Við spiluðum við HK í fífunni í kvöld og endaði leikurinn með sigri þeirra úr Kópavogsbúa 3-2. Leikurinn var lagður upp með það sem við erum búnir að vera að æfa síðasta mánuð það er að segja stuttar sendingar og móttaka. Menn reyndu með misjöfnum árangri að spila stutt og opna svæði og framan af var það oft á kostnað varnarvinnunnar. Fyrsta mark HK var ódýr jólagjöf sem leikreyndasti leikmaður liðsins ákvað að færa Kópavogsbúum á silfurfati. Andri Steinn jafnaði leikinn með glæsilegu marki og á þessum tíma var spil liðsins að koma til. HKingar skoruðu þá tvö ágætis mörk með skömmu millibili og áður en hálfleikurinn var úti bætti Andri við öðru marki sínu og liðsins eftir fantagott upphlaup. Fjörugum fyrrihálfleik lokið þar sem menn gerði sig seka um mistök sem ég vil kalla desembermistök og kemur ekki til með að sjást þegar grasið verður grænna. Seinni hálfleikur var betri að okkar hálfu, varnarleikurinn mikið þéttari og sendingar gengu betur á milli manna. Liðið skapaði sér mörg ágætis færi og hafði nokkuð góða stjórn á leiknum. Við náðum þó ekki að jafna en margt jákvætt samt í þessum leik. Það voru margir að standa sig vel og eins og Jankó sagði eftir leik þá var hann ánægður með að menn voru að reyna. Undirritaður ætlar að taka sér það bessaleifi að velja Andra Stein og Palla menn leiksins.
Óli Stebbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.