Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Mfl Grindavík open

Jæja þá er maður aðeins búinn að jafna sig á áfallinu í gær. En ekki meira um þann leik. Nú er líklegt að leiknum á móti Fjölni verði frestað vegna þess að markmaður þeirra var vallinn í u21 landsliðið. Að öllum líkindum verður næsti leikur okkar því eftir 2 vikur á móti ÍBV í eyjum. 

Ég er búinn að ræða við þjálfara og stjórn um golfferð næstu helgi. Planið er að fá bústað nálægt golfvelli og taka létta liðskeppni á laugardag og einstaklingsmót á sunnudag. Mér finnst þetta mikilvægt til að þjappa okkur saman fyrir endasprettinn. Stefnan er að á þriðjudag verði búið að ákveða nákvæmlega hvert verður farið og ég vil að menn skrái sig bara hér. Skiptir engu þó að menn spili ekki golf því að golfið er ekki aðalmálið í ferðinni. Hér sjáið þið mig á mótinu í fyrra 

Óli Stefán 


Fúlt

Það er ógeðslegt að tapa svona leik og fara af toppnum í fyrsta skipti í sumar. Það var bara þannig að eftir að við skorum í dag þá ætlum við að fara að verja markið í stað þess að drepa leikinn. Reyndar hefði Andri átt að skora í næstu sókn og þá hefði ekki þurfta að spyrja að leikslokum. Þróttur vildi bara vinna leikinn meira en við og það pirrar mig mest. Aðstæðurnar voru reyndar varla fyrstu deild bjóðandi því völlurinn var hörmulegur og kemur að sjálfsögðu niður á þeim bolta sem við erum að reyna að spila. Ég er ekki þannig gerður að fara að kenna einhverju öðrum en sjálfum okkur um ósigur og verðum við bara að taka þessu. Nú er næsta mál að tryggja efstudeildarsæti því það er ekkert í hendi ennþá. Þegar það er komið tökum við stefnuna á toppinn á ný.

Óli Stefán 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband