Grindavík-Fjölnir

Nú er komið að einum af stærstu leikjum okkar í sumar og það er á móti Fjölni. Við höfum lent í smá mótlæti í síðustu leikjum þar sem fátt hefur fallið með okkur. Fjölnir er eitt heitasta lið landsins í dag og er komið alla leið í úrslitaleikinn í bikarnum. Með sigri á okkur á morgun komast þeir einnig á toppinn í þessari deild og fara fjórum stigum á undan okkar. Það sér það því hvert mannsbarn hversu mikilvægur leikur þetta er fyrir okkur.

Núna bið ég ykkur gott fólk að mæta á völlinn í gulu og láta í ykkur heyra. Ég bara held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað stuðningur hefur mikið að segja í svona leikjum. Ekki get ég sagt að þetta hafi þetta sumar hafi verið það besta sem stuðningsmenn okkar hafa átt þó svo að ég ætli aldrei að fara að gera lítið úr því fólki sem mætir á völlinn. Maður þarf ekki að leita lengra en upp á Laugardagsvöll þegar við spiluðum síðustu landsleiki en þar höfðu leikmenn á orði að fólk í stúkunni hafi svo til gert gæfumunin í þessum leikjum og þarna erum við að tala um menn sem eru vanir að spila fyrir tugi þúsunda í hverri viku.

Ég legg til að annar og þriðji flokkur karla og kvenna taki þetta verkefni að sér og búi til stemmningu sem að ég veit að þið getið. Takið svo hina með ykkur og búum til dag sem við eigum seint eftir að gleyma og jafnvel dag sem verður upphafið að einhverju nýju í stúkunni. Ég veit að þetta er kannski ekki í mínum verkahring að biðja um stemmningu en þar sem það er frítt á völlinn og við erum að tala um það að komast í úrvaldsdeildina að ári, því það er ekki komið ennþá, þá held ég að þið sem vetlingi getið valdið endilega komið og hjálpið okkur upp úr þessari deild því við þurfum á ykkur að halda.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Count me in

blog.central.is/fotboltafikill (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:03

2 identicon

En Fjölnir er líka í gulu !!

Lalli (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:01

3 identicon

Ekki í dag álfurinn þinn. Þeir verða í svörtu eða dökk bláu.

sjö-an (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:32

4 identicon

Alveg sammála þér að mér finnst vanta meiri hvatningu svona almennt út í bæinn um að fólk mæti og sé með í þessu. Við erum að berjast um að toppa deildina en það heyrist lítið frá deildinni.....þarf hún ekki að koma þessu af stað. Hvernig væri að skapa smá stemmingu og bjóða upp á andlitsmálun (að vísu er ekkert veður í það núna)og eitthvað fyrir krakkana og einnig að vekja athygli á leiknum í grunnskólanum því sá áhugi dregur að fleiri foreldra. Allavega finnst mér þessi þáttur svolítið gleymast hjá okkur.  

En ég mæti gul og glöð og verð vonandi ennþá glöð í leikslok :D

PRÓ (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:37

5 identicon

Baráttukveðjur til liðsins - ég veit þið getið þetta! Frábært framtak hjá Sparisjóðnum að bjóða á leikinn... og nú er ekkert því til fyrirstöðu að Grindjánar fjölmenni á leikinn.  Áfram Grindavík!

Erla Ósk (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband