Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Sigurpáll Jóhannsson, netsnillingur hefur verið að vinna að því að útbúa svokallað leikja-kort fyrir sumarið.
Á þessu korti má finna dagskrá sumarsins hjá meistaraflokki karla og U23 ára liðinu, auk úrslita (þó ekki úrslit þeirra leikja sem ekki eru búnir, hann er ekki ÞAÐ MIKILL net-snillingur).
Þetta er mjög smekklega unnið og um að gera að skoða þetta og smella á myndirnar, og þegar maður flakkar með músina inn á kortið kemur ýmislegt á óvart. Til dæmis er hægt að nota nokkurs konar aðdráttarlinsu (vinstra megin á skjánum) til að nánast sjá litinn á hornfánum vallanna.
Kort Sigurpáls getið þið skoðað hér
Hér má sjá Palla að vinnu við gerð kortsins.
Íþróttir | 19.5.2007 | 11:06 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við minnum Arsenal menn á að á morgun, sunnudaginn 20. maí, verður skorið úr um það hver verður næsti formaður Arsenal klúbbsins á Íslandi.
Það er ekkert leyndarmál að við Grindvíkingar styðjum okkar eina sanna Sigurð Enoksson í því kjöri en skráðir meðlimir klúbbsins geta kosið á heimasíðu hans sem finna má hér.
Gangi þér vel, Siggi.
Kveðja frá meistaraflokki karla.
Íþróttir | 19.5.2007 | 09:40 (breytt kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andri Steinn freistar þess að skapa svæði.
Leiknismenn úr Breiðholti mættu í heimsókn í gærkvöldi á okkar ástkæra Grindavíkurvöll, sem var nokkuð erfiður yfirferðar, eins og eðlilegt er á þessum árstíma. Töluvert af sandi er í honum og hann er ekki orðinn fyllilega gróinn. Þessar vallaraðstæður, ásamt strekkingsvindi og því að tvö baráttulið voru á vellinum, gerðu það að verkum að aðstæðurnar til að leika boltanum á milli voru ekki þær allra auðveldustu. Þrátt fyrir það sáust þó oft fínir samleikskaflar og ofarlega í huga eru þær sóknir sem byggðust í kring um bakverðina okkar, þá Mike og Jobba. Ekki þeir kraftalegustu á að líta, en hafa þegar sýnt að það er hægt að vera ógnvekjandi á annan máta en þann.
Leiknismenn áttu fyrstu markskotin og greinilegt var að þeir höfðu lagt upp með að nýta vindinn í fyrri hálfleik, þar sem þeir skutu hiklaust af löngu færi, sem var ekkert óskynsamlegt. Ekkert þessara skota skapaði þó verulega hættu.
Hornspyrnur skotanna tveggja voru hreint út sagt frábærar í gær og eftir eina slíka bombu frá Scottie átti Orri (O´Connor) þrumuskalla sem markvörður þeirra varði frábærlega í horn hinu megin. Alveg ótrúlegt hvernig Scottie nær að setja þennan þrumu-snúning á boltann gegn vindinum. Fyrsta markið kom svo upp úr annari slíkri hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik en þá var Gummi Bjarna mættur eftir klafs og þrumaði boltanum í markið með langskoti af 0 metra færi og fagnaði eins og óður væri, ásamt liðsfélögunum og fjölmörgum áhorfendum.
Í seinni hálfleik fengum við "rok-hið í bak-hið", eins og andstæðingar okkar í næstu umferð kalla það og byrjuðum af krafti, þó illa gengi að vinna á þéttri Leiknisvörninni. Leiknismenn komust svo smátt og smátt betur inn í leikinn, án þess þó að skapa verulega hættu en það er örugglega ekkert grín fyrir þessi lið að sækja á okkur, vitandi það í undirmeðvitundinni, að ef þeir missa boltann, er kapphlaup við "Svarta Pardusinn" yfirvofandi. Skyndisóknir okkar sköpuðu mest vandræði fyrir Leiknismennina, þar sem fyrrnefndar aðstæður gerðu okkur erfitt fyrir í stutta og þrönga spilinu þegar hin skipulagða og viljasterka vörn andstæðinganna náði að stilla sér upp. Paul var þó einna mest áberandi í því að leggja "gestaþrautir" fyrir varnarmenn Leiknis þegar hann snérist í kringum þá hvað eftir annað, en þó hann næði stundum að gera þá ringlaða og væri ógnandi og ákveðinn, vantaði yfirleitt herslumuninn í að skapa klár marktækifæri. Óli Stefán var þó mjög nálægt því að skora er hann tók einhvers konar netta "öfuga-bakfalls-hliðar-utanfótar-spyrnu" af stuttu færi eftir horn, sem lenti ofan á þverslánni og aftur fyrir mark.
Baráttan á vellinum og í stúkunni var allsráðandi og það var í raun ekki fyrr en í lok leiks sem við náðum að innbyrða sigurinn endanlega. Goran, sem komið hafði inn sem varamaður fyrir Mounir, fékk þá frábæra sendingu inn fyrir eftir að við höfðum unnið boltann af Leiknismönnum og gerði hann sig líklegan til að klára dæmið nákvæmlega eins og í fyrsta leiknum og það á sömu mínútu. Hann var hins vegar togaður niður af Leiknismanni er hann átti um tíu metra eftir að teig og fékk sá hinn sami rauða spjaldið "med det samme". Hafi svartsýnustu mönnum ekki fundist þetta nóg til að landa stigunum þá færði Scottie þeim vissuna með því að taka aukaspyrnuna af sinni alkunnu snilld og skrúfa boltann með vindinum algjörlega út við stöng, vinstra megin, frá honum séð. Stórkostlegt mark.
Leiknisliðið er lið sem gaman er að spila á móti. Þeir hafa ekki margar "stjörnur" innan sinna raða en berjast alveg eins og grenjandi ljón. Þá er það auðvelt fyrir hvern mann að sjá að liðsandinn hjá þeim er sterkur og að enginn skortur er á leikgleðinni, sem eru ómetanlegir kostir fyrir lið að hafa og geta bætt ýmislegt annað upp. Þeir eiga bara eftir að fara vaxandi, spái ég.
Okkar lið spilaði þokkalega miðað við aðstæður og allir af vilja gerðir til að skila sínu og ná í stigin þrjú sem öllu skipta. Að því sögðu er það ekkert leyndarmál að draumur liðsins er að gera það með flottari bolta en hægt var að bjóða upp á í aðstæðum gærdagsins. Það verður þó bara bónus þegar það bætist við.
Áhorfendum þökkum við kærlega fyrir komuna. Þetta er allt á réttri leið hvað varðar stemmningu og allt svona starf skilar sér til okkar inn á völlinn.
Efist ekki um það í eina sekúndu.
Áfram Grindavík.
Húni.
Þrátt fyrir viðurnefnið sem gefið er í
greininni er rétt að taka það fram að
Mounir hleypur ekki svona. Hann er hér að
rífa sig á fætur eftir hörku-tæklingu.
Stækkið myndina með því að smella á hana
og sjáið viljann í svipnum á honum.
Frábært.
Íþróttir | 19.5.2007 | 09:22 (breytt kl. 17:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum ætlar stuðningsmannaklúbburinn No Name (að minnsta kosti hef ég ekki enn heyrt af opinberum nafngiftum) að hittast á Salthúsinu kl. 18 í kvöld og hita upp fyrir leikinn mikilvæga gegn Leikni.
Ástæða er til að hvetja sem flesta til að mæta þar sem það þykir sannað að þeir sem eru í skipulögðum stuðningsmannaklúbbum skemmta sér miklu betur á vellinum en aðrir auk þess sem allir vita hversu sterkt afl samtakamátturinn getur verið. Þannig getur þú aukið þína ánægju og annara af því að fara á völlinn og bætt möguleika liðsins á góðum árangri um leið.
Gleymum því ekki að þeir sem eru í klúbbnum fá ódýrari miða á völlinn......
Frábært framtak. Er þetta nokkur spurning?
Áfram Grindavík!
ÆTLARÐU EKKI AÐ ........MÆTA!?!?!?!?!
Ekki viljum við hafa þetta svona.....
Ray var í banni í síðasta leik og sleppti
sér auðvitað í stúkunni í staðinn.
Alvöru maður.
Mynd gerð með sérstöku tölvuforriti sem
byggir á sögu, persónueinkennum, líkum
o.fl. Slegin voru inn orðin: "föstudagur,
Leiknir heima og Leifur Guðjóns"
Forritið er enn í þróun.
Fínasta stemmning myndaðist á stofnfundi
stuðningsmannaklúbbsins í síðustu viku,
þar sem Eiki Laufeyjar náði m.a. öðru sæti
í hopp-boltahlaupinu.
Hérna erum við að tala um alvöru "stuðning"
Íþróttir | 18.5.2007 | 11:04 (breytt kl. 11:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullt nafn: Jón Gauti Dagbjartsson
Gælunafn:The Golden leftfoot, Alveg satt
Aldur: 36 og í þéttari kantinum
Giftur/sambúð:Giftur Irmý Rós Þorsteinsdóttur sem er reyndar keflvíkingur,en fanta flott kona,alveg klassi toppur
Börn:Einn Grindjáni, Sigurbjörn Elí 12 og einn keflvíking,Teitur Leon 7
Hvað eldaðir þú síðast?Karrý rétt frá mömmu,massa gott
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína?pepperoni og grænpipar
Hvernig gemsa áttu?Nokia samloku, öll í steik
Uppáhaldssjónvarpsefni? Air crash investigation, National Geographic
Besta bíómyndin?Alive,ótrúleg mynd
Hvaða tónlist hlustar þú á?Allan fjandann, allt frá Britney beib upp í Godsmack og í þyngri kantinum, U2 alltaf bestir samt.
Uppáhaldsútvarpsstöð?X-ið þegar hún næst annars rás 2 til 4 á daginn og þá Bylgjan
Uppáhaldsdrykkur?Gin og tonic X mikið
Uppáhaldsvefsíða ? Baggalútur
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)?Já, fyrir úrslitaleiki í hádegisboltanum,þá set ég í brýrnar og sperri hornin á enninu á mér í stutta stund. Tapa mjög oft þessum leikjum!!!!!
Hvernig er best að pirra andstæðinginn?Með því að klobba hann, hefur einu sinni tekist, skuggalega gaman,gleymi því aldrei!!!!
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?Íslenska landsliðinu í handbolta, var einu sinni skallaður á tónleikum með Bonny Tyler í höllinni, það var vont og einhver þarf að svara fyrir það!!!
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?Steve Coppel,
Eg var hann oft á skólaplaninu, skoraði grimmt þá!!
Erfiðasti andstæðingur?Haukur Guðberg, var reyndar alltaf með mér í liði en var í marki, mörg töpin þá!!!!
EKKI erfiðasti andstæðingur?Það er eiginlega Haukur líka, skoraði grimmt framhjá honum á æfingum, happy days
Besti samherjinn?Theeeee Black Dave Miller, spilaði með honum út í henni Ameríku, skuggalegur fýr!!
Sætasti sigurinn?Þegar við í okkar bekk unnum Æsa bekk í skólmóti eitt árið, ég var svakalegur!!
Mestu vonbrigði?Að hafa ekki fengið sénsinn með aðalliði Grindavikur,,, aldrei!!
Uppáhalds lið í enska boltanum? MAN UTD, væntanlega
Uppáhaldsknattspyrnumaður?Mario Kempes,algjört sjarmatröll!
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Maður komst svosem ekkert áleiðis í þessu,Ásgeir Sigurvins..
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Ég vil nú trúa því að ég sé nú efnilegur ennþá........................
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Ekki spurning. Súper sjöan á þetta, Óli Stefán.
Fallegasta knattspyrnukonan? Sá einu sinni fótbolta fyrir framan tengdamóðir mina, Rúnu Guðjóns úr kefló, fór henni vel, ég segi hún!!
Grófasti leikmaður deildarinnar? Hlýtur að vera Mike, hann er svo sætur eitthvað....algjört rassgat!!!
Besti íþróttafréttamaðurinn? Þorsteinn Gunnars,engin keppni þar.
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Vil ekki særa neinn, en Janko gæti orðið forvitnilegur í því starfi!!!
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Hlýtur að vera Mike, hann er eitthvað svo mikið rassgat
Hefurðu skorað sjálfsmark? Já, þarf ég segja frá þeim öllum....
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:Þegar ég var eitthvað um 12 ára var ég einu sinni dekka eitthvað fífl í horni og prumpaði, hann var eitthvað fúll og bað mig að dekka einhvern annann, og ég gerði það!!
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei, ég er 36 ára gamall
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki?Hverslags bull spurning er þetta, á nudda manni upp úr þessu, ég hef aldrei spilað leik með meistaraflokk, common
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Virkilega góður miðill, einn af fáum sem maður treystir
Kíkir þú oft á Fótbolti.net?Væntanlega
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?Engu, þetta er fínt svona
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) The Police
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Að reyna að teygja á, vil ekki meiðast!!!
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Lee Sharpe
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum?Grindavík,fínt að kíkja annað, en bara í stutta stund í einu
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Byrja yfirleitt að hlæja rétt áður en kukkan hringir
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Konan mín, þegar hún er í rétta gírnum!!!
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já,körfubolta, við tökum dollurnar næst
Hver er uppáhalds platan þín? WAR U2, hrein snilld
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik?Síðastliðið mánudagskvöld á stjörnuvellinum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Fer eftir hvernig gír ég er í. Ef Rooney gír, þá Nike
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla?Eðlisfræði, heiftarleg steypa.
Óli Stefán
Íþróttir | 17.5.2007 | 21:22 (breytt kl. 21:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á morgun spilum við fyrsta heimaleik okkar og er það við strákana úr efta Breiðholti. Leiknir R er spáð neðarlega í deildinni en ég sá þá spila við KR í Reykjavíkurmótinu og í þeim leik sá maður að þetta er hörku lið sem alls ekki á að vanmeta. Hér er hægt að sjá umfjöllun fyrir leikinn á þeirra heimasíðu.
Núna ætlum við að byrja með lið sem heitir því frumlega nafnir hin hliðin. Þarna er verið að apa upp eftir fotbolta.net. Ég fékk spurningalistann frá þeim með góðfúslegu leyfi Magnúsar Einarssonar ritsjóra þeirra og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Við ætlum ekki að yfirheyra leikmenn heldur stuðningsmenn okkar og ráðumst við ekki á garðinn þar sem hann lægstur því meistari Jón Gauti Dagbjartsson ætlar að byrja. Hin hliðin á stuðningsmönnum Grindavíkur hefst semsagt innan skamms
Óli Stebbi
Íþróttir | 17.5.2007 | 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var nátturlega bara gaman að vera Grindvíkingur í gær. Sigur í fyrsta leik bæði inná vellinum og í stúkunni. Ég er nokkuð viss um að þetta á bara eftir að verða betra og skemmtilegra. Leikurinn var ágætur eftir frekar máttlausa byrjun. Liðsandinn og stemmningin var frábær en það eru einmitt þessir þættir sem verða að vera í toppstandi ef vel á að ganga. Nýr stuðningsmannaklúbbur sýndi þarna nákvæmlega hvernig á að gera þetta. Þó að það hafi ekki endilega verið margir í klúbbnum þá smita þeir rosalega út frá sér þannig að úr varð hin besta skemmtun. Við leikmenn þökkum auðmjúkir stuðninginn og vonum svo sannarlega að hann verði eins á föstudag á móti Leikni R
Óli Stebbi
Íþróttir | 15.5.2007 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja þá er mótið loksins að byrja og menn að verða klárir í action. Stuðningsmenn ætla að hittast á Salthúsinu klukkan 15.00 á morgun sunnudag og fara yfir málin þar. Mér skilst að nafn klúbbsins verði ákveðið og ef menn vilja koma með uppástungur þá verða menn að gera svo vel að mæta. Farið verður yfir texta og lög fyrir mánudaginn.
Af liðinu er það að frétta að Andri Steinn sem meiddist lítilega á móti Val verður að öllum líkindum klár. Aðrir eru 100% þannig að það er skemmtilegt vandamál fyrir Jankó að velja liðið. Við erum með nokkuð stóran hóp sem er algjörlega nauðsynlegt í svona löngu móti. Albert Ara og Ray Jónsson verða í banni og munar heldur betur um minna. Leikurinn við Stjörnuna er mánudagskvöld kl 20.00 og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið að mæta og hjálpa okkur í gegnum þessa hindrun sem Stjörnuliðið vissulega er.
Óli Stebbi
Íþróttir | 12.5.2007 | 20:46 (breytt kl. 20:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okkur var eins og áður segir spáð efsta sæti á fotbolta.net. Hér getur þú séð umfjöllunina um okkur þar.
Óli Stebbi
Íþróttir | 11.5.2007 | 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7. sæti KA er spáð þessu sæti. Ég veit svosem lítið um þá annað en að það eru ákveðin kynslóðarskipti hjá þeim. Míló þjálfar þá en hann er serbi eins og Jankó. Við spiluðum við þá í deildarbikarnum og fór sá leikur 2-2 í jöfnum leik.
6. sæti Þarna fer lið sem ég er hvað spenntastur fyrir. Þjálfari þeirra er Þorvaldur Örlygsson sem er nátturlega löngu búinn að sanna sig sem bæði toppþjálfari og leikmaður. Hjá þeim eru leikmenn sem spilað hafa hjá okkur eins og Jói Ben, Andri Hjörvar og Guðmundur Atli. Ég spilaði með Þrótti Nes árið 1996 og verður þetta í fyrsta skipti sem ég spila við þá síðan.
5. sæti Ekki er ég endilega viss um að þeir endi þetta neðarlega í sumar. Við byrjum á móti þeim og það verður eins og ég hef sagt áður algjörlega að eiga toppleik til að eiga möguleika á móti þeim. Þetta eru ungir og sprækir strákar og verða pottþétt að berjast um sæti í efstu deild í sumar. Gamli jaxlinn Lárus Guðmundsson er að þjálfa Stjörnuna og hafa þeir spilað glimrandi vel á undirbúningstímabilinu og nú er spurning hvort þeir nái að fylgja því eftir.
4.sæti Fjölnir kom mjög á óvart í fyrra með flottum leik og nú reynir á að fylgja því eftir. Asmundur Arnarsson er að þjálfa þá og hefur gert ótrúlega hluti þarna. Að undanförnu hafa þeir verið að styrkja sig enn frekar og eru stór nöfn að fara um borð. Andri Steinn er uppalinn hjá þeim og hann bíður eflaust spenntur eftir leikjunum við þá í sumar.
3.sæti Þróttur úr Reykjavík mun enda í því þriðja og þar með fara upp ef að þessi góða spá rætist. Ég hef lítið séð til þeirra í vetur en þeir misstu sinn besta mann þegar Keli fór í Víking. Gunni Odds fór úr Reyni þar sem hann gerði flotta hluti og tók við þeim. Þeir hafa einnig styrkt sig síðan í fyrra og fengið menn eins og Adólf Sveins og Hjört Hjartarsson. Þróttarar eiga samkæmt öllu að vera í toppbaráttu.
2.sæti ÍBV féll í haust ásamt okkur og þeir koma til með að verða öflugir í sumar. Ég hef mikið álit á þjálfara þeirra Heimi Hallgríms og svo virðast þeir vera að byggja upp sem er flott mál hjá þeim. ÍBV á einn sterkasta heimavöll landsins og ég held að ég muni það rétt að við höfum einu sinni unnið þá þar.
1.sæti Við fáum semsagt þann vafasama heiður að vera spáð fyrsta sæti. Reyndar er allt fyrir hendi til að standa sig í sumar. Við erum með flottan leikmannahóp gott þjálfarateymi og frábæra aðstöðu yfir sumartímann. Það sem hefur háð okkur er að við erum á eftir á veturna en aðstaðan er að lagast með knattspyrnuhúsinu. Galdurinn er að ná uppi svakalegri stemmningu og er stór hluti af henni stofnun stuðningsmannaklúbbs sem á eftir að setja svip sinn á leiki sumarsins. Við gerum þetta að frábæru sumri öll saman og þá vonandi rætist þessi góða spá
Óli Stebbi
Íþróttir | 10.5.2007 | 13:57 (breytt kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |