Æfing í dag

Kl 17.30 eftir gott helgarfrí. Von er á góðri æfingu frá karlinum þannig að það er betra að taka spariskóna með. Ég var að spá hvort við ættum ekki að klára stigaleikinn góða og skella á umferð þar til tímabili líkur? Við erum lausir við efstu menn af listanum þá Albert Ara og Eyþór Atla þannig að nú opnast möguleikar fyrir einhverja aðra að blanda sér í toppbaráttuna eins og t.d Mike og Jóhann.

Nú finnst mér líka alveg að detta tími á að gera eitthvað saman fyrir utan völlinn. Ég legg til að leikmenn komi með hugmyndir á æfingu sem skemmtinefnd tekur á móti og vinnur úr. Við höfum þrátt fyrir gott gengi í sumar verið óhemju slakir í þessu og ekki seinna að vænna en að fara að gera eitthvað í því.

Óli Stefán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alltaf tilbúin

orri (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband