Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Mikið svakalega er ógeðslega gaman að vinna svona á úrslitamarki. Ég hef tekið eftir því að í síðustu skipti sem maður hefur verið að vinna nokkuð stórt á æfingu hefur mitt lið slakað aðeins á undir lokin bara til að fá úrslita mark og vinna svoleiðis, svona til að svekkja Andra og Orra aðeins meira. Annars átti Orri setningu æfingarinnar þegar brotið var á honum við miðju og hann krafðist þess bara að fá mark í staðinn fyrir aukaspyrnu hehe. Mér fannst reyndar svkalega lélegt af Einari Helga að slökkva ljósin á svæðinu þegar Alex slapp í gegn bara til að við kæmumst ekki fimm mörkum yfir. Það er allt reynt!!
Nú komum við til í að spila nokkra leiki á næstu vikum. Fyrst spilum við við HK á þri kl 18.15 í Fífunni. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum eftir að allar þessar stjörnur fóru. Okkur vantar alveg 4-5 leikmenn í þann leik þannig að ungu púpurnar fá núna sénsinn. Jankó hrósaði einnu púpunni á dögunum og ég held að undirritaður taki bara undir það hrós því Páll Guðmundsson hefur verið að spila frábærlega það sem af er. Ef að pjakkurinn heldur áfram svona er hann fyrstur inn í liðið, það er bara svo einfalt.
Að lokum vil ég minna á stuðningsmanna hugmyndina. Enn hefur engin tekið undir þessa hugmynd. Við eigum til svo marga í Grindavík sem mundu smellpassa í svona hóp. Ég sé fyrir mér 50 manna hóp sem mundi slátra hvaða gúmístuðningsliði sem kæmi á Grindavíkurvöll. Endilega kommentið þið á þessa hugmynd og vinnum úr henni.
Óli Stebbi
Íþróttir | 1.12.2006 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er við mættum til leiks á síðasta Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, fengum við þær hræðilegu fréttir að góðvinur okkar og félagi, Gylfi Halldórsson væri fallinn frá. Allir þeir sem stundað hafa knattspyrnu í Grindavík á undanförnum árum, þekkja vel til Gylfa, þar sem hann hafði yfirumsjón með völlunum og var því á svæðinu nánast á hverjum degi.
Þeir sem urðu vitni að vinnubrögðum hans, komu fljótt auga á þá fagmennsku og þann dugnað sem einkenndi öll hans verk. Ástand vallanna í Grindavík segir allt sem segja þarf um það, því það er margrómað af öllum þeim sem augum hafa litið.
Flestir okkar höfum við einhvern tímann átt spjall við Gylfa í nálægð við Gula húsið enda hittum við hann ósjaldan þar og bar þar ýmislegt á góma. Það var alveg sama hvert umræðuefnið var, fótbolti, bæjarmál eða annað, hann hafði ákveðnar skoðanir og lá ekkert á þeim. Til að mynda lét hann okkur óspart heyra það ef við stóðum okkur ekki inni á vellinum en var svo aftur á móti fyrstur til að hrósa okkur þegar vel gekk.
Það duldist heldur engum hversu vænt honum þótti um afabörnin sem voru oftar en ekki í nálægð við hann uppi á velli, í starfi eða leik og ekki síður hversu vænt þeim þótti um afa sinn, sem var þeim alltaf innan handar.
Ljóst er að missir fjölskyldu og vina Gylfa er mikill og viljum við senda þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Það er mikill söknuður af þér,Gylfi. Þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir þeirri glæsilegu fótboltaaðstöðu sem nú má finna í Grindavík og þú átt stóran þátt í. Þú getur verið viss um að við komum til með að hugsa til þín í hvert sinn sem við stígum inn í teigana þína um ókomna tíð.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Íþróttir | 1.12.2006 | 01:13 (breytt kl. 01:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
349 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Íþróttir
- Húðskammaði Hannes: Þetta er eins og í utandeildinni!
- Nítján ára landsliðskona vöknuð úr dái
- Horfum lítið á töfluna
- Þórir orðaður við nýtt landslið
- Sóknarmaðurinn bestur í Vestmannaeyjum
- Hafði aldrei séð mann deyja áður
- Höskuldur og Thelma best í Kópavogi
- Fjölmiðlar tala ekkert um það
- Búið að vera mjög erfitt
- Tottenham fer með forskot á Anfield
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |