Leikur Grindavíkur og Aftureldingar sem átti að vera í Garðabæ hefur verið frestað útaf því að flóðljósin eru biluð. Leikurinn á sunnudaginn stendur ennþá og vonandi frestast hanni ekki enn einu sinni
Óli Stebbi
Íþróttir | 2.2.2007 | 18:53 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær fór fram þriðji stigaleikur ársins í Reykjaneshöllinni og það verður að segjast eins og er sá jafnasti. Fyrst mark leiksins kom í fyrri hálfleik þegar Einar Helgi tók vel á móti fyrirgjöf Jóhanns frænda og kláraði vel, nonvests komnir yfir 1-0. Í seinni hálfleik jafnaði Orri Hjaltlín þegar hann stakk sér í gegn á ógnarhraða og kláraði vel framhjá Hirti í markinu. Þegar skammt var eftir átti Skotty skot með hægri utan af velli og setti hann vel út við stöng en Helgi var í boltanum og hefði hugsanlega átt að taka hann (ekki rétt Helgi ??) Nonvests komnir yfir aftur. Vestin gerðu þá taktíska breytingu og hentu Ólanum fram og í síðustu sókn leiksins jafnaði karlinn leikinn eftir magnaða sendingu í gegn frá Jobba. Nonvests tóku miðju og ágætur dómari leiksins flautaði skömmu síðar til leiksloka.
Getum sjálfum okkur um kennt
Guðmundur Andri miðjumaður nonvests var að vonum svekktur í leikslok. Já auðvitað er maður svekktur því við vorum svo nálægt þessu. Mér fannst menn bara ekki hafa trú á því að við gætum þetta. Við gerum bara sjálfum okkur um kennt
En hvað með framhaldið??
Við verðum bara að horfa fram á veginn og taka þetta stig fegins hendi því það hafa fá lið gert. Efniviðurinn hjá okkur er mikill og við vorum með menn eins og Villa frænda sem kom sterkur í bakvörðinn og Óla Daða sem er framtíðar hafsent og það hlítur bara að fara að koma að Því að við náum þremur stigum.
Nú náðu Andri Steinn og Fleiri sér ekki á strik í þessum leik. Hefði þjálfarinn hugsanlega átt að skipta þeim út?
Andri var í gríðalegri gæslu í þessum leik þannig að það er ekki beint hægt að kenna honum um en ´jú mér fannst að Jankó hefði átt að taka hann útaf í hálfleik.
Hverjir eru helstu styrkleikar Vestis??
Þeir eru með góðan markmann góða vörn frábæra miðju og geðveika sókn þannig að það er eiginlega ekki veikan blett að finna hjá þeim.
| Stigaleikur | ||||
Stig | |||||
Albert | 7 | ||||
Jóhann | 7 | ||||
Villi | 7 | ||||
Óli Stefán | 7 | ||||
Óli Daði | 7 | ||||
Palli | 6 | ||||
Helgi Már | 4 | ||||
Óli Baldur | 4 | ||||
Scotty | 4 | ||||
Andri Steinn | 4 | ||||
Hjörtur | 4 | ||||
Jobbi | 4 | ||||
Alex | 4 | ||||
Orri | 4 | ||||
Gummi | 4 | ||||
Helgi Már | 4 | ||||
Emil | 3 | ||||
Ási | 1 | ||||
Nonni | 1 | ||||
Ray | 1 | ||||
Eyþór | 1 | ||||
Eysteinn | 1 | ||||
Þorfinnur | 1 | ||||
Mike | 1 | ||||
Siggi | 1 | ||||
Einar Helgi | 1 |
Óli Stebbi
Íþróttir | 31.1.2007 | 23:08 (breytt 1.2.2007 kl. 14:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þá er Getrauna/happadrættisleikurinn kominn í umferð. Leikurinn virkar þannig að tippað er á 14 leikja seðill og má aðeins nota eitt merki á leik. Það verða 1-4 leikir í viku og eftir hverja umferð er birt staða á þessari síðu. Sá sem er efstur eftir alla 14 leikina vinnur. Verðlaun úr getraunaleiknum er m.a flugferð á hvaða áfangastað Icelandair í Evrópu og helgarferð til Akureyrar þar sem gist verður á hótel KEA. Dregið verður einnig úr seldum miðum og þar eru einnig margir veglegir vinningar í boði þannig að það er til mikils að vinna. Hægt er að nálgast seðil hjá leikmönnum mfl Grindavíkur og miðinn kostar 3500kr. Þessi leikur er liður í fjáröflun okkar í æfingaferð í byrjun apríl.
Óli Stebbi
Íþróttir | 31.1.2007 | 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælir piltar. Bara að minna ykkur á að vera duglegir að safna vinningum í happadrættið. Getraunaseðillinn er klár og þið fáið hann örugglega á æfingu í kvöld. Við stefnum síðan að því að taka bóndag laugardaginn 10.feb. Um kvöldið ætlum við síðan að hittast og taka karókí keppni en við erum ekki búnir að ákveða stað ennþá. Endilega að vera virkir í þessu strákar
Við eigum 3 leiki núna á viku. Fyrst er það leikur við Aftureldingu á föstudag kl 19.30 í Garðabæ. Á sunnudaginn er það leikur við Víði í Reykjaneshöllinni kl 17.00 og á miðvikudag eftir viku spilum við síðan við granna okkar úr Keflavík kl 18.45. Um að gera að kíkja á eitthvað af þessum leikjum.
Óli Stebbi
Íþróttir | 30.1.2007 | 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú rétt í þessu var að ljúka æfingu á gerfigrasinu í Garðabæ. Flott æfing á góðu tempói en samt sumt sem þarf að laga og sást vel í stutta spilinu hvað þarf lítið að klikka til að liðsheildin fari. Á móti sást á sigurliði kvöldsins hvað samstilltur og flottur varnarleikur getur skilað auðveldum mörkum. Bara lítill punktur sem menn geta spáð í fyrir leikinn á morgun.
Eins og áður hefur komið fram er leikur í Reykjaneshöllinni kl 17.00 við IBV. Við áttum flottan leik síðast á móti Víking og að mínu mati mjög mikilvægt að fylgja því eftir með álíka leik og ná stöðuleika. Orri verður ekki með vegna smá meiðsla og en þá opnast bara dyrnar fyrir einhvern annan.
Ég var ekki sáttur með það hvað það eru fáir að taka undir með nefndinni í sambandi við fjáröflun. fyrir utan nefndina þá voru tveir búnir að redda vinning fyrir happadrættið sem er nátturlega hörmulegt. Jón Ágúst fór á stað í gær einn og reddaði tveimur vinningum sem er ekkert nema flott hjá þér drengur. Á þriðjudag viljum við að allir hópar séu búnir að ná a.m.k einum vinning.
Íþróttir | 26.1.2007 | 22:35 (breytt kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælir félagar. Ætla bara að minna ykkur á að vera duglegir að safna vinningum fyrir getrauna/happadrættisseðilinn. Endilega hafið samband við þann sem þið eruð með í hóp og ná saman í það minnsta einum vinning. Við stefnum einnig á að hafa bílabón í byrjun feb og gott væri ef hver hópur mundi ná líka í það minnsta einum bíl í það. Við verðum á æfingu á morgun í Garðabæ kl 19.30 og þá væri flott að fá góðar fréttir frá ykkur
Hópar
Mike - Gummi
Þorfinnur - Palli
Emil - Siggi
Alex - Óli Daði
Markó - Óli Baldur
Einar - Hjörtur
Villi - Ási
Jobbi - Magnús Bjarni
Ray - Skotty
Eyþór - Bogi Rafn
Helgi Már - Jóhann
Andri Steinn - Albert
Nefndin eru síðan Óli Stefán, Orri og Eysteinn
Óli Stebbi
Íþróttir | 25.1.2007 | 17:07 (breytt kl. 17:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja áfram líður tíminn og í þessu mesta skammdegi þá er það boltinn sem yljar manni um hjartarætur. Það var æfing í gær í Reykjaneshöllinni sem var eins og áður alveg hreint ljómandi góð. Menn að taka vel á og brenna síðustu hitaeiningunum sem bætt var á sig yfir jólin. Núna á laugardag spilum við leik við ÍBV. Þetta verður forvitnileg viðreign þar sem fyrirfram má búast við báðum liðum í toppbaráttu næsta sumar. Við fengum eitt stig á móti þeim í sumar. Eftir góðan leik við Víking er mikilvægt að halda dampi og sigra þennan leik því eins og góður maður sagði eitt sinn þá er það góður vani að vinna.
Óli Stebbi
Íþróttir | 24.1.2007 | 11:16 (breytt kl. 11:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi sunnudagur endaði með því að verða hinn besti dagur. Fyrst vann Arsenal Man utd með marki á lokamínutu leiksins, reyndar súrt að sjá ekki seinni hálfleik en við missum alltaf af seinni hálfleik leikja sem byrja 16.00 útaf því að æfingin byrjar 17.00. Svo var það annar stigaleikur ársins sem var ekki eins jafn og Arsenal Man Utd leikurinn. Vestislausir unnu þennan leik frekar sannfærandi 4-1 eftir að hafa verið undir 1-0 í hálfleik. Mikki refur kom vestunum yfir eftir einu sókn þeirra í fyrri hálfleik. Óli Stefán jafnaði leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa laumað sér bakdyrameginn í sóknina. Jóhann stórfrændi Óla kom vestislausum yfir stuttu síðar með frábæru skoti úr teignum eftir mjög góða sókn. Emil skoraði síðan 3. markið eftir að hafa "stolið" boltanum af Ray og Helga M. Það var síðan Alex sem kláraði leikinn með skoti utan af velli. 4-1 sannfærandi sigur vestislausra og gaman að því að allir Arsenalmennirnir í liðinu skoruðu þ.e Óli Stefán, Jóhann og Alex.
Stigaleikur | ||||||
Stig | ||||||
Albert | 6 | |||||
Jóhann | 6 | |||||
Villi | 6 | |||||
Óli Stefán | 6 | |||||
Óli Daði | 6 | |||||
Palli | 6 | |||||
Helgi Már | 3 | |||||
Óli Baldur | 3 | |||||
Scotty | 3 | |||||
Andri Steinn | 3 | |||||
Hjörtur | 3 | |||||
Jobbi | 3 | |||||
Alex | 3 | |||||
Orri | 3 | |||||
Gummi | 3 | |||||
Emmi | 3 | |||||
Helgi Már | 3 |
Óli Stebbi
Íþróttir | 21.1.2007 | 20:54 (breytt 22.1.2007 kl. 06:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Óli Með 3 stig en Eyjó 0 Leikurinn við Víði sem átti að vera á morgun fellur niður. Víðismenn geta ekki spilað en þeir hljóta að vera með gilda afsökun fyrir því. Í staðinn ætlar meistari Jankó að vera með annan stigaleik ársins og verður örugglega hart barist þar eins og síðast. Hér eru þeir sem eru komnir með stig og eins gott fyrir þá sem eru ekki á listanum að spýta í lófann svo þeir missi ekki algjörlega af lestinni.
Þeir sem eru komnir með 3 stig eru
Helgi Már - Villi - Albert - Óli Stefán - Óli Hermanns - Óli Baldur - Palli Guðmunds - Jóhann Helgi - Skotty - Andri Steinn
Óli Stebbi
Íþróttir | 20.1.2007 | 11:00 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já það er óhætt að segja að suðurnesjamenn hafi gert góða ferð í borgina í gærkvöldi. Grindavík lék við hvern sinn fingur og sigruðu baráttuglaða Víkinga 3-0. Mörkin skoruðu Andri Steinn 2 og Orri 1 öll í fyrri hálfleik.
Plús : Við skoruðum 3 góð mörk eftir glæsilegar sóknir. Við héldum hreinu og í raun fengu þeir varla færi en það sem fór í gegn átti Helgi Már ekki í vandræðum með. Við börðumst og héldum áfram allan tímann. Mórallinn frábær.
Mínus : Aðeins sáust grundvallarmistök eins og slæmar móttökur og misheppnaðar auðveldar sendingar. Við hleyptum þeim aðeins inní leikinn i seinni hálfleik.
Leikurinn var eins og áður segir mjög góður og flott að ná upp sjálfstrausti fyrir framhaldið. Plúsarnir voru mikið mun fleiri en mínusarnir sem frábært.
Næsti leikur okkar verður við Víði á sunnudaginn kl 17.00 í Reykjaneshöllinni. Endilega að kíkja og taka þátt í þessu með okkur. Það mættu örugglega um 30 Grindvíkingar á leikinn við Víking sem er frábært miðað við leiktíma og það sé janúar, við þökkum þeim sem mættu fyrir það.
Óli Stebbi
Íþróttir | 18.1.2007 | 19:53 (breytt kl. 19:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
346 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |