Hin hliðin á stuðningsmanni Grindavíkur

Fullt nafn:

Tryggvi Þór Kristjánsson              

 

Gælunafn:

Ekkert sem ég vil kannast við

 

Aldur:

33 ára.. púff..mér sýnist að ég hafi dregið kombakkið í Grindavíkurliðið aðeins of lengi


Giftur/sambúð:

Í sambúð með Sylvíu Rún Ómarsdóttur


Börn:

Engin, en ég á fugl sem heitir Clint. Hann fær jafngóða meðferð og hvaða barn sem er

 

Hvað eldaðir þú síðast?

Kjúklingabringur, sveppi og papriku í rjómasveppasósu

 

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína?

Pepperoni, ananas og svartan pipar


Hvernig gemsa áttu?

Nokia eitthvað


Uppáhaldssjónvarpsefni?

Sopranos og Scrubs


Besta bíómyndin?

Festen


Hvaða tónlist hlustar þú á?

Mest á Sylvíu glamra á gítarinn


Uppáhaldsútvarpsstöð?

Rás 2


Uppáhaldsdrykkur?

Þessi nýji rauði kristall, sem á örugglega eftir að uppgvötast að sé baneitraður eins og allt sem er gott

 

Uppáhaldsvefsíða ?

Baggalútur og BBC sport

 

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?)?

Ef ég mæti ekki með Sigga Birgis mér við hlið er ekki von á góðu


Hvernig er best að pirra andstæðinginn?

Með því að bróka þá. Gerði þetta einu sinni við Hálfdán Gíslason í leik við BÍ þegar ég spilaði með stórliði Reynis frá Hnífsdal. Hann var ekki vel sáttur, enda kannski ekki gaman að fá eigin skítarönd upp í háls. Ég endaði með slummu í hárinu en viti menn, hann gat ekki neitt eftir þetta og ég stakk honum í vasann.

 

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?

Keflavík

 

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?

Eric Cantona


Erfiðasti andstæðingur?

Ég sjálfur


EKKI erfiðasti andstæðingur?

Bjarki Guðmundsson í badminton, ég er margfaldur Þorbjarnarmeistari í greininni


Besti samherjinn?

Það var gott að spila hafsent með Gutta

 

Sætasti sigurinn?

Einhvernveginn man maður betur eftir súrum töpum. Ég nefni samt leikinn í síðustu umferð úrvalsdeildar á hverju ári síðustu 10 ár, fyrir utan í fyrra.

 

Mestu vonbrigði?

Að falla í fyrra. Líka að fara blekaður inn í klefa eftir leik og taka í spaðann á öllum leikmönnum, það voru vonbrigði sem gleymast ekki..


Uppáhalds lið í enska boltanum?

Manchester United, ég meina komm on


Uppáhaldsknattspyrnumaður?

Ole Gunnar Solskjaer. Ég er með mynd af honum við hliðina á tölvunni í vinnunni og hann gefur innblástur


Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar?

Eiður Smári Guðjohnsen

 

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins?

Ég ætla að takmarka þetta við Grindavík og nefna Alex, Jobba og Boga


Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni?

Óli Stefán ber af, slíkur þokki er vandfundinn

 

Fallegasta knattspyrnukonan?
Er Olga Færseth ennþá að spila..?

Grófasti leikmaður deildarinnar?

Bjarnólfur Lárusson er grófasti leikmaður allra deilda


Besti íþróttafréttamaðurinn?

Arnar Björns


EKKI besti íþróttafréttamaðurinn?

Eftir að hafa séð Hödda Magg og Gumma Torfa lýsa leik Suður Kóreu og Portúgal á HM 2002 þá get ég hvorki hlustað né horft á þá

 

Hver er mesti höstlerinn í liðinu?

Ég er nú svosem ekki að fylgjast með því, en ég get upplýst að Sigurður Birgisson er mesti höstlerinn í stúkunni, sérstaklega þegar hann kemur heltanaður úr ljósum


Hefurðu skorað sjálfsmark?

Man nú ekki eftir því, en ég vek athygli á því að Bjarki Guðmundsson hefur skorað tvö sjálfsmörk í sama leiknum

 

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Ég dreg enn fram skemmtilegasta leik sem ég hef spilað, með GG á móti Víkingi í Ólafsvík. Við mættum 9 og þar af nokkrir skelþunnir, við enduðum 7 og hálfur eftir að Raggi var rekinn útaf og Golli hoppaði á annari inn í miðjuhringnum eftir að hafa meiðst um miðjan seinni hálfleik. Fram að því var leikurinn í járnum. Eftir þetta sigu þeir þó fram úr, en hetjuleg barátta Héðins Gilssonar í vinstri bakverðinum gleymist seint

 

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn?

Að sjálfssögðu, ég er afburðaspilari. Skil ekki fólk sem spilar þennan leik ekki

 

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki?

Man það nú ekki, einhversstaðar með GG

 

Hvernig finnst þér Fótbolti.net?

Ágæt síða

 

Kíkir þú oft á Fótbolti.net?

Nokkrum sinnum á dag

 

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?

Það er að banna dómara sem heita Erlendur Eiríksson

 

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum)

Ég myndi mæta á kombakk hjá Sex Pistols, með þeim fyrirvara að Sid Vicious yrði með. Reyndar er hann dauður en það skiptir engu máli þar sem bassinn hans var hvort eð er aldrei tengdur

 

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu?

Að tapa á móti eldri

 

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum?

Bjarki Guðmundsson, hann er í auglýsingabransanum

 

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum?

Það er London, en á Íslandi er það örugglega stúkan okkar

 

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna?

Það er misjafnt, snúsið er oft vel notað

 

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn?

Ole Gunnar Solskjaer, hann er súper fyrirmynd

 

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum?

Jájá, boxi og amerískum fótbolta meðal annars

 

Hver er uppáhalds platan þín?

Never Mind The Bollocks með Sex Pistols og The Man Who með Travis

 

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik?

Ég borga mig inn á alla knattspyrnuleiki

 

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú?

Ég spila svo lítinn fótbolta, en vonandi lagast það þegar "fjölnota" fótboltahúsið kemur

 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla?

Stærðfræði

 

Hvern skorar þú á í Hina hliðina næst??

Ég skora á Gunnar Már Gunnarsson að taka hina hliðina næst, en hann átti einmitt "stangarskotið sem glumdi um gervalla heimsbyggðina" í bikarúrsiltunum 1994.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe "The kick heard around the world"

Eysteinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:13

2 identicon

Jújú, gárungarnir tala enn um þetta bylmingsskot..

Tryggvi (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:08

3 identicon

Ég var á vellinum og er ennþá með hellur

Kjölfestan (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband