Gylfi Halldórsson - minningargrein

Er við mættum til leiks á síðasta Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu, fengum við þær hræðilegu fréttir að góðvinur okkar og félagi, Gylfi Halldórsson væri fallinn frá. Allir þeir sem stundað hafa knattspyrnu í Grindavík á undanförnum árum, þekkja vel til Gylfa, þar sem hann hafði yfirumsjón með völlunum og var því á svæðinu nánast á hverjum degi.

Þeir sem urðu vitni að vinnubrögðum hans, komu fljótt auga á þá fagmennsku og  þann dugnað sem einkenndi öll hans verk. Ástand vallanna í Grindavík segir allt sem segja þarf um það, því það er margrómað af öllum þeim sem augum hafa litið.

 

Flestir okkar höfum við einhvern tímann átt spjall við Gylfa í nálægð við Gula húsið enda hittum við hann ósjaldan þar og bar þar ýmislegt á góma. Það var alveg sama hvert umræðuefnið var, fótbolti, bæjarmál eða annað, hann hafði ákveðnar skoðanir og lá ekkert á þeim. Til að mynda lét hann okkur óspart heyra það ef við stóðum okkur ekki inni á vellinum en var svo aftur á móti fyrstur til að hrósa okkur þegar vel gekk.

 

Það duldist heldur engum hversu vænt honum þótti um afabörnin sem voru oftar en ekki í nálægð við hann uppi á velli, í starfi eða leik og ekki síður hversu vænt þeim þótti um afa sinn, sem var þeim alltaf innan handar.

Ljóst er að missir fjölskyldu og vina Gylfa er mikill og viljum við senda þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. 

 

Það er mikill söknuður af þér,Gylfi. Þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir þeirri glæsilegu fótboltaaðstöðu sem nú má finna í Grindavík og þú átt stóran þátt í. Þú getur verið viss um að við komum til með að hugsa til þín í hvert sinn sem við stígum inn í teigana þína um ókomna tíð.

 

Hvíl í friði, kæri vinur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband