Litli strákurinn í dótabúðinni!!

Komið þið sælir drengir. Það er gaman að sjá að það er allt í góðum gír hjá ykkur á æfingum svona á meðan maður er fjarverandi. Maður er hérna á fullu í próflestrinum og fyrsta próf er þroskasálfræði og ég fór að pæla aðeins í þessu. Djöfull held ég að það væri gaman að gera svona tilraun á nokkrum leikmönnum liðsins. Eins og við flestir vitum þá eru menn misjafnlega þroskaðir í þessu liði og má nú segja að sumir hverjir eru ekki alveg á réttu þroskastigi miðað við aldur!! Ég ætla nú ekki að fara að nefna nein nöfn en hvað ætli hafi klikkað hjá svona mönnum eins og Andra í uppeldinu? %uF04A Þroski hans er að minnsta kosti ekki samfelldur, þar sem hann þroskast jafnt og þétt, heldur er hann meira svona í kippum, eða stigskiptur. Aðra æfinguna er hann ljúfur sem lamb þar sem lítur út fyrir að hann hafi þroskast og sé orðinn að manni en síðan á æfingunni eftir það þá er hann alveg eins og lítið barn sem var að stelast í dótabúðina og missir sig bara. Þess vegna hef ég ákveðið að vera með svona vikulega viðburð á þessari síðu þar sem viðurkenning er veitt fyrir áhugasama leikmenn Grindavíkurliðsins. Þennan viðburð hef ég ákveðið að kalla Litli strákurinn í dótabúðinni. Allir vitum við samt að fótbolti er leikur og ef við höfum ekki gaman af honum þá getum við alveg eins hætt þessu. Andri ég vil bara óska þér til hamingju með að vera ennþá með þennan áhuga eftir allt það sem þú hefur gengið í gegnum síðan þú komst til Grindavíkur, þá einna helst tap á æfingum og þess háttar, en það er önnur saga. Litli strákurinn í dótabúðinni þessa vikuna er Andri Steinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Andri þú átt þetta skilið. Gott innlegg Eyþór;)

sjö-an (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband