Gummi Bjarna farinn

Fjarðarbyggð hefur fengið góðan liðsstyrk því Grindvíkingurinn Guðmundur Andri Bjarnason hefur skrifað undir samning við félagið.

Guðmundur hætti hjá Grindavík eftir tímabilið og mun leika með Fjarðarbyggð næstu þrjú tímabilin.

Guðmundur Andri er 26 ára gamall og á að baki 67 leiki í Landsbankadeild karla og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum hjá Grindavík.

Hann lék 11 leiki með Grindavík í 1. deildinni í sumar og skoraði í þeim eitt mark. Auk þess lék hann tvo leiki með liðinu í VISA bikarnum.

Svo er það bara spurningin hvað Ray gerir í herbergismálum í portugal fyrst að Mundi er farinn.

en við leikmenn óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í framtíðinni.

kveðja vinurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi þér vel gummi minn!! mig vantar lika herbigisfelaga vist ólsen (óli stéfan) er farinn

andri steinn (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:06

2 identicon

Ég vona að Ray þurfi nú ekki að vera með Andra!!! Palli er með ákveðan kosti sem mjög fáir hafa bara ekki ??????

Gummi Bj (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:08

3 identicon

hver ætli hafi pikkað inn þetta comment frá Gumma, líka gaman að sjá að það er netsamband þarna á Kárahnjúkum. Bið að heilsa Boris og Branislav

orri (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:35

4 identicon

waht? gummi

andri steinn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 00:35

5 identicon

Nei Andri er ágætur !!!!!Það er víst.Ray þarf líka að peppa hann upp fyrir sumarið.Hann skorar kannski sitt 1 mark í úrvalsdeild í sumar. En hverjum er nú sama ef hann leggur upp 17 eða 18 mörk þá kvartar maður ekki á meðann.En öllu gríni sleppt Kveðja Gummi Bj 

Gummi Bj (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 11:16

6 identicon

heyrðu laddi ertu að lesa bara beint uppúr brandarabókinni?

andri steinn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 12:45

7 identicon

Það er ljóst að Andri verður bara að fá að vera einn í svítunni því það er sama hver kemur til með að vera með honum í herbergi það verða alltaf vonbrigði fyrir Andra eftir að byrjað á toppnum

p.s Gangi þér vel fyrir austan Gummi og vertu ekki að taka boxhanskana með þér á æfingu, það er víst ekki eins vinsælt þar og það var í Grindavík 

7-an (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband