Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Jæja það fór þannig að liðið sem byrjaði á móti HK vann stigaleikinn í gær. Þessi úrslit þíða það að nú eru menn í einum hnapp um miðja töflu. Albert sem aldrei þessu vant skoraði í gær jafnaði Óla á toppnum þar sem Óli spilaði ekki í gær vegna meiðsla. Mikla athygli vekur að menn eins og Ray og Andri Steinn eru að vinna sína fyrstu stigaleiki og Mike fékk stig fyrir að koma í sigurliðið seint í leiknum en hann byrjaði í hinu liðinu. Leikurinn fór semsagt 4-1 og skorðuðu þeir Eyþór Atli, Abbi Skotty og Andri Steinn mörk sigurliðsins en hinn nýji leikmaður okkar Goran Vujic skoraði eina mark tapliðsins. Ef það er e-d vitlaust í töflunni í þessari færslu þá látið mig vita strax í athugasemdum.
Stigaleikur6 | ||||||
stig | ||||||
Óli Stefán | 13 | |||||
Albert | 13 | |||||
villi | 10 | |||||
Helgi Már | 10 | |||||
Óli Daði | 10 | |||||
Óli Baldur | 10 | |||||
Eyþór | 10 | |||||
Orri | 10 | |||||
Gummi | 10 | |||||
Jóhann | 7 | |||||
Þorfinnur | 7 | |||||
Einar Helgi | 7 | |||||
Eysteinn | 7 | |||||
Andri Steinn | 7 | |||||
Jobbi | 7 | |||||
Alex | 7 | |||||
Hjörtur | 7 | |||||
Skotty | 7 | |||||
Palli | 6 | |||||
Nonni | 4 | |||||
Markó | 4 | |||||
Siggi | 4 | |||||
Ray | 4 | |||||
Emil | 3 | |||||
Jón Hauku | 3 | |||||
óskar P | 3 | |||||
Mike | 2 | |||||
Ási | 1 |
| ||||
Óli Stebbi |
|
Íþróttir | 7.3.2007 | 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöld fer fram 6. stigaleikur ársins í Reykjaneshöllinni. Það dregur til tíðinda því það er orðið ljóst að stigahæsti leikmaðurinn verður ekki með vegna meiðsla. Búast má við því að hart verði barist um hvert stig. Búið er að stilla upp í lið en byrjunarliðið á móti HK spilar saman. Einnig verður gaman að fylgjast með nýjasta leikmanni okkar Goran Vujic. Hann kom á sunnudag og æfði með okkur í gær en hann lítur við fyrstu sýn bara þræl vel út, bæði sem leikmaður og útlitslega því hann er djöfull myndarlegur pjakkurinn enda viljum við ekkert slor í okkar lið. Ef menn og konur hafa áhuga á að kíkja þá byrjar æfingin 21.30 í Reykjaneshöllinni í kvöld.
Óli Stebbi
Íþróttir | 6.3.2007 | 15:49 (breytt kl. 15:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
óhætt er að segja að það sé komin mikil spenna í leikinn eftir leiki helgarinnar þvi það voru ansi margir sem hafa greinilega ofurtrú og íslendingaliðinu West Ham því það voru sárafáir sem tippuðu á útisigur í þeim leik...
smelltu á linkinn til að fá upp stöðuna
Íþróttir | 4.3.2007 | 19:39 (breytt 5.3.2007 kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það kom að því að menn fóru að taka sig saman og spila eins og menn. Þessi leikur var sjálfsagt einn sá besti sem við höfum spilað í ár, fyrir utan Víkingsleikinn hugsanlega, en því miður fengum við ekkert út úr honum. Liðið byrjaði leikinn af krafti og var gaman að sjá að nú voru menn að vinna virkilega fyrir hvern annan. Oft á tíðum sást alveg frábær fótbolti þar sem boltinn gekk á fáum snertingum. Mörkin létu reyndar á sér standa í dag og er það það eina sem hægt er að setja út á liðið, að nýta ekki færin betur. Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum unnið þennan leik með 2-3 mörkum en það þýðir ekkert að gráta Björn bónda.
Liðið spilaði eins og áður sagði mjög vel í dag. Vörnin örugg sem og markmennirnir. Miðjumennirnir voru duglegir og studdu vel við sóknarmennina. Senterarnir voru flottir og það skiptir ótrúlegu máli fyrir varnarleik liðsins að þeir séu duglegir og það voru þeir svo sannarlega í dag. Bara óheppni að ná ekki að skora en það á eftir að koma fyrr en seinna
Þar sem ég fékk að horfa á leikinn úr stúkunni í dag get ég lagt dóm á leikmenn og ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að Eysteinn Húni hafi verið maður leiksins. Gamli var úti um allt og alveg frábært að sjá vinnsluna í karlinum. Ég man bara ekki eftir að hann hafi tapað bolta í leiknum. Tökum hann okkur til fyrirmyndar og förum norður næstu helgi og komum heim með okkar fyrstu stig í þessari keppni.
Óli Stebbi
Íþróttir | 3.3.2007 | 23:57 (breytt 4.3.2007 kl. 00:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er það næsti leikur í Lengjubikarnum (Deildarbikarnum) og eigum við að spila við HK. Það er óhætt að segja að við höfum byrjað heldur brösulega í þessum Lengjubikar en það er nú bara þannig að það sem ekki drepur okkur styrkir okkur. Jankó karlinn tók sig til og spjallaði við hvern og einn í von um að finna lausn á vandanum. Hann var ánægður með það að menn töluðu hreinskilnislega út og nú er bara að vona að þessi aðgerð skili sér með góðum leik á morgun en hann hefst kl 17.00 í Reykjaneshöllinni.
Í dag er von á skotanum kná Palla McShane og svo á sunnudag kemur leikmaður sem á að skoða frá Serbíu. Þetta er senter sem er yfir 1.90 m sem heitir Goran Wujic. Hann hefur verið að skora mikið fyrir lið í neðri deildum úti og vonum við bara að hann haldi því áfram hjá okkur.
Íþróttir | 2.3.2007 | 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Michael Jónsson er víst nokkuð uggandi yfir framtíð sinni á knattspyrnuvellinum þessa dagana eftir að hafa heyrt af nýjustu fréttum úr fótboltaheiminum, sem finna má hér.
Við hér á Grindavíkurblogginu sendum Mike okkar bestu stuðningskveðjur.
Mike kom inn
á gegn Stjörnunni
Íþróttir | 1.3.2007 | 12:40 (breytt kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
349 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |