Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Pabbinn mætir!

bjarniÁkveðið hefur verið að meistaraflokkur karla standi fyrir sýningu á einleiknum "Pabbinn".

Sýningin hefur hlotið virkilega góða dóma og það er Bjarni Haukur Þórsson, sem fór gjörsamlega á kostum í hlutverki "Hellisbúans" fyrir nokkrum árum, sem sér um flutning verksins.

Sýningin fer fram í grunnskólanum í Grindavík, miðvikudaginn 14. mars, og hefst klukkan 20. 

Miðaverð er 3.500 kr. og panta má miða hjá leikmönnum meistaraflokks á næstu dögum. 

Frekari kynningu á sýningunni má finna með því að smella á þennan tengil hér.

 

 

Leikmenn athugið!

-Okkar hlutverk verður að selja miða, stilla salnum upp og ganga frá honum, dyravarsla, sala veitinga og svo auðvitað gríðarleg skemmtun. Takið því þennan dag frá. 

Nánar útskýrt á næstu æfingu. 


10.000 heimsóknir

Í fyrradag fóru heimsóknir yfir 10000. Það er gaman að því hvað það eru margir að fylgjast með okkur og maður sér að það er alveg grundvöllur fyrir svona síðu. Við höfum orðið varir við að fólk hefur stoppað okkur úti á götu og spjallað við okkur um síðuna sem er hið besta mál. Endilega takið þið þátt í umræðunni með okkur með því að skrifa í athugasemdir og svo er um að gera að skrifa í gestabókina.

Við erum að ganga í gegnum þungan tíma núna æfingalega séð og kemur það nátturlega niður á leikjum hjá okkur en ég bið fólk að örvænta ekki því þetta getur bara orðið betra hjá okkur. Einn mikill snillingur sagði við mig í gær að til þess að geta tekið tvö skref áfram þarf stundum eitt skref til baka. Höfum það að leiðarljósi

Óli Stebbi


Staðan eftir 6 umferðir

smelltu á linkinn til að fá upp stöðutöfluna
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hörmulegt

Það er svosem lítið hægt að segja eftir svona leik. Við vorum bara ekki tilbúnir í spræka Stjörnumenn. Það er alveg deginum ljósara að nú verða menn að taka sjálfa sig í naflaskoðun og hætta að benda á allt og alla aðra. Ég vil bara biðja fólk afsökunar á leik okkar í dag og ég trúi ekki öðru en að nú taki menn sig saman í andlitinu og leggi allt í leikinn við HK næsta laugardag.

Óli Stebbi


Tímamót í knattspyrnusögu Grindavíkur

Hinn eini sanni Jónas Þórhallsson hefur ákveðið að stíga út úr aðalstjórn knattspyrnudeildar í fyrsta sinn síðan hann gekk í hana árið 1977. Nú er árið 2007 og því hefur hann setið samfellt í stjórninni í heil 30 ár, sem er auðvitað með hreinum ólíkindum.

Þess má geta, til marks um tímann sem Jónas hefur gefið deildinni og þá þróun sem hann hefur upplifað innan stjórnarinnar og félagsins, að þegar leikmaður meistaraflokks til fjölda ára, Eyþór Atli Einarsson fæddist, og um svipað leyti og Óli Stefán Flóventsson fagnaði 8 ára afmæli sínu, þá var Jónas búinn að sitja í 6 ár í stjórn. 

Í flestum öðrum félögum þykja 6 ár langur tími í stjórnarsetu.

Það má því, með sanni segja að leikmenn Grindavíkur þekki fótbolta ekki öðruvísi en með Jónas sem órjúfanlegan hluta af honum.

Við leikmenn meistaraflokks viljum þakka Jónasi fyrir ómetanleg störf, vinskap og magnaða hvatningu um leið og við fögnum því að hann taki sér sæti í varastjórn, í stað þess að stíga þetta skref til fulls. 

Um það eru allir sammála að fótboltinn í Grindavík væri ekki samur án Jónasar og við trúum því ekki fyrr en við sjáum það að hann eigi nokkurn tímann eftir að skila lyklunum að Gula húsinu fyrir fullt og allt.

 

Meistaraflokkur karla. 

jonas_roman


Getraunaleikurinn

Leikurinn er kominn á fullt og strax komin óvænt úrslit. Hér að neðan er staða efstu manna eftir fyrstu 3 leikina. Vert er að vekja athygli á að leik Aston Villa og Arsenal sem er 6. leikurinn á seðlinum var frestað vegna úrslitaleiks í deildarbikarnum.

STAÐA EFSTU MANNA

Bjarki Guðmunds                      3

Bjarni "Wenger" Andrésson     3

Guðný Gunnarsdóttir                3

Hermann Ólafsson 1                3

Hermann Ólafsson 2                3

Kjartan Másson                       3

Kjartan Ragnarsson                3

Margrét Benediktsdóttir          3

Ólöf Gísladóttir                        3

Óskar Sævarsson                    3

Sigurður Enoksson 2               3


Staðan eftir 3 umferðir í getraunaleiknum

Smelltu á linkinn til að fá upp stöðuna
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Grindavík-Stjarnan

merki[1]Á morgun spilum við annan leik okkar í Lengjubikarnum.  Þetta sinn spilum við við Stjörnuna úr Garðabæ. Við byrjum einmitt Íslandsmótið í sumar á móti þeim þannig að þetta gæti verið nokkuð forvitnileg viðureign. Eftir 5-0 tap í fyrsta leik Lengjubikarsins á móti FH eru menn ákveðnir að selja sig dýrt núna og laga það sem miður fór síðustu helgi. Leikurinn byrjar kl 15.00 í Reykjaneshöllinni og hvetjum við fólkið okkar að taka sunnudagsrúntinn í Keflavíkurhverfi og kíkja á þennan slag.

Óli Stebbi


Grindavík í samstarf við EAS

alt_flash

 

Lesendum er bent á að smella á tenglana í greininni, til nánari kynningar.

 

 

 

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur nú fengið nýjan samstarfsaðila en það er fyrirtækið B.Magnússon í Hafnarfirði sem veitir leikmönnum félagsins afslátt af fæðubótarefnum frá hinum viðurkennda framleiðanda EAS, auk þess að útvega drykki í leiki.

Töluverður tími er liðinn síðan afreksíþróttamenn fóru að  gera sér grein fyrir mikilvægi þess að búa yfir nægri orku til að standast það álag sem fylgir miklum æfingum og ef þessar æfingar eiga að skila öllu því sem þeim er ætlað, þarf næringin að vera í lagi.

Vörurnar frá EAS koma með "Doping Free Guarantee" og eru til að mynda einu vörurnar sem leikmönnum í NFL ruðningsdeildinni og NBA körfuboltanum er ráðlagt að nota og þeim formlega tilkynnt að óhætt sé að gera.

Einnig má geta þess að lið Everton í ensku knattspyrnunni og nú nýverið lið Wigan Athletic, láta leikmenn sínar nota þessar vörur, með toppárangur í huga.  Þá er fyrirliði íslandsmeistara FH-inga og þrautreyndur atvinnu- og landsliðsmaður, Auðunn Helgason yfirlýstur notandi þessa varnings.

Leikmenn fá góðan afslátt af þessum vörum og geta snúið sér til undirritaðs með pantanir og leit að frekari upplýsingum.

Við bjóðum fyrirtækin B. Magnússon og EAS velkomin í hóp okkar Grindvíkinga. 

 

Eysteinn. 

 


Stigaleikur 5

Ótrúlegt hvað hefur myndast góð stemmning í kring um þessa stigaleiki. Þarna er barist upp á líf og dauða og menn gera allt til að vinna. En eins og í hinum harða heimi knattspyrnunar þá er það yfirleitt betra liðið sem vinnur og var raunin sú í þetta sinn. Jankó ákvað að velja bæði liðin núna eftir frekar ójafnan leik síðast og þessi leikur varð því mun jafnari. Leikar fóru þannig að vestislausir unnu 2-1 þar sem þeir Óli baldur og nafni hans Stefán sáu um mörkin en Ray Anthony Johnson kom vestum yfir snemma leiks. Í fyrsta sinn situr bara einn leikmaður á toppi listans og bið ég lesendur að leggja nafnið á minnið.

Síðustu æfingar hefur drengur að nafni Jón Haukur æft með okkur. Jón Haukur er tvítugur gutti frá Hornafirði. Pjakkurinn lét strax af sér kveða og var í  sigurliðinu í þessum stigaleik. Jón er fjölhæfur leikmaður en hann spilaði hafsent með Húna Kerúlf í leiknum.

 

Stigaleikur 5

stig
Óli Stefán13
Albert10
villi10
Helgi Már10
Óli Daði10
Óli Baldur10
Jóhann 7
Orri7
Gummi7
Eyþór7
Þorfinnur7
Einar Helgi7
Palli6
Andri Steinn4
Jobbi4
Alex4
Hjörtur4
Skotty4
Eysteinn4
Nonni4
Markó4
Siggi4
Jón Haukur3
Emil3
Ray1
Mike1
Ási1

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband