Til hamingju Grindavík

skofla08[1] 25/4 verður hér eftir stór dagur fyrir okkur Grindvíkinga, ekki bara fyrir það að fyrra barn mitt var skráð á þennan dag, heldur að í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi. Þetta mun verða mikil lyftistöng ekki bara fyrir fótboltann heldur allt íþróttalíf okkar. Tímar í íþróttahúsinu losna og við fótbolta menn og konur fáum nú loksins skjól yfir höfuðið yfir vetrartímann. Húsið verður held eg 50x70 m og á að vera tilbúið um áramótin. Það er Grindin sem sér um að koma húsinu upp.

Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG tók þessa fyrstu skóflustungu og var það vel við hæfi. Gulli hefur í gegnum tíðina unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir okkur.

Til hamingju Gulli og allir Grindvíkingar

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eysteinn (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband