Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fundur stuðningsmanna

Jæja þá er komið að stofnfundi stuðningsmannaklúbb okkar. Fundurinn er á föstudag kl 20.00 í gula húsinu. Á þessum fundi verður farið yfir sumarið og hvernig fólk vill að klúbburinn starfi. Kosinn verður formaður og nafn á klúbbinn valið. Markmið þessa klúbbs verður það að skapa stemmningu í kringum leiki hjá okkur. Endilega þið sem hafið áhuga á því að taka þátt í þessu með okkur látið sjá ykkur.

p.s Ekki væri verra ef þið sem ætlið að mæta mynduð skrá ykkur hér í athugasemdum.

f.h meistaraflokks

Óli Stefán Flóventsson  og Orri Hjaltalín


ÍR-Grindavík

Á morgun 2.maí spilum við æfingaleik við ÍR í Breiðholtinu. Leikurinn byrjar kl 19.00 og þar sem það er enginn stórleikur í gangi á þeim tíma hvet ég fólk til að kíkja. Það má segja að þessi leikur sé nokkurn skonar geniralprufa fyrir fyrsta leik okkar við Stjörnuna og komum við til með að stilla upp líklegu byrjunar liði í þeim leik á morgun. Ray og Albert verða í banni í fyrsta leiknum og Eysteinn er búinn að vera lítils háttar meiddur en er að komast á fulla ferð, aðrir ættu að vera klárir. 

Óli Stebbi 


spá 11.sæti

Vikingur frá Ólafsvík lendir í 11. sæti samkvæmt spánni á www.fotbolti.net  Þar er talað um að þeir séu mjög varnarsinnaðir og séu með sterkan heimavöll. Persónulega veit ég ekkert um liðið en þekki aðeins þjálfarann sem er mjög góður. Ejub hefur þjálfað Sindra og Reyni Sandgerði áður og gerði frábæra hluti þar eins og hann hefur gert í Ólafsvík en hann fór með öll liðin upp um deildir. Víkingur kemur til með að vera sýnd veiði en alls ekki gefin

Óli Stebbi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband