Jólafrí

Nú er komið formlegt jólafrí hjá okkur. Við erum búnir að æfa í einn og hálfan mánuð P6227417[2]og menn sammála um að þetta gangi vel. Í jólafríinu verðum við samt að skila af okkur þremur hlaupum í viku. Svo er það bara að missa sig ekki i matnum þá ættum við að koma flottir til baka í janúar. Firmamótið er líka á sínum vanalega tíma rétt fyrir áramót og allir sjálfsagt komnir í lið.

Á þessum einum og hálfa mánuði hefur Jankó verið aðalega með sendingar og móttökuæfingar og sást það vel í leikjunum sem við vorum að spila að þær eru fljótar að skila sér. Við spiluðum tvo leiki, við HK sem við töpuðum 3-2 og svo við Njarðvík sem við unnum 4-3. Jankó var nokkuð ánægður með leikina og sérstaklega að við værum allir að reyna að það sem hann leggur upp.

Við höldum síðan ótrauðir á sömu braut og þá er ekki spurning um að við eigum eftir að spila flott mót í sumar.

Úr því að við erum komnir í jólafrí þá verður minna um færslur á síðunni en endilega ef menn vilja tjá sig þá er um að gera að skrifa

Óli Stebbi

Við óskum öllum gleðilegra jóla og FARSÆLT komandi ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband