Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Grindavik - ÍBV

Við spiluðum við Eyjapeyja á laugardaginn í Reykjaneshöllinni og endaði leikurinn 5 - 2 fyrir okkur.  Við byrjuðum þennan leik með látum og vorum komnir í 2 - 0 eftir 7 mínútur með mörkum frá Andra og voru bæði mörkin mjög glæsileg eða eftir samspil upp allan völlin þar sem spilað var með einni snertingu.  Eyjamenn minnkuðu svo munin í sinni fyrstu sókn á 10 mínútu með góðu skoti stöngina og inn eftir að okkur mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu.  það sem eftir lifði hálfleiks stjórnuðum við leiknum og létum boltann ganga mjög vel á milli manna og sköpuðum okkur mörg góð færi en nýttum aðeins eitt þeirra þegar Scotty skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir að Andri hafði lagt boltann út á hann.  Staðan í hálfleik var því 3 - 1 og hálfleiksræðan hjá jankó var eftirfarandi,  "úúúúfff strákar þetta er frábært,palli og svenni inn og scotty og emmi út".  Við komum heldur ryðgaðir út í seinni hálfleikinn enda alltaf erfitt að halda út svona tempói  í langan tíma á þessum árstíma.  Eyjamenn komust aðeins betur inní leikinn og var jafnræði með liðunum en við alltaf líklegri til að bæta við mörkum og eftir enn eina hraða sóknina hjá okkur þá skoraði Svenni gott mark eftir góða fyrirgjöf frá Jobba.  Jobbi kórónaði svo frábæran leik með góða skoti á vítateigslínunni eftir samspil upp allan völlinn.  Ég held að við höfum sýnt það í þessum hvað við getum verið gríðarlega flott lið þegar allir eru samstilltir á að spila hratt og stutt, Ungu strákarnir Bogi,Alex,Jobbi og Ási voru líklega allir að spila sinn besta leik fyrir félagið og eiga þeir mikið hrós skilið eftir þennan leik. Afmælisbarnið hann Óskar sem var 19 ára á laugardaginn var mjög öruggur að vanda og aðrir leikmenn skiluðu sínu og gott betur en það.  liðið var eftirfarandi, óskar í markinu.  vörnin var ási,eysteinn,bogi og jobbi. miðjan var emmi,orri,jói og alex og frammi voru Andri og scotty.  Inná komu svo Palli,Svenni,Villi,Markó,Óli Daði og Magnús Þormar

 kveðja vinurinn


Reynir - Grindavik

ekki get ég nú sagt að við höfðum boðið upp á mikinn samba bolta í þessum leik, menn virkuðu mjög þungir eftir jólasteikurnar og engan vegin tilbúnir til að spila þennan leik.  Við unnum þennan leik 2 - 1.  mörk okkar í þessum leik skoruðu emli daði og andri en hann gerði það eftir frábæran undirbúning hjá palla en hann notaði glænýja skotbrellu sem virkar þannig að hann þóttist skjóta með vinstri en skaut í hægri löppina á sér og lagði þannig boltann fyrir sig á meðan varnarmennirnir stóðu agndofa eftir og svo sendi hann glæsilega sendingu á andri sem hreinlega gat ekki annað en skorað.  þess má geta að hann magnús markmaður varði víti í leiknum.  liðið var eftirfarandi  Magnús í markinu, vörnin var Vilz,eysteinn,ási og ray.  miðjan var scotty,jói,orri og Emil daði og frammi voru andri og palli.

Grindavik - Reynir

Vil minna á leik sem við eigum á morgun laugardag á móti Reyni Sandgerði í reykjaneshöllinni og hefst hann kl 16:00.  Við áttum að spila við aftureldingu en það var ekki hægt vegna þess að völllurinn er þakinn snjó og vil ég hvetja alla til þess að koma og kíkja á okkur.

kveðja vinurinnn


Æfingar á nýju ári

Þá er jólafríið góða búið og æfingarnar byrjaðar á fullu aftur.  Við æfðum í Reykjaneshöllinni í gær á nýja grasinu og var það alveg frábært, var kannski pínu sleipt á köflum en ekki ætla ég að kvarta yfir því.  æfingin í dag fellur niður vegna veðurs enda ekki skrýtið því maður þarf hreinlega að moka sig út úr húsinu og er þetta örugglega mesti snjór sem ég hef lent í hérna frá því að ég flutti fyrir 4 árum.  Fyrsti leikur hjá okkur á nýju ári er á móti Aftureldingu í mosó á laugardaginn klukkan 12 held ég og hvet ég alla til að mæta og skoða okkar lið því við höfum verið að spila ágætis bolta í þessum æfingarleikjum okkar.  þetta er fyrsti leikurinn okkar í smá leikjatörn en við spilum líka við Íbv og keflavík á næstunni.

Svo að sjálfsögðu stend ég við mín orð um jólaglöggið og er ykkur hér með boðið heim til mín á laugardaginn eftir leik í grill og game, spurning hvort ingvar komi jafn vel æfður og í síðasta game, en endilega kvittið ef þið ætlið að koma.  Makar eru velkomnir en endilega reynið að skilja þær eftir heimaGrin.

vinurinn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband