Færsluflokkur: Íþróttir
í bili allavega. Þróttur var að vinna Víking Ó í gær og eru þeir því komnir upp fyrir okkur. Þetta þíðir það að við verðum að vinna þá grænklæddu á föstudag og ekkert helv... mehe með það. Við erum í þessu til að vinna þessa deild og ekkert annað en efsta sæti verður ásættanlegt.
Af okkar hóp er það að frétta að framherjar okkar eru meiddir en Númi og Andri Steinn meiddust aðeins í síðasta leik og verða því væntanlega ekki með. Fyrst við erum í sentera vandræðum þá er spurning hvort að gamli fari ekki bara á toppinn og fái að glíma við GAMLA hjá Njarðvík en Gestur Gylfa er að spila hafsentinn hjá þeim.
Óli Stefán
Íþróttir | 16.8.2007 | 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Núna verður heldur betur hart barist í næsta leik. Við förum yfir til Njarðvíkur þar sem leikið verður við grænu djöflana. Það var alveg vitað þegar við féllum í fyrra að þessir leikir yrðu hvað erfiðastir því að fyrir utan það að vera grannar okkar og um "derby slag" að ræða þá eru nokkrir uppaldnir grindvíkingar í þeirra herbúðum. Albert Sævars, Alli og Eyþór Atli eru að spila með þeim og Helgi Boga að þjálfa þá. Svo eru leikmenn eins og Gestur Gylfa, Snorri og Sverrir Sverris líka þarna en þeir hafa spilað með okkur í gegnum tíðina. Fyrri leikur okkar í Grindavík fór 3-2 þar sem Paul skoraði á síðustu mínutu fyrir okkur.
Í kvöld byrjar umferðin á leik Þróttar og Víkings Ó í Reykjavík. Þróttarar eru einu stigi á eftir okkur og geta því náð efsta sætinu fram að föstudegi þegar við spilum. ÍBV spilar við Leikni heima og Fjölnir við KA heima. Fjarðabyggð á svo leik við þórsara á Ak en þetta eru liðin í næstu sætum fyrir neðan okkur.
Óli Stefán
Íþróttir | 15.8.2007 | 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var mikið fjör í Ólafsvík á föstudaginn þar sem við náðum 3 góðum stigum á frekar damatískan hátt. Þó að sigurinn hafi komið svona þá verður maður að segja eins og er að hann var sanngjarn því að við stjórnuðum umferðinni í leiknum alveg frá upphafi. Við fengum örugglega yfir 10 horn í fyrrihálfleik á meðan Víkingur átti eitt skot að marki og það varð mark. Aðstæður voru frábærar og þegar flautað var til leiks sýndi mælirinn 18 gráður.
Við leikmenn þökkum stuðningsmönnum okkar fyrir að fylgja okkur. Frábært að eiga svona fólk að og við værum í frábærum málum ef að fleiri væru svona dyggir. Næst er það slagurinn um Reykjanesskagann þegar við spilum við Njarðvík. Leikurinn verður á föstudag og nú mæta sem flestir og fyllum stúkuna þeirra.
p.s Undur og stórmerki gerðust í dag þegar Orri var með á æfingu en hann hefur meira og minna bara verið í nuddi þegar við erum að æfa á fullu. Það skildi þó ekki gerast að Andri myndi vera með á æfingunni á morgun......
Óli Stefán
Íþróttir | 12.8.2007 | 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikið hlakkar manni til þessa leiks. Þetta er einn af þeim stöðum sem maður hefur bara ekki komið á í tugi ára. Ég spilaði þarna í 4.flokki og man ennþá eftir þeim leik því að ég spilaði á hægri kanti og línuvörðurinn þeim meginn var frekar leiðinlegur. Hann var alltaf að gera grín af mér og hló alltaf þegar að ég missti boltann. Ekki man ég úrslitin en eftir þessu man ég vel. Ég á nú samt ekki von á því að hann verði á línunni á morgun þannig að þetta verður í lagi.
Víkingur er lið sem maður fílar því að þeir gera sér alveg grein fyrir eigin getu og gera mjög vel það sem þeir eru góðir í, að verjast. Áhorfendur þeirra setja einnig mikinn svip á leiki hjá þeim og það heyrðist mjög vel í þeim 10 sem mættu í Grindavík þannig að búast má við miklum látum á morgun. Ég vil sjá okkar fólk í brekkunni og láta í sér heyra. Við hlustum ekki á afsakanir eins og að þið hafið ekki ratað þangað því hér fylgir kort alla leið í Ólafsvík
Af okkur er það annars að frétta að allir eru heilir utan Guðmundar sem er frá í viku. Við erum hins vegar í sárum eftir síðasta leik og ætlum okkur að bæta það upp á morgun. Ég er líka búinn að lofa því að vera ekkert að storka örlögunum með því að vera að skipta um vallarhelming þannig það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að klára þennan leik og koma heim með 3 stig.
Óli Stefán
Íþróttir | 9.8.2007 | 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í byrjun leikja þegar búið er að heilsa mótherjum og dómurum fara fyrirliðar í það að reyna að vinna hlutkesti. Ef maður vinnur það þá fær maður að velja hvorn helming vallarins maður vill byrja á. Menn spá mikið í því fyrir leiki hvernig vindur er og hvort að hann muni lægja með kvöldinu o.s.frv. Ég hef þrisvar unnið hlutkestið í sumar og öll skiptin höfum við tapað stigum, á móti Fjölni, Fjarðabyggð og KA þannig að pælingin er sú að sleppa því bara að reyna að vinna hlutkestið og gefa mótherjum bara valið. Ætli það sé löglegt? Væri gaman að prufa þetta og athuga viðbrögð dómarans því ég er ekki viss um að þeir viti það.
Óli Stefán
Íþróttir | 7.8.2007 | 22:16 (breytt kl. 22:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt hvað menn voru sprækir á æfingu í dag. Yfirleitt eftir verslunarmanna helgi er ástand manna frekar slakt en það verður bara að segjast eins og er að það var ekki í dag. Jankó bauð uppá hörkuæfingu þar sem mikið var spilað og menn tóku vel á því. Á æfingu í dag vantaði bara skotann Paul Mcshane þar sem hann fékk aðeins lengra frí til að fara heim.
Nú fer að líða að því að 12.ágúst detti inn en það er dagur sem hefur oft verið snúningspungtur á tímabilum hjá okkur. Þetta er snillingurinn Eysteinn Hauksson búinn að finna út og heldur hann vel uppá þennan dag því að þetta er fæðingardagur hans. Karlinn er meira að segja búinn að semja lag um þetta allt saman og frumflutti hann það fyrir okkur 2005 með aðstoð Alfreð Elías Jóhannsyni sem á einnig afmæli þennan dag. 12 ágúst í ár verður reyndar ekki snúningsdagur því við erum jú efstir í deildinni en við getum svo sannarlega á okkur blómum bætt og lagað það sem miður fór í síðasta leik.
Óli Stefán
Íþróttir | 7.8.2007 | 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já það er óhætt að segja að maður hafi verið illa svektur í leikslok í gær. Við töpuðum fyrir KA 1-2 og vorum því að tapa heima í fyrsta skipti í 2 ár. Þetta var bara einn að þessum dögum sem við áttum bara ekkert að fá neitt því að vissulega fengum við færin til að slátra KA og mörkin þeirra algjör útsala. Ég held að ég hafi talið rétt að þeir hafi ógnað marki okkar þrisvar. Fótbolti gengur hins vegar út á það að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og það gerðu þeir. Um dómarann verða menn að dæma sjálfir því að ég ætla ekki að hætta á leikbann með því að vera að tjá mig um hann hér. Við erum ennþá efstir og engin ástæða til að örvænta. Nú tökum við vel á því á æfingum fram að helgi og slökum svo á um helgina því að föstudag eftir viku förum við á Snæfellsnesið í hörkuleik við Víkinga sem kenna sig við Ólafsvík. Burt með þennan leik og mætum brjálaðir í þann næsta
Óli Stefán
Íþróttir | 2.8.2007 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við spilum við KA í Grindavík á morgun kl 20.00. Ég veit það að KA er með hörkulið og þeir koma til með að berjast út í rauðan dauðann á morgun eins og öll lið virðast gera þegar þau mæta á okkar kæra völl. Ég var að vissu leyti hundfúll með síðasta leik á móti Leikni því þar áttu allir leikmenn okkar nóg inni og það fer í mínar fínustu taugar þegar menn eru að spara sig. Liðin í 3.- 6 sæti töpuðu öll stigum í kvöld þannig að það er kjörið tækifæri að taka risa skref í áttina að Landsbankadeildinni á morgun með sigri. Þróttur vann sinn leik og eru þeir aðeins einu stigi á eftir okkur. Ég vil að við spilum okkar besta leik á morgun, löndum þremur stigum og fögnum þeim svo um helgina með því að......... fara í golf.
Óli Stefán
Íþróttir | 1.8.2007 | 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ekkert of mikið fjallað um annars þessa ágætu deild. Þó rekst maður alltaf á eitthvað bæði í fjölmiðlum og eins á bloggi o.s.frv. Ég rakst t.d á þessa síðu á flakki mínu á netinu í dag. Glöggir menn þekkja kannski þann speking sem kallar sig Bobby graði.
Óli Stefán
Íþróttir | 30.7.2007 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við náðum í 3 góð stig í Breiðholtið á föstudag. Leikurinn var ekki okkar besti hingað til en sigur engu að síður. Það sem mér finnst hafa breyst mikið í sumar er það að við erum að klára leiki sem við erum ekkert að spila vel í. Síðustu sumur höfum við jafnvel tapað leikjum sem við erum betri í og munar það um minna þegar upp er staðið. Markið hans Skotty stóð uppúr leiknum en ég hef aldrei séð svona svakalegt mark á ferlinum. Það er algjör synd að það hafi ekki verið sjónvarpsvél á staðnum því þá hefði þetta mark lifað um ókomin ár.
Á miðvikudag er hörkuleikur við KA í Grindavík. KA menn hafa aðeins verið að rétta úr kútnum þannig að það er betra að vera í stuði þá. Fyrri leikur okkar við KA var í ógeðslegum kulda og ógeði fyrir norðan og þá töpuðum við okkar fyrstu stigum. Spáin er ekki góð fyrir þennan leik heldur en það er á hreinu að nú spilum við til sigurs.
Nú er verslunarmanna helgin framundan og kærkomið helgarfrí. Við erum nokkrir ásamt konum sem ætlum okkur í Húsafell og halda þar golfmót innan liðsins um helgina. Ég var að tala við Sigga storm áðan og hann sagði mér að gera ráð fyrir rigningu um land allt þannig að þá er það bara regngallinn og regnhlífin góða.
Óli Stefán
Íþróttir | 30.7.2007 | 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |