Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fyrsti stigaleikur ársins

     Skotty Skoraði í kvöld      Það vantamelblue[1]ði ekki kraftinn og baráttuna á æfingu dagsins. Eftir upphitun að hætti Jankó og sendingaskotæfingu tókum við fyrsta stigaleik ársins. Spilað var 2x20 min og endaði leikurinn 4-3 fyrir þá sem voru ekki í vestum. Það tók menn fyrri hálfleik svona rétt að átta sig á alvöru málsins og hvað var í húfi í þessum leik en staðan var 1-0 fyrir vestin eftir gott skallamark Micaels James Jónssonar. (Þori að veðja að þið vissuð ekki að James væri millinafn hans) Seinni hálfleikurinn var alvöru. Vestisleysin tóku við sér og jöfnuðu með stungumarki Andra en Eyþór Atli kom vestum aftur yfir með góðu skoti. Aftur náðu vestisleysin að jafna með frekar skondnu marki Andra þar sem hann notaði aldursforsetann í liðinu sem nokkurnskonar batta. Þorfinnur kom vestum enn og aftur yfir með vippu yfir Helga Má. Þegar þarna var komið til sögu voru ekki nema 4 min eftir og baráttan á vellinum var farin að minna um margt á atriði úr mynd Mels Gibsonar Braveheart. Það var því vel við hæfi að skotinn knái Scott Ramsey kæmin með næsta mark sem kom eftir frábæra sókn vestislausra og Skotty hamraði hann inn utan teigs. Nú voru 2min eftir og allt í járnum. Páll nokkur Guðmundsson miðjumaður Vestislausra stal þá boltanum af besta vini sínum honum Þorfinni brunaði með hann fram og lét vaða af 30 metrunum og auðvitað steinlá hann í netinu. Þrátt fyrir mikla pressu undir lokin náðu vestin ekki að jafna og þar með ljóst að vestislausir standa uppi sem sigurvegarar í þessum fyrsta stigaleik ársins.

Þeir sem eru komnir með 3 stig eru

Helgi Már - Villi - Albert - Óli Stefán - Óli Hermanns - Óli Baldur - Palli Guðmunds - Jóhann Helgi - Skotty - Andri Steinn

Kosið var fyrirliða og endaði talning þannig að undirritaður var valinn fyrirliði. Ray verður síðan varafyrirliði og Eysteinn Húni verður fyrirliði númer 3.

Óli Stebbi                         


Bikarmeistarar??

Já menn virðast hafa ágætis trú á körfuboltaliði okkar. Við allavega virðumst líkleg29074_gri_kef_kv_des05_1[1]ir í að verða bikarmeistarar eða um 42% sem hafa trú á því, en aftur á móti eru menn ekki jafn bjartsýnir á að við verðum íslandsmeistarar eða um 6% sem hafa trú á því. Maður veit samt aldei fyrr en í úrslitakeppnina er komið og ég hef fulla trú á því að mínir menn verði komnir í flott form þá. Það var verið að draga í bikarnum hjá körlunum og konunum og það góða var að við fengum heimaleik hjá báðum kynjum. Karlarnir fengu ÍR sem er sýnd veiði en alls ekki gefin og konurnar Hauka sem er held ég besta kvennaliðið í dag allavega. Um að gera að mæta á völlinn og koma báðum liðunum í Höllina.

Óli Stebbi


HELVÍTIS ÚTIHLAUP !!

                                                     yourbetterhalf200x200[1]  Fylgifiskur okkar knattspyrnumanna yfir vetrartímann eru útihlaup. Þessi blessuðu hlaup hafa ekki verið ofarlega á vinsældarlista mínum í gegnum tíðina og þá sérstaklega þegar færðin er eins og hún var í kvöld. Fljúgandi hálka skaflar uppi að hnjám og blindbilur í 10 gráðu frosti. Menn þurfa líka að klæða sig það vel að þarf tvær íþróttatöskur undir fatnaðinn sem svo þyngja menn um nokkur kíló (eins og við þurfum á því að halda svona rétt eftir blessuð jólin) Í dag eru hlaupin reyndar miklu skárri en hér áður þar sem 11 fyrstu í hlaupunum voru valdnir í liðið. Nú þurfa menn semsagt að kunna eitthvað fyrir sér með boltann líka sem kemur mönnum eins og Eysteini Orra og Ray frekar illa en leikmenn eins og ég sjálfur Andri Steinn og Eyþór erum þakklátir fyrir. Ég get huggað mig við það að hlaupin eru ekki nema 5 mánuði á ári og ekki nema 4 mánuðir eftir.

Maður má nú ekki ekki gleyma sér alfarið í hlaupaþunglyndinu því við spilum nú allavega 3 leiki í janúar og sá fyrsti næsta miðvikudag 17.jan við Víking í Egilshöllinni kl 21.30. Svo er það deildarbikarinn í feb og þá er nánast komið að utanlandsferðinni sem er gulrótin okkar á þessu langa undirbúningstímabili.

Óli Stebbi 

 


Æfing-fundur

Bara að minna menn á æfingu í Grindavík á morgun kl 18.30. Það verður fundur líka og ef menn hafa hugmyndir um fjáröflun þá endilega koma með hana á morgun. Nefndin ætlar nefnilega að funda eftir æfingu og púsla niður þessu sem komið er og þá byrjum við fljótlega að vinna í þessu. evropa_kort[1]

Úr því að við erum farnir að ræða um æfingaferð langar mig aðeins að fara yfir það hvert ég hef farið síðan ég fór með meistaraflokki 1993 í fyrsta skipti. 1993 Þýskaland - 1994 Laugarvatn - 1995 Þýskaland - 1996 (ég var í Þrótti Nes þá og fór til Hollands en Grindavík fór til Skotlands) - 1997 England og skotland (Mancester og Glasgow) - 1998 Þýskaland (Hannover) - 1999 Spánn - 2000 Spánn - 2001 Spánn - 2002 portugal - 2003 portugal - 2004 Júgoslavía (Belgrad) - 2005 Spánn - 2006 Tyrkland.

Ég er semsagt búinn að fara 14 ferðir til 8 landa og nokkrum sinnum til nokkra þeirra. Svo hef ég farið til Aserbasjan, Sviss og Austurríkis í evrópukeppninni. Svo má nátturlega ekki gleyma æfingaferðinni sem ég fór í þegar ég var í þriðja flokki til Færeyja sælla minninga.

Óli Stefán


Fyrsta æfing ársins

Hún var ekki leiðinleg fyrsta æfing ársins sem Gunnar Már stjórnaði af stakri snilld. Gunni kallaði þetta BjarnaGumma æfingu og var hún þannig að sett var í 3 reiti og spilað í 2x 40 min. Við spiluðum 11 á móti 12 og unnu þeir sem voru færri með þremur mörkum. Það var rætt um að hafa þetta stigaleik en fyrst karlinn í brúnni er ekki kominn á landið þá bíðum við með fyrsta stigaleikinn. Við vorum semsagt 23 á æfingu og sáust ný andlit líka. Það er ungur piltur að nafni Micael Jónsson að mæta á sína fyrstu æfingu og stóð hann sig bara ágætlega eftir að mesta stressið var horfið. Annars voru menn bara þræl ferskir svona þegar maður spáir í það órtúlega magn sem menn hafa látið ofan í sig af mat og vökva síðustu 2 vikur.

Menn kannast sjálfsagt við það að þegar maður heldur að maður þekwh44[1]ki einhvern en svo kemur bara í ljós að þeir eru allt öðruvísi en maður hafði haldið. Ég get nefnd sem dæmi Gest Gylfason. Ég hafði spilað á móti þeim náunga í mörg ár og ég hefði getað svarið að þetta væri sá ömurlegasti maður sem ég hafði hitt á ferlinum. Alltaf rífandi kjaft inná vellinum og með stæla. Svo gerðist það að hann kom yfir til Grindavíkur og fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að mér hafði skjátlast rosalega. Hann er algjör snillingur og hrókur alls fagnaðar en bara svona svakalega leiðinlegt að spila á móti honum. Í dag komst ég síðan að því að Albert Arason er líka allt öðruvísi en ég hélt að hann væri. Ég átti von á svakalegum rokkara og svona hörðum nagla en eftir að hafa keyrt með honum á milli þá komumst við að því að hann hlustar á ekkert nema létt 96,7 og verður að hafa hana mjög hátt stillta líka, og svo er uppáhalds hljómsveit hans Wham. Eysteinn sór þess eið að fara aldrei með honum í bíl á milli aftur. Svo er hann líka hvers manns hugljúfi og mundi ekki gera flugu mein. Þeir Gestur og Albert eiga það sameiginlegt að þeir eru frábærir leikmenn og vonandi verður Abbi með okkur í sumar.

Annar flokkur spilaði í Íslandsmóti innanhús í gær og stóðu sig með mikilli príði en enduðu í 3sæti í sínum riðli. FH voru efstir og KR í öðru á aðeins betri markatölu. Þeir voru víst bara 6 þannig að menn hafa verið þreyttir í lokin.


Æfing sunnudaginn 7.jan kl 17.00 í Reykjaneshöllinni

abbiVonandi kemst þetta til allra því að á prógrammi á að byrja 10.jan. Mér skilst að það eigi að spila mest af tímanum og jafnvel spurning um stigaleik. Við ætlum að halda uppi stigatöflu hér á síðunni og við skiptum stigakeppninni í tvo til þrjá hluta. Í enda hvers hluta verður verlaunaafending fyrir þjá efstu og svo eftir tímabilið verður stigakóngur tímabilsins krýndur og verðlaunaður á lokahófinu.

Eins og staðan lítur út núna eru töluvert miklar líkur á að Albert Arason ,sem hefur verið að æfa með okkur, verði með okkur í sumar. Það eru frábærar fréttir því að hann er góður leikmaður og mikill leiðtogi enda verið fyrirliði Leifturs, Aftureldingar og Hauka. Albert er Ólafsfirðingur og er 28 ára gamall þannig að hann kæmi með fína reynslu inn í liðið. Hann er getur spilað hafsent bakvörð og varnarmiðjumann.

Í skoðunarkönnunni sem við erum með í gangi sést greinilega að menn hafa trú á því sem við erum að fara í. Yfir 50% spá okkur efsta sæti og svo um 5% sem spá okkur falli. Gott mál að menn hafa trú á því sem við erum að gera. Næst ætlum við að forvitnast hvort menn hafi ekki jafn mikla trú á okkar frábæra körfubolta liði og spyrjum um hvort við náum ekki titli þar aftur.

Óli Stebbi


Nýtt ár og góðir tímar framundan

jæja piltar þá er árið 2007 gengið í garð og það skal verða árið okkar. Talan 7 hefur nátPaxelturlega aldrei klikkað þannig að þetta er pottþétt. Mér skilst að það hafi átt að byrja 10.jan að æfa en ef það er ekki rétt þá endilega kommentið þið á það og komið með réttan tíma. Svo hafa nátturlega allir verið duglegir að skila heimavinnunni af sér þannig að það verður ekkert vandamál að halda áfram þar sem frá var horfið. Fljótlega eftir að við byrjum þá þurfum við líka að starta fjáröflun af krafti. Nefndin er komin með nokkrar hugmyndir sem á að keyra í gegn og menn þurfa að vera duglegir ef við eigum að ná að safna fyrir ferðinni. Mér skilst að farið verði á sama stað og í fyrra sem mér persónulega finnst algjör snilld. Menn hljóta að vera sammála um að ferðin í fyrra hafi verið sú besta so far. Að lokum viljum við óska Palla til hamingju með það að vera valin íþróttamaður Grindavíkur sem og öðrum sem hlutu viðurkenningar þar.

Óli Stebbi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband