grindavík er á Umbro samning og eru skórnir frá þeim ágætir. Persónulega hef ég alltaf spilað í Adidas og þá Predator típunni. Einnig hef ég spilað í Copa mundial sem eru sjálfsagt vinsælustu skór frá upphafi. Núna á þessu tímabili er ég búinn að ákveða að breita til og færa mig yfir til erkióvinanna í NIKE. Þar fann ég þessa líka fínu skó sem kallast Nike Legend sem eru ekkert ósvipaðir Copa. Ég hef svakalega trú á þessum skóm en síðast þegar ég spilaði í nike þá var ég í Þrótti Nes og skoraði í þeim 7 mörk í 8 leikjum. Hvort það hafa verið skórnir, það verður bara að koma í ljós í sumar, reyndar var ég í fremstu víglínu í gamla daga en þeirri öftustu núna. 

Óli Stebbi 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband