Jafnt fyrir norðan

Það voru ekki bestu aðstæður sem hægt var að hugsa sér þarna fyrir norðan í gær þegar við spiluðum við KA. Þó að maður sé uppalinn Grindvíkingur þá var rokið of mikið fyrir minn smekk. Við spiluðum samt ágætis fótbolta og vorum með leikinn í okkar höndum nánast allan tímann en náðum ekki að opna vörn þeirra almennilega og því markalaust í leikslok. Plúsinn er að við erum að halda hreinu annan leikinn í röð og nánast ekki að fá á okkur færi en mínusinn er á móti að við skorum ekki. Næsti leikur er við Víking Ólafsvík og má búast við þéttum varnarmúr frá þeim þannig að við verðum að finna markaskóna fyrir fimmtudag. Við þökkum því fólki sem lét sig hafa það að mæta norður og styðja við bakið á okkur en það var ágætis fjöldi og heyrðist vel í þeim. Alveg til fyrirmyndar hjá ykkur.

Óli Stefán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband